Falin stilling orsakaði hljóðvandræði hjá Aroni Hannesi og félögum Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2018 10:30 Aron Hannes mun flytja lag sitt Golddigger í úrslitum Söngvakeppninnar. RÚV Röng stilling orsakaði það að bakraddir heyrðust ekki þegar Aron Hannes og félagar fluttu lagið Golddigger á seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Aron Hannes fékk að endurflytja lagið á undankvöldinu og fór svo að Golddigger var eitt þriggja laga sem komst áfram í úrslitin. Hljóðblöndun í Söngvakeppninni var mikið til umræðu í fyrra þegar flytjendur lagsins Heim til þín sögðu hana hafa verið hörmung þegar kom að þeirra lagi og sendi tónlistarkonan Hildur Kristín inn formlega kvörtun til Ríkisútvarpsins vegna hljóðblöndunarinnar á hennar lagi, Bammbaramm.Birna Hansdóttir, framleiðslustjóri Ríkisútvarpsins, segir í samtali við Vísi að þegar lagið var í loftinu í fyrra skiptið áttaði hljóðmaður sig ekki strax á því hvað olli því að bakraddarnir heyrðust ekki. Við nánari kom í ljós að röng stilling var á hljóðblandaranum, eða hljóðmixer, sem notaður er til að hljóðblanda flutning söngvara lagsins við undirspilið. Birna segir ástæðuna fyrir því að hljóðmaðurinn áttaði sig ekki strax á mistökunum vera að þessi umrædda stilling var falin í hljóðblandaranum og átti ekki að notast við hana í Golddigger. „Þá er hins vegar rétt að taka fram að um leið og við heyrðum að ekki var allt með felldu var strax tekin sú ákvörðun að lagið yrði flutt aftur og fulltrúar atriðisins voru upplýstir um það samstundis,“ segir Birna. „Vissulega hörmum við þessi mistök, en sem betur fer komu þau ekki að sök,“ segir Birna. Síðari flutningur lagsins gekk glimrandi vel, sá fyrr í raun líka þegar horft er til frammistöðu söngvaranna, og lagið flaug í úrslit.„Að sjálfsögðu munum við fara vel yfir alla ferla og tryggja að svona mál komi ekki upp í úrslitunum. Það leggjast allir á eitt um að skila sinni vinnu 100% og rúmlega það, bæði á hinu tæknilega sviði sem og annars staðar í þessu stóra verkefni. Allt getur jú gerst í beinni útsendingu en við leggjum allt kapp á það að tryggja að skipulag, tækni, framkvæmd og dagskrárgerð gangi fumlaust fyrir sig,“ segir Birna. Þórunn Antonía flutti lag sitt, Ég mun skína, á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar 10. febrúar síðastliðinn. Í hápunkti lagsins virtist eins og hljóðstyrkurinn á hljóðnema hennar hefði ekki verið réttur en það má heyra í myndbandinu hér fyrir neðan þegar tvær mínútur og tuttugu og ein sekúnda er liðin af myndbandinu.Birna segir að henni skiljist að ekki hafi þótt ástæða til að greina það mál sérstaklega hjá Ríkisútvarpinu. Úrslit Söngvakeppninnar fara fram 3. mars næstkomandi í Laugardalshöll. Eurovision Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
Röng stilling orsakaði það að bakraddir heyrðust ekki þegar Aron Hannes og félagar fluttu lagið Golddigger á seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Aron Hannes fékk að endurflytja lagið á undankvöldinu og fór svo að Golddigger var eitt þriggja laga sem komst áfram í úrslitin. Hljóðblöndun í Söngvakeppninni var mikið til umræðu í fyrra þegar flytjendur lagsins Heim til þín sögðu hana hafa verið hörmung þegar kom að þeirra lagi og sendi tónlistarkonan Hildur Kristín inn formlega kvörtun til Ríkisútvarpsins vegna hljóðblöndunarinnar á hennar lagi, Bammbaramm.Birna Hansdóttir, framleiðslustjóri Ríkisútvarpsins, segir í samtali við Vísi að þegar lagið var í loftinu í fyrra skiptið áttaði hljóðmaður sig ekki strax á því hvað olli því að bakraddarnir heyrðust ekki. Við nánari kom í ljós að röng stilling var á hljóðblandaranum, eða hljóðmixer, sem notaður er til að hljóðblanda flutning söngvara lagsins við undirspilið. Birna segir ástæðuna fyrir því að hljóðmaðurinn áttaði sig ekki strax á mistökunum vera að þessi umrædda stilling var falin í hljóðblandaranum og átti ekki að notast við hana í Golddigger. „Þá er hins vegar rétt að taka fram að um leið og við heyrðum að ekki var allt með felldu var strax tekin sú ákvörðun að lagið yrði flutt aftur og fulltrúar atriðisins voru upplýstir um það samstundis,“ segir Birna. „Vissulega hörmum við þessi mistök, en sem betur fer komu þau ekki að sök,“ segir Birna. Síðari flutningur lagsins gekk glimrandi vel, sá fyrr í raun líka þegar horft er til frammistöðu söngvaranna, og lagið flaug í úrslit.„Að sjálfsögðu munum við fara vel yfir alla ferla og tryggja að svona mál komi ekki upp í úrslitunum. Það leggjast allir á eitt um að skila sinni vinnu 100% og rúmlega það, bæði á hinu tæknilega sviði sem og annars staðar í þessu stóra verkefni. Allt getur jú gerst í beinni útsendingu en við leggjum allt kapp á það að tryggja að skipulag, tækni, framkvæmd og dagskrárgerð gangi fumlaust fyrir sig,“ segir Birna. Þórunn Antonía flutti lag sitt, Ég mun skína, á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar 10. febrúar síðastliðinn. Í hápunkti lagsins virtist eins og hljóðstyrkurinn á hljóðnema hennar hefði ekki verið réttur en það má heyra í myndbandinu hér fyrir neðan þegar tvær mínútur og tuttugu og ein sekúnda er liðin af myndbandinu.Birna segir að henni skiljist að ekki hafi þótt ástæða til að greina það mál sérstaklega hjá Ríkisútvarpinu. Úrslit Söngvakeppninnar fara fram 3. mars næstkomandi í Laugardalshöll.
Eurovision Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira