Umfjöllun: Ísland - Finnland 81-76 | HM-draumurinn á lífi eftir frábæran sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2018 22:30 Strákarnir þakka fyrir stuðninginn eftir leikinn í kvöld. Vísir/Bára Ísland er komið í lykilstöðu í undankeppni HM 2019 eftir sigur á Finnlandi á heimavelli í kvöld, 81-76. Með sigrinum skaust Ísland upp í annað sæti riðilsins en liðið er með einn sigur í þremur leikjum, rétt eins og Finnar og Búlgarar. Tékkar eru á toppi riðilsins með fullt hús stiga og mæta í Laugardalshöllina á sunnudag. Það verður því við ramman reip að draga en strákarnir okkar sýndu í kvöld að þeir geta staðist hvaða liði sem er á góðum degi í Laugardalshöllinni. Dagurinn var vissulega góður hjá okkar mönnum í kvöld. Það var gríðarleg barátta sem einkenndi leik íslenska liðsins á löngum köflum og áttu Finnarnir engin svör þegar allt gekk okkar mönnum í hag á lokamínútum leiksins. Íslendingar spiluðu agaðan leik í fyrri hálfleik. Gerðu fá mistök og komu sér í fín færi. Skotnýtingin hefði mátt vera betri og varnarleikurinn var misjafn. En heilt yfir spiluðu strákarnir vel og þá sérstaklega Martin Hermannsson og Hlynur Bæringsson.Hlynur Bæringsson.Vísir/BáraLeikur íslenska liðsins datt þó algerlega niður í þriðja leikhluta. Finnarnir settu mikinn kraft í sóknarleikinn og Íslendingar voru lengi vel á hælunum í vörninni. Þegar munurinn var orðinn tíu stig var fátt sem benti til þess að okkar menn ættu möguleika úr því sem komið var. En leikurinn snerist fljótlega í fjórða leikhluta. Pavel Ermolinskij setti niður gríðarlega mikilvæga þriggja stiga körfu sem reyndist neistinn sem íslenska liðið þurfti. Baráttuandinn var í fyrirrúmi, bæði í sókn og vörn, og Finnarnir áttu engin svör. Martin keyrði tvívegis inn í teig og skoraði mikilvæg stig. Tíminn vann með okkar mönnum og þó svo að Finnarnir hafi náð að minnka muninn í fjögur stig þegar 20 sekúndur voru eftir héldu leikmenn Íslands rónni og kláruðu verkefnið með miklum sóma.Haukur Helgi Pálsson.Vísir/BáraMartin átti sem fyrr segir stórleik og var stigahæstur í íslenska liðinu með 25 stig, auk þess sem hann gaf sex stoðsendingar og var með þrjá stolna bolta. Hlynur Bæringsson spilaði frábærlega og skilaði flottum tölum - 15 stigum og tólf fráköstum. Hann var lykilmaður í sigri Íslands í kvöld. Margir komu með gott framlag þar að auki. Haukur Helgi skoraði ellefu stig og setti niður mikilvæga körfu í fjórða leikhluta sem fór langt með að ganga frá leiknum. Hörður Axel Vilhjálmsson, Pavel Ermolinskij og Kristófer Acox skiluðu allir frábæru framlagi þar að auki. Liðin skiptust á að vera í forystu 28 sinnum í leiknum (!) en leikmenn spiluðu áberandi betur þegar mest á reyndi. Fyrir það ber að hrósa sérstklega enda einkenni öflugrar liðsheildar og baráttuanda. Margir lögðu hönd á plóg í höllinni í kvöld en fyrst og fremst var frammistaða hópsins alls sem stóð upp úr og skóp sigurinn í kvöld.Martin Hermannsson og Jakob Þór Sigurðsson.Vísir/BáraMartin Hermannsson.Vísir/BáraJón Arnór Stefansson.Vísir/BáraHaukur Helgi Pálsson.Vísir/BáraCraig Pedersen.Vísir/BáraHlynur Bæringsson.Vísir/BáraArnar Guðjónsson.Vísir/BáraHörður Axel Vilhjálmsson.Vísir/BáraHörður Axel Vilhjálmsson.Vísir/BáraMartin Hermannsson.Vísir/BáraJón Arnór Stefansson.Vísir/BáraJakob Þór Sigurðsson, Logi Gunnarsson og Pétur Rúnar Birgisson.Vísir/BáraMartin Hermannsson.Vísir/BáraMartin Hermannsson.Vísir/BáraHaukur Helgi Pálsson.Vísir/BáraPavel Ermolinskij.Vísir/BáraHörður Axel Vilhjálmsson.Vísir/BáraHörður Axel Vilhjálmsson.Vísir/BáraMartin Hermannsson.Vísir/BáraHaukur Helgi Pálsson.Vísir/BáraKristófer Acox.Vísir/BáraHlynur Bæringsson.Vísir/BáraJakob Örn Sigurðarson.Vísir/BáraJakob Örn Sigurðarson.Vísir/BáraLogi Gunnarsson.Vísir/Bára Íslenski körfuboltinn
Ísland er komið í lykilstöðu í undankeppni HM 2019 eftir sigur á Finnlandi á heimavelli í kvöld, 81-76. Með sigrinum skaust Ísland upp í annað sæti riðilsins en liðið er með einn sigur í þremur leikjum, rétt eins og Finnar og Búlgarar. Tékkar eru á toppi riðilsins með fullt hús stiga og mæta í Laugardalshöllina á sunnudag. Það verður því við ramman reip að draga en strákarnir okkar sýndu í kvöld að þeir geta staðist hvaða liði sem er á góðum degi í Laugardalshöllinni. Dagurinn var vissulega góður hjá okkar mönnum í kvöld. Það var gríðarleg barátta sem einkenndi leik íslenska liðsins á löngum köflum og áttu Finnarnir engin svör þegar allt gekk okkar mönnum í hag á lokamínútum leiksins. Íslendingar spiluðu agaðan leik í fyrri hálfleik. Gerðu fá mistök og komu sér í fín færi. Skotnýtingin hefði mátt vera betri og varnarleikurinn var misjafn. En heilt yfir spiluðu strákarnir vel og þá sérstaklega Martin Hermannsson og Hlynur Bæringsson.Hlynur Bæringsson.Vísir/BáraLeikur íslenska liðsins datt þó algerlega niður í þriðja leikhluta. Finnarnir settu mikinn kraft í sóknarleikinn og Íslendingar voru lengi vel á hælunum í vörninni. Þegar munurinn var orðinn tíu stig var fátt sem benti til þess að okkar menn ættu möguleika úr því sem komið var. En leikurinn snerist fljótlega í fjórða leikhluta. Pavel Ermolinskij setti niður gríðarlega mikilvæga þriggja stiga körfu sem reyndist neistinn sem íslenska liðið þurfti. Baráttuandinn var í fyrirrúmi, bæði í sókn og vörn, og Finnarnir áttu engin svör. Martin keyrði tvívegis inn í teig og skoraði mikilvæg stig. Tíminn vann með okkar mönnum og þó svo að Finnarnir hafi náð að minnka muninn í fjögur stig þegar 20 sekúndur voru eftir héldu leikmenn Íslands rónni og kláruðu verkefnið með miklum sóma.Haukur Helgi Pálsson.Vísir/BáraMartin átti sem fyrr segir stórleik og var stigahæstur í íslenska liðinu með 25 stig, auk þess sem hann gaf sex stoðsendingar og var með þrjá stolna bolta. Hlynur Bæringsson spilaði frábærlega og skilaði flottum tölum - 15 stigum og tólf fráköstum. Hann var lykilmaður í sigri Íslands í kvöld. Margir komu með gott framlag þar að auki. Haukur Helgi skoraði ellefu stig og setti niður mikilvæga körfu í fjórða leikhluta sem fór langt með að ganga frá leiknum. Hörður Axel Vilhjálmsson, Pavel Ermolinskij og Kristófer Acox skiluðu allir frábæru framlagi þar að auki. Liðin skiptust á að vera í forystu 28 sinnum í leiknum (!) en leikmenn spiluðu áberandi betur þegar mest á reyndi. Fyrir það ber að hrósa sérstklega enda einkenni öflugrar liðsheildar og baráttuanda. Margir lögðu hönd á plóg í höllinni í kvöld en fyrst og fremst var frammistaða hópsins alls sem stóð upp úr og skóp sigurinn í kvöld.Martin Hermannsson og Jakob Þór Sigurðsson.Vísir/BáraMartin Hermannsson.Vísir/BáraJón Arnór Stefansson.Vísir/BáraHaukur Helgi Pálsson.Vísir/BáraCraig Pedersen.Vísir/BáraHlynur Bæringsson.Vísir/BáraArnar Guðjónsson.Vísir/BáraHörður Axel Vilhjálmsson.Vísir/BáraHörður Axel Vilhjálmsson.Vísir/BáraMartin Hermannsson.Vísir/BáraJón Arnór Stefansson.Vísir/BáraJakob Þór Sigurðsson, Logi Gunnarsson og Pétur Rúnar Birgisson.Vísir/BáraMartin Hermannsson.Vísir/BáraMartin Hermannsson.Vísir/BáraHaukur Helgi Pálsson.Vísir/BáraPavel Ermolinskij.Vísir/BáraHörður Axel Vilhjálmsson.Vísir/BáraHörður Axel Vilhjálmsson.Vísir/BáraMartin Hermannsson.Vísir/BáraHaukur Helgi Pálsson.Vísir/BáraKristófer Acox.Vísir/BáraHlynur Bæringsson.Vísir/BáraJakob Örn Sigurðarson.Vísir/BáraJakob Örn Sigurðarson.Vísir/BáraLogi Gunnarsson.Vísir/Bára
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum