Jeremy Stephens með umdeilt rothögg á Josh Emmett Pétur Marinó Jónsson skrifar 25. febrúar 2018 04:35 Jeremy Stephens fagnar sigrinum. Vísir/Getty Jeremy Stephens sigraði Josh Emmett í nótt í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Orlando. Sigurinn var þó umdeildur þar sem nokkur högg Stephens virtust ólögleg. UFC var með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Orlando. Þeir Jeremy Stephens og Josh Emmett mættust í aðalbardaga kvöldsins en bardaginn fór fram í 66 kg fjaðurvigt. Þó Stephens sé yngri en Emmett var þetta 41. bardagi þess fyrrnefnda en aðeins 15. bardagi þess síðarnefnda. Emmett byrjaði bardagann vel og tókst að slá Stephens niður í 1. lotu. Sjálfstraustið fór vaxandi hjá Emmett en eftir rúma mínútu í 2. lotu tókst Stephens að slá Emmett niður. Stephens kláraði svo bardagann með höggum í gólfinu og bardaginn stöðvaður eftir 1:35 í 2. lotu. Stephens var þó heppinn að vera ekki dæmdur úr leik. Er Emmett var á báðum hnjám á gólfinu reyndi Stephens hnéspark sem rétt svo strauk höfuð Emmett. Hefði Stephens hitt hefði hann verið umsvifalaust dæmdur úr leik enda óleyfilegt að sparka í höfuð liggjandi andstæðings. Þá voru tveir olnbogar sem hittu í hnakkann en bannað er að kýla eða sparka í hnakka andstæðingsins. Þó Stephens hafi ekki smellhitt með hnésparkinu var gjörningurinn samt ólöglegur og spurning hvort dómarinn hefði mátt gera betur. Sigurinn mun þó að öllum líkindum standa en deilt verður um sigurinn. Liðsfélagar og þjálfarar Emmett voru í það minnsta mjög ósáttir við störf dómarans eftir að hafa séð endursýningu á atvikinu. Bardagakvöldið var ekki hlaðið stórstjörnum en var engu að síður virkilega skemmtilegt. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Var Josh Emmett bara heppinn eða á hann heima meðal þeirra bestu? Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni. 24. febrúar 2018 16:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Jeremy Stephens sigraði Josh Emmett í nótt í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Orlando. Sigurinn var þó umdeildur þar sem nokkur högg Stephens virtust ólögleg. UFC var með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Orlando. Þeir Jeremy Stephens og Josh Emmett mættust í aðalbardaga kvöldsins en bardaginn fór fram í 66 kg fjaðurvigt. Þó Stephens sé yngri en Emmett var þetta 41. bardagi þess fyrrnefnda en aðeins 15. bardagi þess síðarnefnda. Emmett byrjaði bardagann vel og tókst að slá Stephens niður í 1. lotu. Sjálfstraustið fór vaxandi hjá Emmett en eftir rúma mínútu í 2. lotu tókst Stephens að slá Emmett niður. Stephens kláraði svo bardagann með höggum í gólfinu og bardaginn stöðvaður eftir 1:35 í 2. lotu. Stephens var þó heppinn að vera ekki dæmdur úr leik. Er Emmett var á báðum hnjám á gólfinu reyndi Stephens hnéspark sem rétt svo strauk höfuð Emmett. Hefði Stephens hitt hefði hann verið umsvifalaust dæmdur úr leik enda óleyfilegt að sparka í höfuð liggjandi andstæðings. Þá voru tveir olnbogar sem hittu í hnakkann en bannað er að kýla eða sparka í hnakka andstæðingsins. Þó Stephens hafi ekki smellhitt með hnésparkinu var gjörningurinn samt ólöglegur og spurning hvort dómarinn hefði mátt gera betur. Sigurinn mun þó að öllum líkindum standa en deilt verður um sigurinn. Liðsfélagar og þjálfarar Emmett voru í það minnsta mjög ósáttir við störf dómarans eftir að hafa séð endursýningu á atvikinu. Bardagakvöldið var ekki hlaðið stórstjörnum en var engu að síður virkilega skemmtilegt. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Var Josh Emmett bara heppinn eða á hann heima meðal þeirra bestu? Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni. 24. febrúar 2018 16:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Var Josh Emmett bara heppinn eða á hann heima meðal þeirra bestu? Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni. 24. febrúar 2018 16:00