Bardagakvöldið er ekki staðfest en augljóslega eru samningaviðræður um það langt komnar þar sem þjálfari Gunnars, John Kavanagh, er þegar farinn að berjast fyrir bardaga Gunnars og Till það kvöld. Það yrði þá aðalbardagi kvöldsins.
If UFC were coming to Dublin late May how would you the fans feel about a Gunni v Till main event?
— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) February 23, 2018
„Ég verð klár eftir svona þrjár vikur og þá get ég byrjað að æfa. Ef UFC bókar mig núna þá verð ég tilbúinn eftir 6-8 vikur í bardaga,“ sagði Till en hann er spenntur fyrir því að mæta okkar manni í Dyflinni.
„Það hljómar vel. Ég verð tilbúinn í maí. Ég mun vinna þá og svo berjast um titilinn. Ég er að vonast til að mæta Mike Perry eða Stephen Thompson. Jafnvel í Dublin. Ég mun líka berjast við Gunnar. Komdu, Gunni. Látum þetta gerast. Ég skal berjast við Gunnar í Dublin.“