Erlent

Aðstoðarforstjóri Unicef stígur til hliðar vegna ásakana um áreitni

Kjartan Kjartansson skrifar
Talsmenn Unicef segja að samtökin hafi ekki vitað um ásakanirnar gegn Forsyth þegar hann var ráðinn til starfa.
Talsmenn Unicef segja að samtökin hafi ekki vitað um ásakanirnar gegn Forsyth þegar hann var ráðinn til starfa. Vísir/AFP

Justin Forsyth, aðstoðarforstjóri barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (Unicef), hefur sagt af sér í kjölfar ásakana um óviðeigandi hegðun í garð kvenna sem störfuðu með honum hjá góðgerðarsamtökum. Hann segist hafa beðið konurnar afsökunar.

Ásakanirnar eiga rætur sínar að rekja til þess tíma þegar Forsyth stjórnaði alþjóðlegu hjálparsamtökunum Save the Children. Hann var sakaður um að hafa sent ungum konum sem störfuðu fyrir samtökin kynferðisleg smáskilaboð og haft uppi athugasemdir um klæðaburð þeirra. Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá ásökununum í vikunni.

Þrátt fyrir að Forsyth segi að tekið hafi verið á ásökununum á sínum tíma fyrir mörgum árum ákvað hann að stíga til hliðar til að koma í veg fyrir að góðgerðasamtökin yrðu fyrir skaða af völdum þeirra. Gaf hann í skyn að einhverjir hefðu notað ásakanirnar til þess að koma höggi í samtökin sem hann starfaði fyrir og málstað þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×