Gagnrýnir að upplýsingar úr skýrslutöku lögreglu séu birtar Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. febrúar 2018 07:00 Ítarlegar upplýsingar úr skýrslutökum yfir kærendum eru birtar í gæsluvarðhaldsúrskurðinum á netinu sem greint var frá í gær. Á einum stað er nákvæmlega greint frá skyldleika eins kæranda við sakborning. Vísir/vilhelm „Ég er búinn að gera athugasemd við þetta hjá lögreglu,“segir Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður þriggja ungmenna sem hafa kært fyrrverandi starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir kynferðisofbeldi. Hann gagnrýnir að gæsluvarðhaldsúrskurður Landsréttar yfir manninum hafi verið birtur á netinu.Greint var frá úrskurðinum í fjölmiðlum í gær. Sævar kveðst hafa gert athugasemdina um leið og hann vissi af úrskurðinum. Samkvæmt úrskurði Landsréttar er maðurinn grunaður um brot gegn sjö börnum á árunum 1998 til 2012. Brotin geta varðað allt að 16 ára fangelsi. „Brot þau, sem til rannsóknar eru, yrðu að teljast svívirðileg að almenningsáliti ef sönnuð yrðu. Þegar á allt er horft þykir verða að telja nauðsynlegt vegna almannahagsmuna að taka kröfu lögreglustjóra til greina,“ segir í úrskurðinum þar sem fallist er á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar til 16. mars.Sjá einnig: Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota „Það er verið að fjalla um hluti sem koma fram í skýrslutöku hjá lögreglu og ég hefði ekki talið það tímabært að fara að fjalla um vitnisburði umbjóðenda minna hjá lögreglunni á þessu stigi málsins,“ segir Sævar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst kveða reglur dómstólsins á um að gæsluvarðhaldsúrskurðir séu birtir opinberlega, án nafna og kennitölu sakbornings eða annarra sem skýrsla er tekin af, þegar gæsluvarðhalds er krafist á grundvelli almannahagsmuna. Þegar gæsluvarðhalds er krafist á grundvelli rannsóknarhagsmuna geti lögregla krafist þess að úrskurður sé ekki birtur opinberlega. Á einum stað í úrskurðinum segir að þeir sjö einstaklingar sem hafi lagt fram kæru í málinu séu mjög misjafnlega tengdir, ýmist náskyldir, vinir eða ótengdir sín á milli. Á öðrum stað er nákvæmlega greint frá skyldleika eins kærandans við sakborning. „Það er líka athugavert,“ segir Sævar.„En það er eitt sem ég hef líka reynt að ítreka í þessu máli við fjölmiðla og það er að umbjóðendur mínir eru ekki vinir þessa manns. Þetta eru ekki vinabönd. Þau fengu ábendingar um að hann væri stuðningsfulltrúi vegna starfa hans fyrir barnaverndarnefnd og þau leituðu til hans út af því. En það eru engin vinatengsl milli þessara aðila.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Sjá meira
„Ég er búinn að gera athugasemd við þetta hjá lögreglu,“segir Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður þriggja ungmenna sem hafa kært fyrrverandi starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir kynferðisofbeldi. Hann gagnrýnir að gæsluvarðhaldsúrskurður Landsréttar yfir manninum hafi verið birtur á netinu.Greint var frá úrskurðinum í fjölmiðlum í gær. Sævar kveðst hafa gert athugasemdina um leið og hann vissi af úrskurðinum. Samkvæmt úrskurði Landsréttar er maðurinn grunaður um brot gegn sjö börnum á árunum 1998 til 2012. Brotin geta varðað allt að 16 ára fangelsi. „Brot þau, sem til rannsóknar eru, yrðu að teljast svívirðileg að almenningsáliti ef sönnuð yrðu. Þegar á allt er horft þykir verða að telja nauðsynlegt vegna almannahagsmuna að taka kröfu lögreglustjóra til greina,“ segir í úrskurðinum þar sem fallist er á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar til 16. mars.Sjá einnig: Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota „Það er verið að fjalla um hluti sem koma fram í skýrslutöku hjá lögreglu og ég hefði ekki talið það tímabært að fara að fjalla um vitnisburði umbjóðenda minna hjá lögreglunni á þessu stigi málsins,“ segir Sævar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst kveða reglur dómstólsins á um að gæsluvarðhaldsúrskurðir séu birtir opinberlega, án nafna og kennitölu sakbornings eða annarra sem skýrsla er tekin af, þegar gæsluvarðhalds er krafist á grundvelli almannahagsmuna. Þegar gæsluvarðhalds er krafist á grundvelli rannsóknarhagsmuna geti lögregla krafist þess að úrskurður sé ekki birtur opinberlega. Á einum stað í úrskurðinum segir að þeir sjö einstaklingar sem hafi lagt fram kæru í málinu séu mjög misjafnlega tengdir, ýmist náskyldir, vinir eða ótengdir sín á milli. Á öðrum stað er nákvæmlega greint frá skyldleika eins kærandans við sakborning. „Það er líka athugavert,“ segir Sævar.„En það er eitt sem ég hef líka reynt að ítreka í þessu máli við fjölmiðla og það er að umbjóðendur mínir eru ekki vinir þessa manns. Þetta eru ekki vinabönd. Þau fengu ábendingar um að hann væri stuðningsfulltrúi vegna starfa hans fyrir barnaverndarnefnd og þau leituðu til hans út af því. En það eru engin vinatengsl milli þessara aðila.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Sjá meira
Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45