Ríkisstjórnin býður hækkun atvinnuleysisbóta og samráð um breytingar á sköttum og bótum Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2018 18:57 Stjórnvöld eru reiðubúin að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. Um sextíu formenn verkalýðsfélaga innan ASÍ ákveða framhald samninga á morgun. Aðilar vinnumarkaðarins hafa átt fjölda funda með stjórnvöldum á undanförnum vikum. Forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk hins vegar störfum í ágreiningi í dag þar sem ASÍ telur forsendur samninga brostnar að óbreyttu en atvinnurekendur telja svo ekki vera. Samningar á almennum markaði hafi verið leiðandi og kaupmáttur aukist í samræmi við markmið. Um 60 formenn aðildarfélaga ASÍ ákveða á morgun hvort samningum verði sagt upp. Og nú þegar tæpur sólarhringur er þar til frestur til að segja upp kjarasamningum rennur út, komu forystumenn í Alþýðusambandinu til fundar með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu síðdegis. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði að loknum fundi að ríkisstjórnin hefði kynnt aðgerðir sem nú þegar sé til fé inni fyrir.Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ.visir/anton brink„Stjórnvöld voru þá núna að tilkynna okkur ákvörðun sína um að koma til móts við hækkun atvinnuleysisbóta. Þær verði settar í 90 prósent af dagvinnutryggingu. Það þýðir tæplega 50 þúsund króna hækkun á atvinnuleysisbótum 1. maí. Og að færa þá Ábyrgðasjóð launa upp í það sem hann ætti að vera, 635 þúsund. En hámarkið í dag er ekki nema 385 þúsund krónur. Þannig að þetta er talsvert mikil hækkun,“ segir Gylfi. Þá sé ríkisstjórnin reiðubúin að hefja viðræður um breytingar á skatta- og bótakerfi með það að markmiði að bæta kjör þeirra verst settu og framlög til fræðslusjóða. Þetta geti vissulega létt undir í stöðunni. „Auðvitað hefði ég viljað sjá hækkun á fæðingarorlofi og lengingu á tímabilinu. En við verðum að horfast í augu við að það þarf að setjast yfir það. Þar vantar iðgjald til að mæta því. En þarna er þá verið að koma til móts við okkur, bæði atvinnuleysistryggingasjóður og Ábyrgðasjóður launa hafa tekjur til að standa undir þessum ákvörðunum,“ segir Gylfi.Staðan verður erfiðari ef samningum verður sagt uppKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að hækka atvinnuleysisbætur og greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa eins og ASÍ hafi sett á oddinn varðandi félagslegar umbætur. Um leið vilji ríkisstjórnin halda áfram góðum viðræðum við aðila vinnumarkaðarins sem m.a. hafi skilað breytingum á kjararáði. „Og viljum eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar og samspil skattkerfisins við bótakerfið. Barnabætur og húsnæðisbætur. Þannig að við getum betur tryggt stöðu lægri millitekjuhópa og lágtekjuhópa í samfélaginu,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin vilji ljúka þessum viðræðum á haustmánuðum þannig að hugsanlega megi leggja til breytingar við gerð fjárlaga næsta árs.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/Ernir„Það liggur auðvitað fyrir að þeir samningar sem nú er verið að ræða eru á milli Samtaka atvinnulífsins og ASÍ. Stjórnvöld eru ekki aðilar að þeim samningum. Við erum einfaldlega að segja með þessari skýru yfirlýsingu að við erum reiðubúin að leggja okkar að mörkum í aðgerðum til að stuðla að félagslegum stöðugleika til að stuðla að aukinni sátt á vinnumarkaði,“ segir Katrín. Framhaldið veltur hins vegar á formannafundi ASÍ á morgun. En forsætisráðherra segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um atvinnuleysisbætur og greiðslur úr tryggingarsjóði launa standa. „Hin vegar liggur fyrir að samtal aðila vinnumarkaðarins verður með öðrum hætti ef hér verða vinnudeilur út árið.“Þannig að það gæti orðið erfiðara? „Ég held að það átti sig allir á því sem eru jarðtengdir,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kjaramál Tengdar fréttir Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26 Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08 Frestur til uppsagna kjarasamninga þorra verkafólks að renna út Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. 27. febrúar 2018 11:59 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Stjórnvöld eru reiðubúin að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. Um sextíu formenn verkalýðsfélaga innan ASÍ ákveða framhald samninga á morgun. Aðilar vinnumarkaðarins hafa átt fjölda funda með stjórnvöldum á undanförnum vikum. Forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk hins vegar störfum í ágreiningi í dag þar sem ASÍ telur forsendur samninga brostnar að óbreyttu en atvinnurekendur telja svo ekki vera. Samningar á almennum markaði hafi verið leiðandi og kaupmáttur aukist í samræmi við markmið. Um 60 formenn aðildarfélaga ASÍ ákveða á morgun hvort samningum verði sagt upp. Og nú þegar tæpur sólarhringur er þar til frestur til að segja upp kjarasamningum rennur út, komu forystumenn í Alþýðusambandinu til fundar með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu síðdegis. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði að loknum fundi að ríkisstjórnin hefði kynnt aðgerðir sem nú þegar sé til fé inni fyrir.Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ.visir/anton brink„Stjórnvöld voru þá núna að tilkynna okkur ákvörðun sína um að koma til móts við hækkun atvinnuleysisbóta. Þær verði settar í 90 prósent af dagvinnutryggingu. Það þýðir tæplega 50 þúsund króna hækkun á atvinnuleysisbótum 1. maí. Og að færa þá Ábyrgðasjóð launa upp í það sem hann ætti að vera, 635 þúsund. En hámarkið í dag er ekki nema 385 þúsund krónur. Þannig að þetta er talsvert mikil hækkun,“ segir Gylfi. Þá sé ríkisstjórnin reiðubúin að hefja viðræður um breytingar á skatta- og bótakerfi með það að markmiði að bæta kjör þeirra verst settu og framlög til fræðslusjóða. Þetta geti vissulega létt undir í stöðunni. „Auðvitað hefði ég viljað sjá hækkun á fæðingarorlofi og lengingu á tímabilinu. En við verðum að horfast í augu við að það þarf að setjast yfir það. Þar vantar iðgjald til að mæta því. En þarna er þá verið að koma til móts við okkur, bæði atvinnuleysistryggingasjóður og Ábyrgðasjóður launa hafa tekjur til að standa undir þessum ákvörðunum,“ segir Gylfi.Staðan verður erfiðari ef samningum verður sagt uppKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að hækka atvinnuleysisbætur og greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa eins og ASÍ hafi sett á oddinn varðandi félagslegar umbætur. Um leið vilji ríkisstjórnin halda áfram góðum viðræðum við aðila vinnumarkaðarins sem m.a. hafi skilað breytingum á kjararáði. „Og viljum eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar og samspil skattkerfisins við bótakerfið. Barnabætur og húsnæðisbætur. Þannig að við getum betur tryggt stöðu lægri millitekjuhópa og lágtekjuhópa í samfélaginu,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin vilji ljúka þessum viðræðum á haustmánuðum þannig að hugsanlega megi leggja til breytingar við gerð fjárlaga næsta árs.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/Ernir„Það liggur auðvitað fyrir að þeir samningar sem nú er verið að ræða eru á milli Samtaka atvinnulífsins og ASÍ. Stjórnvöld eru ekki aðilar að þeim samningum. Við erum einfaldlega að segja með þessari skýru yfirlýsingu að við erum reiðubúin að leggja okkar að mörkum í aðgerðum til að stuðla að félagslegum stöðugleika til að stuðla að aukinni sátt á vinnumarkaði,“ segir Katrín. Framhaldið veltur hins vegar á formannafundi ASÍ á morgun. En forsætisráðherra segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um atvinnuleysisbætur og greiðslur úr tryggingarsjóði launa standa. „Hin vegar liggur fyrir að samtal aðila vinnumarkaðarins verður með öðrum hætti ef hér verða vinnudeilur út árið.“Þannig að það gæti orðið erfiðara? „Ég held að það átti sig allir á því sem eru jarðtengdir,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kjaramál Tengdar fréttir Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26 Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08 Frestur til uppsagna kjarasamninga þorra verkafólks að renna út Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. 27. febrúar 2018 11:59 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26
Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08
Frestur til uppsagna kjarasamninga þorra verkafólks að renna út Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. 27. febrúar 2018 11:59