Heilbrigðiseftirlitið skoðar gervigrasið í Kórnum og mælir loftgæðin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 17:00 Grænt gúmmíryk hefur verið áberandi síðan nýtt gervigras var lagt í Kórnum um áramót. Vísir/Hanna Kópavogsbær fundaði á mánudag um stöðuna varðandi gervigrasið í Kórnum og var ákveðið að grípa til ráðstafana og einnig að láta mæla loftgæðin á vellinum. Frá því að nýtt gervigras var tekið í notkun í kórnum um áramót hefur grænt gúmmíryk loðað við skó og fatnað íþróttaiðkanda. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina kvörtuðu foreldrar barna sem æfa í Kórnum yfir því að Heilbrigðiseftirlitið væri ekki búið að skoða málið nánar. „Mér finnst þetta lykta allt saman af einhverju rugli. Mér finnst að heilbrigðiseftirlit Garðabæjar og Kópavogs eigi að taka á þessu máli. Taka sýni," sagði Björn Ásbjörnsson, faðir barna í Hörðuvallaskóla sem eru í skólaíþróttum á grasinu, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Páll Halldórsson sem sér um gervigrasið í Kórnum sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær að grasið uppfylli kröfur FIFA og sé ekki skaðlegt. „Þetta græna efni í Kórnum er það dýrasta sem hægt er að fá. Það uppfyllir leikfangastaðla og uppfyllir sömu staðla og leikföng sem börn eru með uppi í sér þannig að þetta er ekkert hættulegt.“ Eru loftgæðin í Kórnum slæm fyrir íþróttaiðkun barna að ykkar mati?Mæla á loftgæðin á gervigrasinu í Kórnum í Kópavogi.Vísir/HannaHeilbrigðiseftirlitið skoðar málið Í frétt á vef Kópavogsbæjar þann 19.febrúar kom fram að í vellinum sé EPDM efni, sérstaklega framleitt til notkunar á gervigrasvöllum. „Það efni er notað í fjölda nýlegra gervigrasvalla hér á landi innandyra og utan.Það er metnaðarmál hjá bænum að aðstaða til íþróttaiðkunar sé til fyrirmyndar og Kópavogsbær leggur ríka áherslu á að málið verði leyst eins fljótt og kostur er,“ var meðal annars skrifað í fréttinni. Ákveðið var að ryksuga völlinn og bleyta hann með sápuefni samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda. Sigríður Björg Tómasdóttir almannatengill Kópavogsbæjar segir í samtali við Vísi að allar upplýsingar um efnin sem notuð voru séu nú til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins. Hefur einnig verið óskað eftir því að framkvæmd verði loftgæðamæling en ekki liggur fyrir hvenær hún verður gerð. „Þau hafa fengið öll gögn málsins send og ætla að rýna þau fyrir okkur.“Rykið ekki sýnilegt í dag Sigríður gat ekki tjáð sig um ásakanir Sveinbjörns Arnaldssonar í Bítinu á Bylgjunni í vikunni um að spilling hafi verið í útboðsferlinu þar sem hann hefði kært málið til kærunefndar útboðsmála. Málið er þar í vinnslu. Hún segir að aðgerðirnar í Kórnum síðustu daga hafi haft áhrif á vandamál vegna græna gúmmíryksins. „Síðan á mánudaginn er búið að ryksuga einu sinni og svo var völlurinn bleyttur í gær með vatni og svo með þessari sérstöku sápu í dag. Í gær og í dag hefur ekki borið á neinu ryki. Það sem á að gera núna er að láta einhverja daga líða og taka stöðuna á mánudaginn.“ Heilbrigðiseftirlitið ætlar á vettvang á morgun en ekki er vitað hvort loftgæðamælingin verður gerð í þeirri skoðun eða síðar.En eru loftgæðin í Kórnum slæm fyrir íþróttaiðkun barna? Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri hjá heilbrigðiseftirliti Kópavogs og Hafnarfjarðar, minnir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis á að Kórinn sé meira en gervigrasvöllurinn. Þar eru fleiri salir sem eru ekki með gervigrasi. „Heilbrigðiseftirlitið styður það sem fram kemur í fréttatilkynningu Kópavogsbæjar að ástand gervigrasvallarins sé ekki ásættanlegt enn sem komið. Eðli málsins samkvæmt skulu börn njóta vafans og gildir þessi ályktun ekki hvað síst fyrir þau.“ Tengdar fréttir Segir að „græni hrákinn“ sé límklessa á vellinum Páll Halldórsson segir að gervigrasið í Kórnum uppfylli kröfur FIFA og gúmmírykið á því sé ekki skaðlegt. 21. febrúar 2018 14:11 Taka börnin úr íþróttum út af grænu gúmmíryki Grænt gúmmíryk sem sest í fatnað, hár og jafnvel ofan í öndunarfæri kemur úr nýju gervigrasi í Kórnum. Foreldrar barna sem stunda íþróttir á grasinu vilja að vellinum verði lokað þar til heilbrigðiseftirlitið hefur gert úttekt. Kópavogsbær leitar leiða til að leysa málið. 17. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Kópavogsbær fundaði á mánudag um stöðuna varðandi gervigrasið í Kórnum og var ákveðið að grípa til ráðstafana og einnig að láta mæla loftgæðin á vellinum. Frá því að nýtt gervigras var tekið í notkun í kórnum um áramót hefur grænt gúmmíryk loðað við skó og fatnað íþróttaiðkanda. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina kvörtuðu foreldrar barna sem æfa í Kórnum yfir því að Heilbrigðiseftirlitið væri ekki búið að skoða málið nánar. „Mér finnst þetta lykta allt saman af einhverju rugli. Mér finnst að heilbrigðiseftirlit Garðabæjar og Kópavogs eigi að taka á þessu máli. Taka sýni," sagði Björn Ásbjörnsson, faðir barna í Hörðuvallaskóla sem eru í skólaíþróttum á grasinu, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Páll Halldórsson sem sér um gervigrasið í Kórnum sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær að grasið uppfylli kröfur FIFA og sé ekki skaðlegt. „Þetta græna efni í Kórnum er það dýrasta sem hægt er að fá. Það uppfyllir leikfangastaðla og uppfyllir sömu staðla og leikföng sem börn eru með uppi í sér þannig að þetta er ekkert hættulegt.“ Eru loftgæðin í Kórnum slæm fyrir íþróttaiðkun barna að ykkar mati?Mæla á loftgæðin á gervigrasinu í Kórnum í Kópavogi.Vísir/HannaHeilbrigðiseftirlitið skoðar málið Í frétt á vef Kópavogsbæjar þann 19.febrúar kom fram að í vellinum sé EPDM efni, sérstaklega framleitt til notkunar á gervigrasvöllum. „Það efni er notað í fjölda nýlegra gervigrasvalla hér á landi innandyra og utan.Það er metnaðarmál hjá bænum að aðstaða til íþróttaiðkunar sé til fyrirmyndar og Kópavogsbær leggur ríka áherslu á að málið verði leyst eins fljótt og kostur er,“ var meðal annars skrifað í fréttinni. Ákveðið var að ryksuga völlinn og bleyta hann með sápuefni samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda. Sigríður Björg Tómasdóttir almannatengill Kópavogsbæjar segir í samtali við Vísi að allar upplýsingar um efnin sem notuð voru séu nú til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins. Hefur einnig verið óskað eftir því að framkvæmd verði loftgæðamæling en ekki liggur fyrir hvenær hún verður gerð. „Þau hafa fengið öll gögn málsins send og ætla að rýna þau fyrir okkur.“Rykið ekki sýnilegt í dag Sigríður gat ekki tjáð sig um ásakanir Sveinbjörns Arnaldssonar í Bítinu á Bylgjunni í vikunni um að spilling hafi verið í útboðsferlinu þar sem hann hefði kært málið til kærunefndar útboðsmála. Málið er þar í vinnslu. Hún segir að aðgerðirnar í Kórnum síðustu daga hafi haft áhrif á vandamál vegna græna gúmmíryksins. „Síðan á mánudaginn er búið að ryksuga einu sinni og svo var völlurinn bleyttur í gær með vatni og svo með þessari sérstöku sápu í dag. Í gær og í dag hefur ekki borið á neinu ryki. Það sem á að gera núna er að láta einhverja daga líða og taka stöðuna á mánudaginn.“ Heilbrigðiseftirlitið ætlar á vettvang á morgun en ekki er vitað hvort loftgæðamælingin verður gerð í þeirri skoðun eða síðar.En eru loftgæðin í Kórnum slæm fyrir íþróttaiðkun barna? Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri hjá heilbrigðiseftirliti Kópavogs og Hafnarfjarðar, minnir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis á að Kórinn sé meira en gervigrasvöllurinn. Þar eru fleiri salir sem eru ekki með gervigrasi. „Heilbrigðiseftirlitið styður það sem fram kemur í fréttatilkynningu Kópavogsbæjar að ástand gervigrasvallarins sé ekki ásættanlegt enn sem komið. Eðli málsins samkvæmt skulu börn njóta vafans og gildir þessi ályktun ekki hvað síst fyrir þau.“
Tengdar fréttir Segir að „græni hrákinn“ sé límklessa á vellinum Páll Halldórsson segir að gervigrasið í Kórnum uppfylli kröfur FIFA og gúmmírykið á því sé ekki skaðlegt. 21. febrúar 2018 14:11 Taka börnin úr íþróttum út af grænu gúmmíryki Grænt gúmmíryk sem sest í fatnað, hár og jafnvel ofan í öndunarfæri kemur úr nýju gervigrasi í Kórnum. Foreldrar barna sem stunda íþróttir á grasinu vilja að vellinum verði lokað þar til heilbrigðiseftirlitið hefur gert úttekt. Kópavogsbær leitar leiða til að leysa málið. 17. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Segir að „græni hrákinn“ sé límklessa á vellinum Páll Halldórsson segir að gervigrasið í Kórnum uppfylli kröfur FIFA og gúmmírykið á því sé ekki skaðlegt. 21. febrúar 2018 14:11
Taka börnin úr íþróttum út af grænu gúmmíryki Grænt gúmmíryk sem sest í fatnað, hár og jafnvel ofan í öndunarfæri kemur úr nýju gervigrasi í Kórnum. Foreldrar barna sem stunda íþróttir á grasinu vilja að vellinum verði lokað þar til heilbrigðiseftirlitið hefur gert úttekt. Kópavogsbær leitar leiða til að leysa málið. 17. febrúar 2018 19:00