VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2018 21:30 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Stefán Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. „Augljóst má vera að aðrir launahópar hafa fengið launahækkanir sem eru umfram þær hækkanir sem félagar í VR hafa fengið á viðmiðunartímabili gildandi kjarasamninga,“ segir meðal annars í ályktun ráðsins.Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax.Útspil ríkisstjórnarinnar þarft en en ekki nógForsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk störfum í ágreiningi í dag þar sem ASÍ telur forsendur samninga brostnar að óbreyttu en atvinnurekendur telja svo ekki vera. Ríkisstjórnin kynnti svo í dag aðgerðir til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. Eru stjórnvöld meðal annars reiðubúinn að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytinga. „Þetta er þarft málefni en þetta breytir ekki forsendubrestinum eða því sem við vorum að fá í andlitið á morgun með að 26 lykilstjórnendur fjármálafyrirtækja sem eru að stærstum hluta í eigu ríkisins voru að fá yfir milljarð í greiðslur og bónusa á síðasta ári,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi um útspil ríkisstjórnarinnar og vitnar í frétt Fréttablaðsins frá því í morgun. Í ályktun Stjórnar- og trúnaðarráðs VR er þess einnig krafist að kjarasamningar verði endurskoðaðir en Ragnar Þór segir að slíkt tilboð yrði að koma frá ríkisstjórninni eða Samtökum atvinnulífsins á morgun. Á hann ekki von á að slíkt tilboð berist. Um sextíu formenn verkalýðsfélaga innan ASÍ ákveða framhald samninga á morgun og segir Ragnar Þór að afstaða VR sé orðin ljós. „Það er einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum og ef við vorum einhvern tímann í vafa um það að segja upp kjarasamningum út af forsendubresti þá var sá vafi tekinn af í morgun.“ Kjaramál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin býður hækkun atvinnuleysisbóta og samráð um breytingar á sköttum og bótum Stjórnvöld eru reiðubúin að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. 27. febrúar 2018 18:57 Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26 Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. „Augljóst má vera að aðrir launahópar hafa fengið launahækkanir sem eru umfram þær hækkanir sem félagar í VR hafa fengið á viðmiðunartímabili gildandi kjarasamninga,“ segir meðal annars í ályktun ráðsins.Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax.Útspil ríkisstjórnarinnar þarft en en ekki nógForsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk störfum í ágreiningi í dag þar sem ASÍ telur forsendur samninga brostnar að óbreyttu en atvinnurekendur telja svo ekki vera. Ríkisstjórnin kynnti svo í dag aðgerðir til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. Eru stjórnvöld meðal annars reiðubúinn að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytinga. „Þetta er þarft málefni en þetta breytir ekki forsendubrestinum eða því sem við vorum að fá í andlitið á morgun með að 26 lykilstjórnendur fjármálafyrirtækja sem eru að stærstum hluta í eigu ríkisins voru að fá yfir milljarð í greiðslur og bónusa á síðasta ári,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi um útspil ríkisstjórnarinnar og vitnar í frétt Fréttablaðsins frá því í morgun. Í ályktun Stjórnar- og trúnaðarráðs VR er þess einnig krafist að kjarasamningar verði endurskoðaðir en Ragnar Þór segir að slíkt tilboð yrði að koma frá ríkisstjórninni eða Samtökum atvinnulífsins á morgun. Á hann ekki von á að slíkt tilboð berist. Um sextíu formenn verkalýðsfélaga innan ASÍ ákveða framhald samninga á morgun og segir Ragnar Þór að afstaða VR sé orðin ljós. „Það er einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum og ef við vorum einhvern tímann í vafa um það að segja upp kjarasamningum út af forsendubresti þá var sá vafi tekinn af í morgun.“
Kjaramál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin býður hækkun atvinnuleysisbóta og samráð um breytingar á sköttum og bótum Stjórnvöld eru reiðubúin að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. 27. febrúar 2018 18:57 Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26 Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Ríkisstjórnin býður hækkun atvinnuleysisbóta og samráð um breytingar á sköttum og bótum Stjórnvöld eru reiðubúin að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. 27. febrúar 2018 18:57
Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26
Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00