Frestur til uppsagna kjarasamninga þorra verkafólks að renna út Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2018 11:59 Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ. Vísir/Vilhelm Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. Forseti Alþýðusambandsins segir að ef koma eigi í veg fyrir uppsögn samnnga þurfi að koma uppbyggileg svör frá stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins fyrir formannafund í fyrrmálið. Fulltrúar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað innan endurskoðunarnefndar gildandi kjarasamninga undanfranar vikur og einnig átt fjölda funda með leiðtogum ríkisstjórnarinnar. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að seinni partinn í dag og í kvöld muni einstök aðildarfélög innan ASÍ funda með sínu félagsfólki fyrir fund um sextíu formanna verkalýðsfélaga innan ASÍ sem hefst klukkan ellefu í fyrramálið. Ögurstund vegna mögulegra uppsagna kjarasamninga nálgast því frestur til uppsagna rennur út klukkan fjögur á morgun. „Já, já. Þetta ár sem við frestuðum þessum forsendubresti í fyrra er bara að líða núna og þá þarf að taka afstöðu og við erum að vinna í því.“Það er eins og komið hefur fram; að ef það yrði niðurstaðan að samningum verði sagt upp þá gildir það strax frá og með 1. mars? „Já, þá eru félögin laus af því mog geta þá hafið bæði undirbúning kröfugerðar og sett fram. Kröfur. Launahækkun samkvæmt kjarasamningi ætti að vera 1. maí þannig að menn hafa þá tíma til að setja ferlið í gang til að freista þess að ná að ljúka samningi ef til þess kemur fyrir þann tíma,“ segir Gylfi. Miðstjórn Alþýðusambandsins komst að þeirri niðurstöðu um miðja síðustu viku að forsendur gildandi samninga væru brostnar að óbreyttu en Samtök atvinnulífsins segja svo ekki vera. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax. Gylfi segir skiptar skoðanir innan félaganna í Alþýðusambandinu um hvort segja beri upp samningum. „Það hefur alla vega legið ljíst fyrir. Það er meðal annars þess vegna sem við erum að boða til formannafundar með tillögu um að þessi ákvörðun verði tekin í atkvæðagreiðslu á þeim fundi. Einfaldlega til að virða að það eru um þetta skiptar skoðanir. En það breytir því ekki að í lýðræðislegri hreyfingu er það meirihlutinn sem verður að fá að ráða niðurstöðunni. Í hvora áttina sem það er,“ segir forseti ASÍ. Viðræðuskylda hvíli á ASÍ þegar sambandið komist að þeirri niðurstöðu að forsendur samninga hafi brostið. Því sé beðið svara bæði frá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum eftir fundi með þeim. „Það sem hefur farið út af á þessu tímabili er að stjórnvöld hafa verið að skerða í gegnum skattleysismörk, barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisbætur ýmislegt af því sem við máttum reikna með að yrði þessu fólki aðgengilegt. En hefur ekki verið það,“ segir Gylfi. Forsendubresturinn verði því þrátt fyrir að tekist hafi að hækka lægstu launin og gera betur fyrir þá tekjulægstu. „Þá hafa stjórnvöld tekið það til baka með ýmsum skerðingum. Þess vegna höfum við kallað stjórnvöld til ábyrgðar um aðkomu á lausn á þessum vanda,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. Forseti Alþýðusambandsins segir að ef koma eigi í veg fyrir uppsögn samnnga þurfi að koma uppbyggileg svör frá stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins fyrir formannafund í fyrrmálið. Fulltrúar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað innan endurskoðunarnefndar gildandi kjarasamninga undanfranar vikur og einnig átt fjölda funda með leiðtogum ríkisstjórnarinnar. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að seinni partinn í dag og í kvöld muni einstök aðildarfélög innan ASÍ funda með sínu félagsfólki fyrir fund um sextíu formanna verkalýðsfélaga innan ASÍ sem hefst klukkan ellefu í fyrramálið. Ögurstund vegna mögulegra uppsagna kjarasamninga nálgast því frestur til uppsagna rennur út klukkan fjögur á morgun. „Já, já. Þetta ár sem við frestuðum þessum forsendubresti í fyrra er bara að líða núna og þá þarf að taka afstöðu og við erum að vinna í því.“Það er eins og komið hefur fram; að ef það yrði niðurstaðan að samningum verði sagt upp þá gildir það strax frá og með 1. mars? „Já, þá eru félögin laus af því mog geta þá hafið bæði undirbúning kröfugerðar og sett fram. Kröfur. Launahækkun samkvæmt kjarasamningi ætti að vera 1. maí þannig að menn hafa þá tíma til að setja ferlið í gang til að freista þess að ná að ljúka samningi ef til þess kemur fyrir þann tíma,“ segir Gylfi. Miðstjórn Alþýðusambandsins komst að þeirri niðurstöðu um miðja síðustu viku að forsendur gildandi samninga væru brostnar að óbreyttu en Samtök atvinnulífsins segja svo ekki vera. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax. Gylfi segir skiptar skoðanir innan félaganna í Alþýðusambandinu um hvort segja beri upp samningum. „Það hefur alla vega legið ljíst fyrir. Það er meðal annars þess vegna sem við erum að boða til formannafundar með tillögu um að þessi ákvörðun verði tekin í atkvæðagreiðslu á þeim fundi. Einfaldlega til að virða að það eru um þetta skiptar skoðanir. En það breytir því ekki að í lýðræðislegri hreyfingu er það meirihlutinn sem verður að fá að ráða niðurstöðunni. Í hvora áttina sem það er,“ segir forseti ASÍ. Viðræðuskylda hvíli á ASÍ þegar sambandið komist að þeirri niðurstöðu að forsendur samninga hafi brostið. Því sé beðið svara bæði frá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum eftir fundi með þeim. „Það sem hefur farið út af á þessu tímabili er að stjórnvöld hafa verið að skerða í gegnum skattleysismörk, barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisbætur ýmislegt af því sem við máttum reikna með að yrði þessu fólki aðgengilegt. En hefur ekki verið það,“ segir Gylfi. Forsendubresturinn verði því þrátt fyrir að tekist hafi að hækka lægstu launin og gera betur fyrir þá tekjulægstu. „Þá hafa stjórnvöld tekið það til baka með ýmsum skerðingum. Þess vegna höfum við kallað stjórnvöld til ábyrgðar um aðkomu á lausn á þessum vanda,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15