Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Hersir Aron Ólafsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 26. febrúar 2018 22:49 Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. Talið er að yfir 550 manns hafi látist á síðustu átta dögum í árásum á Ghouta-svæðið í grennd við höfuðborgina Damaskus. Talið er að á meðal þeirra séu um annað hundrað börn. Hátt í fjögur hundruð þúsund saklausir borgarar sitja fastir í Ghouta en svæðið lýtur stjórn uppreisnarmanna. Sýrlandsher hefur ekki látið samhljóða ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, um þrjátíu daga vopnahlé, stöðva sig í að gera nánast linnulausar árásir á svæðið. Sýrlensk stjórnvöld njóta stuðnings Rússa í baráttu sinni við uppreisnarmenn en með tillögu sinni vill Pútín gefa saklausum borgurum færi á að flýja heimili sín. Þannig er að því stefnt að gert verði hlé á sprengjuflóðinu á milli klukkan níu á morgnanna og tvö um eftirmiðdaginn, frá og með morgundeginum. Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans í Sýrlandi munu aðstoða þá sem hyggjast flýja heimili sín í Ghouta með því að dreifa upplýsingum í gegnum SMS-skilaboð, myndbönd og með bæklingum. Þá munu þeir hjálpa við að koma í gagnið svokölluðum „mannúðlegum gangi“ sem borgarar geta nýtt til þess að flýja.Svæðið sem „helvíti á jörðu“ Heilbrigðisstarfsmenn hafa greint frá því að nokkur fjöldi sjúklinga, þar á meðal börn, hafi sýnt einkenni sem benda til þess að efnavopn hafa verið notuð í árásir. Þetta hefur þó ekki verið staðfest en Rússar segja að um fals-fréttir sé að ræða. Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að svæðið væri „sem helvíti á jörðu“. „Austur-Ghouta getur ekki beðið, það er löngu tímabært að stöðva þetta helvíti á jörð,“ sagði Guterres í dag. Sýrland Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. Talið er að yfir 550 manns hafi látist á síðustu átta dögum í árásum á Ghouta-svæðið í grennd við höfuðborgina Damaskus. Talið er að á meðal þeirra séu um annað hundrað börn. Hátt í fjögur hundruð þúsund saklausir borgarar sitja fastir í Ghouta en svæðið lýtur stjórn uppreisnarmanna. Sýrlandsher hefur ekki látið samhljóða ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, um þrjátíu daga vopnahlé, stöðva sig í að gera nánast linnulausar árásir á svæðið. Sýrlensk stjórnvöld njóta stuðnings Rússa í baráttu sinni við uppreisnarmenn en með tillögu sinni vill Pútín gefa saklausum borgurum færi á að flýja heimili sín. Þannig er að því stefnt að gert verði hlé á sprengjuflóðinu á milli klukkan níu á morgnanna og tvö um eftirmiðdaginn, frá og með morgundeginum. Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans í Sýrlandi munu aðstoða þá sem hyggjast flýja heimili sín í Ghouta með því að dreifa upplýsingum í gegnum SMS-skilaboð, myndbönd og með bæklingum. Þá munu þeir hjálpa við að koma í gagnið svokölluðum „mannúðlegum gangi“ sem borgarar geta nýtt til þess að flýja.Svæðið sem „helvíti á jörðu“ Heilbrigðisstarfsmenn hafa greint frá því að nokkur fjöldi sjúklinga, þar á meðal börn, hafi sýnt einkenni sem benda til þess að efnavopn hafa verið notuð í árásir. Þetta hefur þó ekki verið staðfest en Rússar segja að um fals-fréttir sé að ræða. Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að svæðið væri „sem helvíti á jörðu“. „Austur-Ghouta getur ekki beðið, það er löngu tímabært að stöðva þetta helvíti á jörð,“ sagði Guterres í dag.
Sýrland Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33
Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00
Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40