Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Sigurður Mikael Jónsson skrifar 25. febrúar 2018 15:00 Dritvík í Snæfellsjökulsþjóðgarði er einn margra vinsælla ferðamannastaða á umræddu svæði þar sem símasamband og tetra-samband næst ekki. Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um tíu kílómetra kafla í Snæfellsjökulsþjóðgarði á ári þar sem fullkomið fjarskiptaleysi ríkir. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar vonar að hægt verði að fara í úrbætur í sumar en hið dauða svæði hefur plagað vegfarendur og viðbragðsaðila um árabil. Tvö slys urðu á svæðinu í fyrra þar sem ekki var hægt að hringja eftir aðstoð. „Þarna við Dritvík og Djúpalónssand koma mjög margir ferðamenn. Vonandi verður þetta dekkað í sumar en við erum að vinna í útreikningum og það er ekki búið að taka ákvörðun enn þá,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hann segir málið nokkuð flókið en að Neyðarlínan sé búin að reisa 80 fjarskiptastöðvar um landið í samvinnu við Fjarskiptasjóð og fjarskiptafélögin á undanförnum árum. „Við erum að holufylla og bæta svona staði. Við viljum auðvitað að fólk geti hringt eftir aðstoð. Þú getur bara ímyndað þér að keyra út af í hálku og vitlausu veðri, þá labbar þú ekki fimm kílómetra eftir símasambandi.“Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Vísir/ErnirÞórhallur segir þetta eitt af mörgum verkefnum sem unnið hafi verið að um nokkra hríð í samvinnu við marga aðila. Að mörgu sé þó að huga. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að bæta úr þannig að þessi dauðu svæði minnki. Það voru tvö slys þarna í fyrra og það er óþægilegt. Þú getur ímyndað þér að keyra með einhverjum sem fær heilablóðfall og þú þarft að keyra nokkra kílómetra til að ná símasambandi. Þetta er líka vont fyrir lögreglu og sjúkraflutningamenn að vera ekki í tetrasambandi á svæðinu. Það eru nokkrir svona staðir á landinu og við höfum verið að pilla út einn og einn. En við höfum ekki óendanleg fjárráð í þetta og erum að forgangsraða.“ Þórhallur segir þó að miðað við það sem gengur og gerist séu Íslendingar mun betur settir en flestar þjóðir hvað þetta varðar. Varðandi kaflann á Snæfellsnesi segir Þórhallur málið viðkvæmt og ganga þurfi frá öllum leyfum. Um sé þó að ræða jörð í eigu ríkisins svo það ætti ekki að vera vandamál. „Það kostar heilmikinn pening. Þegar menn byrjuðu á þessari gsm-væðingu fóru þeir á staði sem voru fyrir með rafmagn en voru ekki endilega að velja staðina með tilliti til þessara þarfa sem við erum með til að ná sem bestri dekkun í gsm. Það þarf að draga niður rafstreng, koma ljósleiðara að, byggja hús og mastur og þetta kostar allt sitt.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um tíu kílómetra kafla í Snæfellsjökulsþjóðgarði á ári þar sem fullkomið fjarskiptaleysi ríkir. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar vonar að hægt verði að fara í úrbætur í sumar en hið dauða svæði hefur plagað vegfarendur og viðbragðsaðila um árabil. Tvö slys urðu á svæðinu í fyrra þar sem ekki var hægt að hringja eftir aðstoð. „Þarna við Dritvík og Djúpalónssand koma mjög margir ferðamenn. Vonandi verður þetta dekkað í sumar en við erum að vinna í útreikningum og það er ekki búið að taka ákvörðun enn þá,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hann segir málið nokkuð flókið en að Neyðarlínan sé búin að reisa 80 fjarskiptastöðvar um landið í samvinnu við Fjarskiptasjóð og fjarskiptafélögin á undanförnum árum. „Við erum að holufylla og bæta svona staði. Við viljum auðvitað að fólk geti hringt eftir aðstoð. Þú getur bara ímyndað þér að keyra út af í hálku og vitlausu veðri, þá labbar þú ekki fimm kílómetra eftir símasambandi.“Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Vísir/ErnirÞórhallur segir þetta eitt af mörgum verkefnum sem unnið hafi verið að um nokkra hríð í samvinnu við marga aðila. Að mörgu sé þó að huga. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að bæta úr þannig að þessi dauðu svæði minnki. Það voru tvö slys þarna í fyrra og það er óþægilegt. Þú getur ímyndað þér að keyra með einhverjum sem fær heilablóðfall og þú þarft að keyra nokkra kílómetra til að ná símasambandi. Þetta er líka vont fyrir lögreglu og sjúkraflutningamenn að vera ekki í tetrasambandi á svæðinu. Það eru nokkrir svona staðir á landinu og við höfum verið að pilla út einn og einn. En við höfum ekki óendanleg fjárráð í þetta og erum að forgangsraða.“ Þórhallur segir þó að miðað við það sem gengur og gerist séu Íslendingar mun betur settir en flestar þjóðir hvað þetta varðar. Varðandi kaflann á Snæfellsnesi segir Þórhallur málið viðkvæmt og ganga þurfi frá öllum leyfum. Um sé þó að ræða jörð í eigu ríkisins svo það ætti ekki að vera vandamál. „Það kostar heilmikinn pening. Þegar menn byrjuðu á þessari gsm-væðingu fóru þeir á staði sem voru fyrir með rafmagn en voru ekki endilega að velja staðina með tilliti til þessara þarfa sem við erum með til að ná sem bestri dekkun í gsm. Það þarf að draga niður rafstreng, koma ljósleiðara að, byggja hús og mastur og þetta kostar allt sitt.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira