Var Josh Emmett bara heppinn eða á hann heima meðal þeirra bestu? Pétur Marinó Jónsson skrifar 24. febrúar 2018 16:00 Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Josh Emmett og Jeremy Stephens. Josh Emmett er tiltölulega óþekktur en skaust aðeins fram í sviðsljósið eftir sinn síðasta sigur í desember. Emmett rotaði þá Ricardo Lamas í 1. lotu en bardagann tók Emmett með skömmum fyrirvara. Lamas átti upphaflega að mæta Jose Aldo í desember en þegar Max Holloway vantaði andstæðing kom Jose Aldo inn. Emmett kom því í stað Aldo með aðeins tveggja vikna fyrirvara. Emmett var þá ekki einu sinni á topp 15 á styrkleikalistanum á meðan Lamas var í 3. sæti. Lamas hafði í raun til lítils að vinna á meðan Emmett hafði allt að vinna. Emmett náði reyndar ekki tilsettri þyngd en tókst að rota Lamas í 1. lotu. Sigurinn var gríðarlega óvæntur og kom Emmett ansi nálægt toppnum í fjaðurvigtinni. Nú þarf hann að sýna að sigurinn á Lamas hafi ekki verið eintóm heppni. Stephens er hörku bardagamaður sem hefur sigrað marga færa bardagamenn en hefur þó aldrei náð að vinna þá allra bestu. Stephens skilur oft á milli þeirra sem eru mjög góðir og þeirra sem eru með þeim bestu. Emmett fær því ansi verðugt próf í nótt og verður áhugavert að sjá hvort hann standist það. Sigur á Stephens sýnir að Emmett á heima meðal þeirra bestu. UFC bardagakvöldið hefst kl 1 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Sjá meira
Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Josh Emmett og Jeremy Stephens. Josh Emmett er tiltölulega óþekktur en skaust aðeins fram í sviðsljósið eftir sinn síðasta sigur í desember. Emmett rotaði þá Ricardo Lamas í 1. lotu en bardagann tók Emmett með skömmum fyrirvara. Lamas átti upphaflega að mæta Jose Aldo í desember en þegar Max Holloway vantaði andstæðing kom Jose Aldo inn. Emmett kom því í stað Aldo með aðeins tveggja vikna fyrirvara. Emmett var þá ekki einu sinni á topp 15 á styrkleikalistanum á meðan Lamas var í 3. sæti. Lamas hafði í raun til lítils að vinna á meðan Emmett hafði allt að vinna. Emmett náði reyndar ekki tilsettri þyngd en tókst að rota Lamas í 1. lotu. Sigurinn var gríðarlega óvæntur og kom Emmett ansi nálægt toppnum í fjaðurvigtinni. Nú þarf hann að sýna að sigurinn á Lamas hafi ekki verið eintóm heppni. Stephens er hörku bardagamaður sem hefur sigrað marga færa bardagamenn en hefur þó aldrei náð að vinna þá allra bestu. Stephens skilur oft á milli þeirra sem eru mjög góðir og þeirra sem eru með þeim bestu. Emmett fær því ansi verðugt próf í nótt og verður áhugavert að sjá hvort hann standist það. Sigur á Stephens sýnir að Emmett á heima meðal þeirra bestu. UFC bardagakvöldið hefst kl 1 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Sjá meira