Mikilvægt að tala um það sem reynir á sálina Guðný Hrönn skrifar 27. febrúar 2018 07:18 Björn Gunnar Rafnsson segir mikilvægt að fólk sem glímir við frjósemisvanda geti talað við aðra í sömu sporum. VÍSIR/ERNIR Ígærkvöldi hélt félagið Tilvera kaffihúsafund ætlaðan körlum sem eru eða hafa verið að glíma við ófrjósemi eða eiga maka með frjósemisvandamál. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn einungis fyrir karlmenn. Björn Gunnar Rafnsson, einn meðlima í stjórn Tilveru, segir frjósemisvandamál karla hafa lengi verið feimnismál og ekki verið áberandi í umræðunni. Hann segir því mikilvægt að félagið búi til vettvang fyrir karla til að ræða þessi mál sín á milli. Björn hefur verið í samtökunum Tilveru síðan í haust en hann hefur glímt við frjósemisvanda frá því árið 2006. Beðinn um að segja frá sínum bakgrunni og ástæðuna fyrir því að hann er í Tilveru segir hann: „Árið 2006, þegar ég bjó í Bretlandi, fór ég í „tékk“ þegar ég og þáverandi konan mín höfðum reynt að eignast barn í tvö ár en ekkert gekk. Læknirinn tilkynnti mér að það væri engin sæðisframleiðsla. Ég hélt í nokkrar vikur að það væri engin framleiðsla og það væri ekkert hægt að gera,“ segir Björn. „En í ljós kom, þegar ég hitti sérfræðing, að læknirinn hafði lesið vitlaust af blaðinu. Sérfræðingurinn leiðrétti þetta og sagði mér að um litla framleiðslu væri að ræða og að ég gæti farið í tæknismásjárfrjóvgun. Við fórum svo árið 2008 í meðferð á Íslandi. Við urðum ólétt en misstum fóstrið eftir 10 vikur. Álagið á sambandið var þá orðið það mikið að við skildum út frá þessu,“ útskýrir Björn sem á í dag eins árs stelpu með núverandi eiginkonu sinni, Sólbjörtu Ósk Jensdóttur. Dóttir okkar kom í heiminn í gegnum smásjárfrjóvgun. Við fórum í meðferð hjá Art Medica, sem heitir Livio Reykjavík í dag. Þar fékk ég hormónalyf sem ég tók í heilt ár sem auka sæðisframleiðsluna,“ segir Björn sem bendir á að það séu til lausnir fyrir þá menn sem eru með litla sæðisframleiðslu Hefur talað opinskátt í 12 ár Björn segir ófrjósemi reyna mikið á sálina og þá sé gott að geta rætt hlutina við fólk í sömu sporum. „Við í Tilveru erum núna að reyna að gefa karlmönnum tækifæri til að tala meira. Þetta er bara eitthvað sem er ekki rætt,“ útskýrir Björn sem hefur talað opinskátt um hlutina í 12 ár. „Ég hef sagt öllum sem vilja heyra frá minni reynslu og aldrei hef ég heyrt karlmann segja mér á móti að hann sé með sæðisframleiðslu undir meðallagi. Þetta er svo rosalega mikið feimnismál.“ Björn er vongóður um að karlakaffihúsahittingar Tilveru muni vekja lukku. „Þessir fundir eru ætlaðir fyrir karla sem vilja spjalla og mögulega segja frá sinni reynslu og heyra frá öðrum.“ Spurður út í hvort einhver ákveðin mál verði tekin fyrir á fundunum svarar Björn neitandi. „Nei, þetta verður bara spjall. En þar sem þetta eru bara karlmenn þá held ég það verði að stýra þessu svolítið, svo þetta breytist ekki bara í eitthvert fótboltatal,“ segir hann og hlær. Frjósemi Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Ígærkvöldi hélt félagið Tilvera kaffihúsafund ætlaðan körlum sem eru eða hafa verið að glíma við ófrjósemi eða eiga maka með frjósemisvandamál. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn einungis fyrir karlmenn. Björn Gunnar Rafnsson, einn meðlima í stjórn Tilveru, segir frjósemisvandamál karla hafa lengi verið feimnismál og ekki verið áberandi í umræðunni. Hann segir því mikilvægt að félagið búi til vettvang fyrir karla til að ræða þessi mál sín á milli. Björn hefur verið í samtökunum Tilveru síðan í haust en hann hefur glímt við frjósemisvanda frá því árið 2006. Beðinn um að segja frá sínum bakgrunni og ástæðuna fyrir því að hann er í Tilveru segir hann: „Árið 2006, þegar ég bjó í Bretlandi, fór ég í „tékk“ þegar ég og þáverandi konan mín höfðum reynt að eignast barn í tvö ár en ekkert gekk. Læknirinn tilkynnti mér að það væri engin sæðisframleiðsla. Ég hélt í nokkrar vikur að það væri engin framleiðsla og það væri ekkert hægt að gera,“ segir Björn. „En í ljós kom, þegar ég hitti sérfræðing, að læknirinn hafði lesið vitlaust af blaðinu. Sérfræðingurinn leiðrétti þetta og sagði mér að um litla framleiðslu væri að ræða og að ég gæti farið í tæknismásjárfrjóvgun. Við fórum svo árið 2008 í meðferð á Íslandi. Við urðum ólétt en misstum fóstrið eftir 10 vikur. Álagið á sambandið var þá orðið það mikið að við skildum út frá þessu,“ útskýrir Björn sem á í dag eins árs stelpu með núverandi eiginkonu sinni, Sólbjörtu Ósk Jensdóttur. Dóttir okkar kom í heiminn í gegnum smásjárfrjóvgun. Við fórum í meðferð hjá Art Medica, sem heitir Livio Reykjavík í dag. Þar fékk ég hormónalyf sem ég tók í heilt ár sem auka sæðisframleiðsluna,“ segir Björn sem bendir á að það séu til lausnir fyrir þá menn sem eru með litla sæðisframleiðslu Hefur talað opinskátt í 12 ár Björn segir ófrjósemi reyna mikið á sálina og þá sé gott að geta rætt hlutina við fólk í sömu sporum. „Við í Tilveru erum núna að reyna að gefa karlmönnum tækifæri til að tala meira. Þetta er bara eitthvað sem er ekki rætt,“ útskýrir Björn sem hefur talað opinskátt um hlutina í 12 ár. „Ég hef sagt öllum sem vilja heyra frá minni reynslu og aldrei hef ég heyrt karlmann segja mér á móti að hann sé með sæðisframleiðslu undir meðallagi. Þetta er svo rosalega mikið feimnismál.“ Björn er vongóður um að karlakaffihúsahittingar Tilveru muni vekja lukku. „Þessir fundir eru ætlaðir fyrir karla sem vilja spjalla og mögulega segja frá sinni reynslu og heyra frá öðrum.“ Spurður út í hvort einhver ákveðin mál verði tekin fyrir á fundunum svarar Björn neitandi. „Nei, þetta verður bara spjall. En þar sem þetta eru bara karlmenn þá held ég það verði að stýra þessu svolítið, svo þetta breytist ekki bara í eitthvert fótboltatal,“ segir hann og hlær.
Frjósemi Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira