Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 14:38 Áslaug Friðriksdóttir Fréttablaðið/Stefán „Enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík,“ segir Áslaug Friðriksdóttir í pistli sem hún birti á Facebook síðu sinni. Áslaugu Friðriksdóttur og Kjartani Magnússyni var ýtt til hliðar á fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem tekist var á um tillögu uppstillinganefndar fyrir skipun á lista flokksins í borginni. „Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur. Mér eru það vissulega vonbrigði að eiga ekki sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.“ Áslaug endaði í öðru sæti í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrr í mánuðinum. Hún óskaði svo eftir því að skipa 2. sæti listans, þrátt fyrir að hún hafi vitað að hún hefði ekki stuðning meirihluta kjörnefndar nema nýr leiðtogi, Eyþór Arnaldsson, styddi þá tillögu. „Svo reyndist ekki vera og því fór sem fór. Ég mun að sjálfsögðu sitja út kjörtímabilið og vinna að málum eins og ég hef gert hingað til með því að leggja áherslu á að einkaframtakið fái að blómstra til hagsbóta fyrir borgarbúa, með því að efla þjónustu, þar sem þarfir íbúanna eru í forgrunni og með því að standa á bremsunni gegn óráðsíu og vanhugsuðum hugmyndum meirihlutans“Segir konurnar á listanum vera skoðanasystur Áslaug segir að sér lítist vel á nýju konurnar á framboðslistanum „og hef reyndar heyrt að þær séu skoðanasystur mínar í mörgum málum. Vonandi munu þær fylgja skoðunum sínum eftir og kanna öll mál með opnum huga. Flokkurinn þarf ekki á því að halda að allir séu steyptir í sama mót.“ Áslaug segir að síðustu mánuði hafi verið reynt að tala niður fylgi flokksins í borginni en að öll skilyrði fyrir góðum árangri séu til staðar. „Stundum hefur mátt skilja af umræðunni og á staðhæfingum ýmissa vitringa að fylgi borgarstjórnarflokksins sé minna en fylgi flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir Alþingiskosningar. Þetta er ekki rétt og má minna á að í skoðanakönnun í ágúst mældist stuðningur við borgarstjórnarflokkinn 34%. Í komandi kosningabaráttu þurfa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins að byggja ofan á þetta fylgi til að ná settu marki. Öll skilyrði fyrir góðum árangri eru til staðar. Ég óska þeim alls hins besta í þeirri baráttu.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Búast má við hitafundi í Valhöll síðdegis í dag Fulltrúaráð Varðar fundar í kvöld um framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Skiptar skoðanir eru um listann utan ráðsins en talið er að meiri samhljómur sé innan þess. Listinn þykir bera merki utanríkisr 22. febrúar 2018 07:00 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Framboðslisti xD sagður sem B-mynd með Steven Seagal Gunnar Smári segir stjórnmálaflokkana eins og lélega hasarmynd. 23. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
„Enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík,“ segir Áslaug Friðriksdóttir í pistli sem hún birti á Facebook síðu sinni. Áslaugu Friðriksdóttur og Kjartani Magnússyni var ýtt til hliðar á fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem tekist var á um tillögu uppstillinganefndar fyrir skipun á lista flokksins í borginni. „Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur. Mér eru það vissulega vonbrigði að eiga ekki sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.“ Áslaug endaði í öðru sæti í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrr í mánuðinum. Hún óskaði svo eftir því að skipa 2. sæti listans, þrátt fyrir að hún hafi vitað að hún hefði ekki stuðning meirihluta kjörnefndar nema nýr leiðtogi, Eyþór Arnaldsson, styddi þá tillögu. „Svo reyndist ekki vera og því fór sem fór. Ég mun að sjálfsögðu sitja út kjörtímabilið og vinna að málum eins og ég hef gert hingað til með því að leggja áherslu á að einkaframtakið fái að blómstra til hagsbóta fyrir borgarbúa, með því að efla þjónustu, þar sem þarfir íbúanna eru í forgrunni og með því að standa á bremsunni gegn óráðsíu og vanhugsuðum hugmyndum meirihlutans“Segir konurnar á listanum vera skoðanasystur Áslaug segir að sér lítist vel á nýju konurnar á framboðslistanum „og hef reyndar heyrt að þær séu skoðanasystur mínar í mörgum málum. Vonandi munu þær fylgja skoðunum sínum eftir og kanna öll mál með opnum huga. Flokkurinn þarf ekki á því að halda að allir séu steyptir í sama mót.“ Áslaug segir að síðustu mánuði hafi verið reynt að tala niður fylgi flokksins í borginni en að öll skilyrði fyrir góðum árangri séu til staðar. „Stundum hefur mátt skilja af umræðunni og á staðhæfingum ýmissa vitringa að fylgi borgarstjórnarflokksins sé minna en fylgi flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir Alþingiskosningar. Þetta er ekki rétt og má minna á að í skoðanakönnun í ágúst mældist stuðningur við borgarstjórnarflokkinn 34%. Í komandi kosningabaráttu þurfa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins að byggja ofan á þetta fylgi til að ná settu marki. Öll skilyrði fyrir góðum árangri eru til staðar. Ég óska þeim alls hins besta í þeirri baráttu.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Búast má við hitafundi í Valhöll síðdegis í dag Fulltrúaráð Varðar fundar í kvöld um framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Skiptar skoðanir eru um listann utan ráðsins en talið er að meiri samhljómur sé innan þess. Listinn þykir bera merki utanríkisr 22. febrúar 2018 07:00 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Framboðslisti xD sagður sem B-mynd með Steven Seagal Gunnar Smári segir stjórnmálaflokkana eins og lélega hasarmynd. 23. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Búast má við hitafundi í Valhöll síðdegis í dag Fulltrúaráð Varðar fundar í kvöld um framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Skiptar skoðanir eru um listann utan ráðsins en talið er að meiri samhljómur sé innan þess. Listinn þykir bera merki utanríkisr 22. febrúar 2018 07:00
Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17
Framboðslisti xD sagður sem B-mynd með Steven Seagal Gunnar Smári segir stjórnmálaflokkana eins og lélega hasarmynd. 23. febrúar 2018 14:19