Úrslitastund eftir viku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. febrúar 2018 06:00 Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ. Vísir/Vilhelm Forsendur kjarasamnings Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) eru brostnar að mati ASÍ, en samkvæmt því munu ákvæði hans koma til endurskoðunar í lok þessa mánaðar.ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þessu var lýst yfir. Er það mat ASÍ að sú forsenda að launastefna samninganna væri stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Því hefði sambandið heimild til að segja samningnum upp. „Málið er enn til vinnslu í forsætisnefndinni og þarf tæknilega að vera þar áfram til loka þessa mánaðar. Það er niðurstaða ASÍ að forsendur séu brostnar en það er í höndum aðildarfélaga þess, stéttarfélaganna sjálfra, hver niðurstaðan verður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Sjá einnig: ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Í yfirlýsingunni boðaði ASÍ til formannafundar aðildarfélaganna en hann fer að óbreyttu fram miðvikudaginn eftir viku, 28. febrúar. Aðspurður segir Gylfi ótímabært að rekja það frekar í hverju forsendubresturinn felst en það muni skýrast með tíð og tíma. „Það er enn mögulegt að stjórnvöld og atvinnurekendur geti brugðist við þessari stöðu en að óbreyttu verður fundurinn haldinn,“ segir Gylfi. Framkvæmdastjóri SA segir óeðlilegt að ræða það að forsendur séu brostnar. „Það er rétt að halda því til haga að á undanförnum þremur árum hefur kaupmáttur aukist um tuttugu prósent að meðaltali og um 25 prósent hjá þeim sem lægst launin hafa,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Það er mat samtakanna að forsendur hafi staðist. Halldór segir að það felist í eðli kjarasamninga að vera samkomulag um uppbyggingu lífskjara fólks. Kaupmáttaraukning sambærileg þeirri sem hefur verið við lýði hér á landi undanfarin þrjú ár sé algjörlega óþekkt í hinum vestræna heimi. „Og ekki aðeins þar. Aldrei í sögu íslenska lýðveldisins hefur ríkt sambærilegt skeið. Það er því einkennilegt að það sé yfirhöfuð verið að ræða það hvort forsendur samninganna hafi staðist eður ei,“ segir Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Forsendur kjarasamnings Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) eru brostnar að mati ASÍ, en samkvæmt því munu ákvæði hans koma til endurskoðunar í lok þessa mánaðar.ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þessu var lýst yfir. Er það mat ASÍ að sú forsenda að launastefna samninganna væri stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Því hefði sambandið heimild til að segja samningnum upp. „Málið er enn til vinnslu í forsætisnefndinni og þarf tæknilega að vera þar áfram til loka þessa mánaðar. Það er niðurstaða ASÍ að forsendur séu brostnar en það er í höndum aðildarfélaga þess, stéttarfélaganna sjálfra, hver niðurstaðan verður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Sjá einnig: ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Í yfirlýsingunni boðaði ASÍ til formannafundar aðildarfélaganna en hann fer að óbreyttu fram miðvikudaginn eftir viku, 28. febrúar. Aðspurður segir Gylfi ótímabært að rekja það frekar í hverju forsendubresturinn felst en það muni skýrast með tíð og tíma. „Það er enn mögulegt að stjórnvöld og atvinnurekendur geti brugðist við þessari stöðu en að óbreyttu verður fundurinn haldinn,“ segir Gylfi. Framkvæmdastjóri SA segir óeðlilegt að ræða það að forsendur séu brostnar. „Það er rétt að halda því til haga að á undanförnum þremur árum hefur kaupmáttur aukist um tuttugu prósent að meðaltali og um 25 prósent hjá þeim sem lægst launin hafa,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Það er mat samtakanna að forsendur hafi staðist. Halldór segir að það felist í eðli kjarasamninga að vera samkomulag um uppbyggingu lífskjara fólks. Kaupmáttaraukning sambærileg þeirri sem hefur verið við lýði hér á landi undanfarin þrjú ár sé algjörlega óþekkt í hinum vestræna heimi. „Og ekki aðeins þar. Aldrei í sögu íslenska lýðveldisins hefur ríkt sambærilegt skeið. Það er því einkennilegt að það sé yfirhöfuð verið að ræða það hvort forsendur samninganna hafi staðist eður ei,“ segir Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15