Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2018 18:26 Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson Vísir/eyþór Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. Á þetta að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins en frestur til þess að segja upp kjarasamningum um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum rennur út á morgun. Fulltrúar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað innan endurskoðunarnefndar gildandi kjarasamninga undanfarnar vikur og einnig átt fjölda funda með leiðtogum ríkisstjórnarinnar. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax.Sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í samtali við Vísi í dag að ef koma ætti í veg fyrir uppsögn samninga þyrftiað koma uppbyggileg svör frá stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins fyrir formannafund í fyrramálið. Ríkisstjórnin kynnti útspil sitt nú síðdegis en boðað var til blaðamannafundar með skömmum fyrirfara. Í tilkynningu sem send var á fjölmiðla eftir fundinn lýsir ríkisstjórnin yfir vilja sínum til að vinna með aðilum vinnumarkaðarins að því markmiði að auka kaupmátt á grundvelli lágrar verðbólgu og vaxta og stöðugs gengis með félagslega velferð að leiðarljósi.Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ.visir/anton brinkBoða endurskoðun tekjuskattskerfisins Er boðað til fjórþættra aðgerða í velferðarmálum á vinnumarkaði á yfirstandandi ári. Eru stjórnvöld reiðubúin til að hækka hámarksfjárhæð mánaðarlegra greiðslna úr Ábyrgðasjóði launa án þess að samtímis sé hreyft við því gjaldi sem greitt er til sjóðsins. Hámarksgreiðsla er nú 385 þúsund krónur á mánuði vegna launamissis í allt að þrjá mánuði, auk tryggingar á greiðslu orlofs allt að 617 þúsund krónur. Hámarksgreiðsla á mánuði verður 633 þúsund krónur og gildir frá 1. júlí 2018. Þá verða atvinnuleysisbætur hækkaðar en ákvörðun um breytingar á fjárhæðum atvinnuleysistrygginga felur í sér að bætur hækki og verði 90 prósent af dagvinnutekjutryggingu og tekur breytingin gildi frá 1. maí næstkomandi. Einnig verður hafin endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi persónuafsláttar og samspili við bótakerfi sem ætlað er að styðja við tekjulægri hópa. Meðal þess sem skoðað verður er að sett verði á fót heildstætt kerfi er taki jafnt til stuðnings hins opinbera við barnafjölskyldur og stuðnings vegna húsnæðiskostnaðar, hvort heldur er fyrir íbúðareigendur eða leigjendur. Ætlunin er að ljúka þessari vinnu á haustmánuðum 2018 áður en fjárlög ársins 2019 verða afgreidd. Einnig verður gerð úttekt á stöðu Fræðslusjóðs og Vinnustaðanámssjóðs með tilliti til skilvirkni og árangurs en útspil ríkisstjórnarinnar má skoða nánar hér. Kjaramál Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00 Vaxandi líkur á að samningum verði sagt upp ASÍ og SA sammála um að vera ósammála 27. febrúar 2018 14:11 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Sjá meira
Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. Á þetta að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins en frestur til þess að segja upp kjarasamningum um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum rennur út á morgun. Fulltrúar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað innan endurskoðunarnefndar gildandi kjarasamninga undanfarnar vikur og einnig átt fjölda funda með leiðtogum ríkisstjórnarinnar. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax.Sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í samtali við Vísi í dag að ef koma ætti í veg fyrir uppsögn samninga þyrftiað koma uppbyggileg svör frá stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins fyrir formannafund í fyrramálið. Ríkisstjórnin kynnti útspil sitt nú síðdegis en boðað var til blaðamannafundar með skömmum fyrirfara. Í tilkynningu sem send var á fjölmiðla eftir fundinn lýsir ríkisstjórnin yfir vilja sínum til að vinna með aðilum vinnumarkaðarins að því markmiði að auka kaupmátt á grundvelli lágrar verðbólgu og vaxta og stöðugs gengis með félagslega velferð að leiðarljósi.Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ.visir/anton brinkBoða endurskoðun tekjuskattskerfisins Er boðað til fjórþættra aðgerða í velferðarmálum á vinnumarkaði á yfirstandandi ári. Eru stjórnvöld reiðubúin til að hækka hámarksfjárhæð mánaðarlegra greiðslna úr Ábyrgðasjóði launa án þess að samtímis sé hreyft við því gjaldi sem greitt er til sjóðsins. Hámarksgreiðsla er nú 385 þúsund krónur á mánuði vegna launamissis í allt að þrjá mánuði, auk tryggingar á greiðslu orlofs allt að 617 þúsund krónur. Hámarksgreiðsla á mánuði verður 633 þúsund krónur og gildir frá 1. júlí 2018. Þá verða atvinnuleysisbætur hækkaðar en ákvörðun um breytingar á fjárhæðum atvinnuleysistrygginga felur í sér að bætur hækki og verði 90 prósent af dagvinnutekjutryggingu og tekur breytingin gildi frá 1. maí næstkomandi. Einnig verður hafin endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi persónuafsláttar og samspili við bótakerfi sem ætlað er að styðja við tekjulægri hópa. Meðal þess sem skoðað verður er að sett verði á fót heildstætt kerfi er taki jafnt til stuðnings hins opinbera við barnafjölskyldur og stuðnings vegna húsnæðiskostnaðar, hvort heldur er fyrir íbúðareigendur eða leigjendur. Ætlunin er að ljúka þessari vinnu á haustmánuðum 2018 áður en fjárlög ársins 2019 verða afgreidd. Einnig verður gerð úttekt á stöðu Fræðslusjóðs og Vinnustaðanámssjóðs með tilliti til skilvirkni og árangurs en útspil ríkisstjórnarinnar má skoða nánar hér.
Kjaramál Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00 Vaxandi líkur á að samningum verði sagt upp ASÍ og SA sammála um að vera ósammála 27. febrúar 2018 14:11 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Sjá meira
Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00
Vaxandi líkur á að samningum verði sagt upp ASÍ og SA sammála um að vera ósammála 27. febrúar 2018 14:11