Þriggja manna fjölskylda í 29 fermetrum Guðný Hrönn skrifar 23. febrúar 2018 14:00 Áhugasamir geta fylgst með Lindu á síðunni hennar www.lindaben.is og á Instagram, notandanafn hennar er lindaben. Vísir/Ernir Matarbloggaranum og fagurkeranum Lindu Benediktsdóttur hefur tekist að koma sér og fjölskyldu sinni vel fyrir í 29 fermetra íbúð. Það að búa í svona litlu rými hefur sína kosti og galla að sögn Lindu. Spurð út í 29 fermetra íbúðina sem hún býr í ásamt manni sínum og syni segir Linda: „Við tókum við íbúðinni fokheldri og breyttum henni í tveggja herbergja íbúð. Við ætlum að búa hér á meðan við byggjum draumahúsið okkar.“Fjölskyldunni hefur tekist að koma sér vel fyrir í litla rýminu.Linda viðurkennir að það geti verið svolítið krefjandi að búa í svona litlu rými. „Það erfiðasta er að ákveða hvað maður vill hafa í íbúðinni. Við þurftum að minnka töluvert við okkur, enda að koma úr 240 fermetra húsi. Þegar við fluttum urðum við að gera upp við okkur hvað við vildum hafa í íbúðinni,“ segir Linda. Lindu þykir mikilvægt að hafa fallegt í kringum sig.Hún segir stærsta kostinn við litlu íbúðina svo vera þann að það tekur lítinn tíma að þrífa og taka til. „Það getur verið allt á hvolfi en samt er maður í mesta lagi 30 mínútur að kippa öllu í lag.“Mesta áskorunin við að flytja inn í rýmið var að finna húsgögn sem passa inn í það. „Við gátum ekki notað neitt af húsgögnunum okkar, fyrir utan eldhússtólana sem ég þröngva hingað inn í þetta rými. Þar sem við búum hérna tímabundið þá brugðum við á það ráð að kaupa okkur húsgögn í ódýrari kantinum sem er hægt að nýta þegar við flytjum aftur,“ segir Linda. Hér á allt sinn stað.Hún tekur fram að henni þyki mikilvægt að hafa íbúðina fína og notalega þó að fjölskyldan búi tímabundið í henni. „Þegar maður vinnur við það að skapa fallegt myndefni og uppskriftir verður umhverfi manns að vera fallegt líka.“Baðherbergið er lítið og krúttlegt.Aðspurð hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir fólk sem er að vandræðast með að koma sér fyrir í lítilli íbúð segir Linda: „Hver einasti hlutur verður að eiga sér sinn stað þar sem það er ekki pláss fyrir neitt „draslhorn“. Það er líka mikilvægt að ganga alltaf frá eftir sig, eins og reyndar alls staðar annars staðar, en það er enn mikilvægara í svona litlu rými.“Linda bendir svo á að það geti verið mjög hjálplegt á litlum heimilum að eiga hluti og húsgögn sem hafa margþætt notagildi.Baðherbergið er lítið og krúttlegt.Vísir/Ernir Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Matarbloggaranum og fagurkeranum Lindu Benediktsdóttur hefur tekist að koma sér og fjölskyldu sinni vel fyrir í 29 fermetra íbúð. Það að búa í svona litlu rými hefur sína kosti og galla að sögn Lindu. Spurð út í 29 fermetra íbúðina sem hún býr í ásamt manni sínum og syni segir Linda: „Við tókum við íbúðinni fokheldri og breyttum henni í tveggja herbergja íbúð. Við ætlum að búa hér á meðan við byggjum draumahúsið okkar.“Fjölskyldunni hefur tekist að koma sér vel fyrir í litla rýminu.Linda viðurkennir að það geti verið svolítið krefjandi að búa í svona litlu rými. „Það erfiðasta er að ákveða hvað maður vill hafa í íbúðinni. Við þurftum að minnka töluvert við okkur, enda að koma úr 240 fermetra húsi. Þegar við fluttum urðum við að gera upp við okkur hvað við vildum hafa í íbúðinni,“ segir Linda. Lindu þykir mikilvægt að hafa fallegt í kringum sig.Hún segir stærsta kostinn við litlu íbúðina svo vera þann að það tekur lítinn tíma að þrífa og taka til. „Það getur verið allt á hvolfi en samt er maður í mesta lagi 30 mínútur að kippa öllu í lag.“Mesta áskorunin við að flytja inn í rýmið var að finna húsgögn sem passa inn í það. „Við gátum ekki notað neitt af húsgögnunum okkar, fyrir utan eldhússtólana sem ég þröngva hingað inn í þetta rými. Þar sem við búum hérna tímabundið þá brugðum við á það ráð að kaupa okkur húsgögn í ódýrari kantinum sem er hægt að nýta þegar við flytjum aftur,“ segir Linda. Hér á allt sinn stað.Hún tekur fram að henni þyki mikilvægt að hafa íbúðina fína og notalega þó að fjölskyldan búi tímabundið í henni. „Þegar maður vinnur við það að skapa fallegt myndefni og uppskriftir verður umhverfi manns að vera fallegt líka.“Baðherbergið er lítið og krúttlegt.Aðspurð hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir fólk sem er að vandræðast með að koma sér fyrir í lítilli íbúð segir Linda: „Hver einasti hlutur verður að eiga sér sinn stað þar sem það er ekki pláss fyrir neitt „draslhorn“. Það er líka mikilvægt að ganga alltaf frá eftir sig, eins og reyndar alls staðar annars staðar, en það er enn mikilvægara í svona litlu rými.“Linda bendir svo á að það geti verið mjög hjálplegt á litlum heimilum að eiga hluti og húsgögn sem hafa margþætt notagildi.Baðherbergið er lítið og krúttlegt.Vísir/Ernir
Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira