Segir mikinn skort á sjúkraliðum: „Heilbrigðisyfirvöld afskaplega sofandi í þessum málum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 20:30 Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir stjórnvöld hafa sofnað á verðinum hvað varðar málefni stéttarinnar. Mikill skortur sé á sjúkraliðum og nýliðun gangi of hægt sem sé áhyggjuefni fyrir heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Þá sé hlutfall örorkulífeyrisþega afar hátt meðal sjúkraliða í samanburði við aðrar stéttir. Loka hefur þurft bráðalegurúmum á Landspítalanum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og tíðrætt hefur verið um fráflæðisvanda sjúkrahússins. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir vandamálið stærra og eigi ekki aðeins við um skort á hjúkrunarfræðingum og í því samhengi sé brýn ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni hvað varðar mönnun í stétt sjúkraliða. „Að mínu mati þá eru heilbrigðisyfirvöld afskaplega sofandi í þessum málum,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Kristín gagnrýnir að yfirvöld hafi nær eingöngu beint sjónum að skorti á hjúkrunarfræðingum en með því að fjölga í röðum sjúkraliða væri hægt að draga úr þörfinni fyrir fleiri hjúkrunarfræðinga. Nýliðun gangi þó of hægt og því þurfi að auka hvata til að fjölga nemendum í greininni. Það sé þó ekki eina áhyggjuefnið. „Það hefur nýlega komið í ljós að örorkan hún er gríðarlega há innan þessarar stéttar, enda kemur það mér ekkert á óvart. Starfið er mjög þungt og undirmönnunin mikil,“ segir Kristín. Gerð var könnun árið 2016 þar sem kallað var eftir svörum frá opinberum heilbrigðisstofnunum eftir landshlutum. Af þeim stofnunum sem svöruðu töldu sjö þeirra að fleiri sjúkraliða vantaði til starfa. Þá var spurt hvort fyrirsjáanlegur skortur væri í á sjúkraliðum hjá stofnuninni á næstu fimm árum en allar stofnanirnar nema ein töldu svo vera. Að öðru leyti skortir tölur yfir raunverulegan skort í greininni að sögn Kristínar sem kveðst ítrekað hafa vakið athygli yfirvalda á málinu. „Það er mjög óeðlilegt að velferðarráðuneytið og Landlæknisembættið séu ekki með meiri upplýsingar en þeir eru með.“ Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir stjórnvöld hafa sofnað á verðinum hvað varðar málefni stéttarinnar. Mikill skortur sé á sjúkraliðum og nýliðun gangi of hægt sem sé áhyggjuefni fyrir heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Þá sé hlutfall örorkulífeyrisþega afar hátt meðal sjúkraliða í samanburði við aðrar stéttir. Loka hefur þurft bráðalegurúmum á Landspítalanum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og tíðrætt hefur verið um fráflæðisvanda sjúkrahússins. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir vandamálið stærra og eigi ekki aðeins við um skort á hjúkrunarfræðingum og í því samhengi sé brýn ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni hvað varðar mönnun í stétt sjúkraliða. „Að mínu mati þá eru heilbrigðisyfirvöld afskaplega sofandi í þessum málum,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Kristín gagnrýnir að yfirvöld hafi nær eingöngu beint sjónum að skorti á hjúkrunarfræðingum en með því að fjölga í röðum sjúkraliða væri hægt að draga úr þörfinni fyrir fleiri hjúkrunarfræðinga. Nýliðun gangi þó of hægt og því þurfi að auka hvata til að fjölga nemendum í greininni. Það sé þó ekki eina áhyggjuefnið. „Það hefur nýlega komið í ljós að örorkan hún er gríðarlega há innan þessarar stéttar, enda kemur það mér ekkert á óvart. Starfið er mjög þungt og undirmönnunin mikil,“ segir Kristín. Gerð var könnun árið 2016 þar sem kallað var eftir svörum frá opinberum heilbrigðisstofnunum eftir landshlutum. Af þeim stofnunum sem svöruðu töldu sjö þeirra að fleiri sjúkraliða vantaði til starfa. Þá var spurt hvort fyrirsjáanlegur skortur væri í á sjúkraliðum hjá stofnuninni á næstu fimm árum en allar stofnanirnar nema ein töldu svo vera. Að öðru leyti skortir tölur yfir raunverulegan skort í greininni að sögn Kristínar sem kveðst ítrekað hafa vakið athygli yfirvalda á málinu. „Það er mjög óeðlilegt að velferðarráðuneytið og Landlæknisembættið séu ekki með meiri upplýsingar en þeir eru með.“
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira