Mikilvægt að tala um það sem reynir á sálina Guðný Hrönn skrifar 27. febrúar 2018 07:18 Björn Gunnar Rafnsson segir mikilvægt að fólk sem glímir við frjósemisvanda geti talað við aðra í sömu sporum. VÍSIR/ERNIR Ígærkvöldi hélt félagið Tilvera kaffihúsafund ætlaðan körlum sem eru eða hafa verið að glíma við ófrjósemi eða eiga maka með frjósemisvandamál. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn einungis fyrir karlmenn. Björn Gunnar Rafnsson, einn meðlima í stjórn Tilveru, segir frjósemisvandamál karla hafa lengi verið feimnismál og ekki verið áberandi í umræðunni. Hann segir því mikilvægt að félagið búi til vettvang fyrir karla til að ræða þessi mál sín á milli. Björn hefur verið í samtökunum Tilveru síðan í haust en hann hefur glímt við frjósemisvanda frá því árið 2006. Beðinn um að segja frá sínum bakgrunni og ástæðuna fyrir því að hann er í Tilveru segir hann: „Árið 2006, þegar ég bjó í Bretlandi, fór ég í „tékk“ þegar ég og þáverandi konan mín höfðum reynt að eignast barn í tvö ár en ekkert gekk. Læknirinn tilkynnti mér að það væri engin sæðisframleiðsla. Ég hélt í nokkrar vikur að það væri engin framleiðsla og það væri ekkert hægt að gera,“ segir Björn. „En í ljós kom, þegar ég hitti sérfræðing, að læknirinn hafði lesið vitlaust af blaðinu. Sérfræðingurinn leiðrétti þetta og sagði mér að um litla framleiðslu væri að ræða og að ég gæti farið í tæknismásjárfrjóvgun. Við fórum svo árið 2008 í meðferð á Íslandi. Við urðum ólétt en misstum fóstrið eftir 10 vikur. Álagið á sambandið var þá orðið það mikið að við skildum út frá þessu,“ útskýrir Björn sem á í dag eins árs stelpu með núverandi eiginkonu sinni, Sólbjörtu Ósk Jensdóttur. Dóttir okkar kom í heiminn í gegnum smásjárfrjóvgun. Við fórum í meðferð hjá Art Medica, sem heitir Livio Reykjavík í dag. Þar fékk ég hormónalyf sem ég tók í heilt ár sem auka sæðisframleiðsluna,“ segir Björn sem bendir á að það séu til lausnir fyrir þá menn sem eru með litla sæðisframleiðslu Hefur talað opinskátt í 12 ár Björn segir ófrjósemi reyna mikið á sálina og þá sé gott að geta rætt hlutina við fólk í sömu sporum. „Við í Tilveru erum núna að reyna að gefa karlmönnum tækifæri til að tala meira. Þetta er bara eitthvað sem er ekki rætt,“ útskýrir Björn sem hefur talað opinskátt um hlutina í 12 ár. „Ég hef sagt öllum sem vilja heyra frá minni reynslu og aldrei hef ég heyrt karlmann segja mér á móti að hann sé með sæðisframleiðslu undir meðallagi. Þetta er svo rosalega mikið feimnismál.“ Björn er vongóður um að karlakaffihúsahittingar Tilveru muni vekja lukku. „Þessir fundir eru ætlaðir fyrir karla sem vilja spjalla og mögulega segja frá sinni reynslu og heyra frá öðrum.“ Spurður út í hvort einhver ákveðin mál verði tekin fyrir á fundunum svarar Björn neitandi. „Nei, þetta verður bara spjall. En þar sem þetta eru bara karlmenn þá held ég það verði að stýra þessu svolítið, svo þetta breytist ekki bara í eitthvert fótboltatal,“ segir hann og hlær. Frjósemi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Ígærkvöldi hélt félagið Tilvera kaffihúsafund ætlaðan körlum sem eru eða hafa verið að glíma við ófrjósemi eða eiga maka með frjósemisvandamál. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn einungis fyrir karlmenn. Björn Gunnar Rafnsson, einn meðlima í stjórn Tilveru, segir frjósemisvandamál karla hafa lengi verið feimnismál og ekki verið áberandi í umræðunni. Hann segir því mikilvægt að félagið búi til vettvang fyrir karla til að ræða þessi mál sín á milli. Björn hefur verið í samtökunum Tilveru síðan í haust en hann hefur glímt við frjósemisvanda frá því árið 2006. Beðinn um að segja frá sínum bakgrunni og ástæðuna fyrir því að hann er í Tilveru segir hann: „Árið 2006, þegar ég bjó í Bretlandi, fór ég í „tékk“ þegar ég og þáverandi konan mín höfðum reynt að eignast barn í tvö ár en ekkert gekk. Læknirinn tilkynnti mér að það væri engin sæðisframleiðsla. Ég hélt í nokkrar vikur að það væri engin framleiðsla og það væri ekkert hægt að gera,“ segir Björn. „En í ljós kom, þegar ég hitti sérfræðing, að læknirinn hafði lesið vitlaust af blaðinu. Sérfræðingurinn leiðrétti þetta og sagði mér að um litla framleiðslu væri að ræða og að ég gæti farið í tæknismásjárfrjóvgun. Við fórum svo árið 2008 í meðferð á Íslandi. Við urðum ólétt en misstum fóstrið eftir 10 vikur. Álagið á sambandið var þá orðið það mikið að við skildum út frá þessu,“ útskýrir Björn sem á í dag eins árs stelpu með núverandi eiginkonu sinni, Sólbjörtu Ósk Jensdóttur. Dóttir okkar kom í heiminn í gegnum smásjárfrjóvgun. Við fórum í meðferð hjá Art Medica, sem heitir Livio Reykjavík í dag. Þar fékk ég hormónalyf sem ég tók í heilt ár sem auka sæðisframleiðsluna,“ segir Björn sem bendir á að það séu til lausnir fyrir þá menn sem eru með litla sæðisframleiðslu Hefur talað opinskátt í 12 ár Björn segir ófrjósemi reyna mikið á sálina og þá sé gott að geta rætt hlutina við fólk í sömu sporum. „Við í Tilveru erum núna að reyna að gefa karlmönnum tækifæri til að tala meira. Þetta er bara eitthvað sem er ekki rætt,“ útskýrir Björn sem hefur talað opinskátt um hlutina í 12 ár. „Ég hef sagt öllum sem vilja heyra frá minni reynslu og aldrei hef ég heyrt karlmann segja mér á móti að hann sé með sæðisframleiðslu undir meðallagi. Þetta er svo rosalega mikið feimnismál.“ Björn er vongóður um að karlakaffihúsahittingar Tilveru muni vekja lukku. „Þessir fundir eru ætlaðir fyrir karla sem vilja spjalla og mögulega segja frá sinni reynslu og heyra frá öðrum.“ Spurður út í hvort einhver ákveðin mál verði tekin fyrir á fundunum svarar Björn neitandi. „Nei, þetta verður bara spjall. En þar sem þetta eru bara karlmenn þá held ég það verði að stýra þessu svolítið, svo þetta breytist ekki bara í eitthvert fótboltatal,“ segir hann og hlær.
Frjósemi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira