Sér ekki eftir því að hafa staðið upp og sagt frá Benedikt Bóas skrifar 28. febrúar 2018 08:00 „Það besta við þessa #metoo-byltingu er hvað hún er tímasett vel og hún hefði ekki gerst nema vera tímabær. En þá er líka mikilvægt að hlusta á alla og að það séu fjölbreytt sjónarhorn,“ segir Björk í viðtali við Glamour. Silja Magg „Femínismi, ef eitthvað er, þarf að vera sveigjanlegur og opinn, og ekki stífur og harður. Maður má ekki breytast í einhvern bitran krepptan hnefa,“ segir Björk Guðmundsdóttir meðal annars í viðtali við tímaritið Glamour sem kemur í búðir í dag. Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri blaðsins, tók viðtalið. Björk prýðir forsíðuna undir myndum frá Silju Magg og ræðir um ýmis málefni, meðal annars um femínisma, kvennabaráttuna, #metoo-byltinguna og hvernig það sé að vera kona í tónlist. Björk bendir á að kynslóð móður hennar hafi háð baráttu sem hennar kynslóð hafi notið góðs af. Hún hafi þó ekki viljað bara öskra, kvarta og kveina heldur einnig framkvæma. „Ég gerði það í 20 ár, var ekkert að kvarta. Það var ekkert auðvelt og ekkert erfitt, það var mikill meðbyr á þessum tíma,“ segir hún og heldur áfram: „Það var réttur jarðvegur sem móðir mín og hennar kynslóð börðust fyrir á undan. Maður fann alveg allt í kring að þetta var í fyrsta sinn sem kona gerði hitt og þetta. En svo byrjaði ég í fyrsta skipti að finna fyrir þessu fyrir 5-6 árum og þá var það frá kynslóðinni sem er á þrítugsaldri núna, fædd í kringum 1990. Þá voru þær að segja við mig: „Af hverju ert þú að láta eins og þetta sé ekkert mál?“ Eins og ég hefði svikið málstaðinn. „Þetta er mál og hættu að láta eins og þetta sé ekkert mál.“ Þá fór ég að hugsa, ég er búin að vera 20 ár að vinna eftir því að trikkið sé að láta eins og þetta sé ekkert mál og svo allt í einu breytist loftslagið og þá verður maður að breytast með.“ Hún bendir á að skömmu eftir að Vulnicura kom út hafi hún farið í viðtal við Pitchfork, sem margir hafa vitnað í síðan. Þá hafi hún skynjað að femínisminn hafði breyst. „Þetta fann ég að gæti breytt einhverju, gæti í alvörunni náð árangri. Og síðan þá hef ég, síðustu 3-4 ár, staðið upp og sagt hluti, ég sé ekkert eftir því.“ Birtist í Fréttablaðinu Björk MeToo Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fleiri fréttir Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Sjá meira
„Femínismi, ef eitthvað er, þarf að vera sveigjanlegur og opinn, og ekki stífur og harður. Maður má ekki breytast í einhvern bitran krepptan hnefa,“ segir Björk Guðmundsdóttir meðal annars í viðtali við tímaritið Glamour sem kemur í búðir í dag. Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri blaðsins, tók viðtalið. Björk prýðir forsíðuna undir myndum frá Silju Magg og ræðir um ýmis málefni, meðal annars um femínisma, kvennabaráttuna, #metoo-byltinguna og hvernig það sé að vera kona í tónlist. Björk bendir á að kynslóð móður hennar hafi háð baráttu sem hennar kynslóð hafi notið góðs af. Hún hafi þó ekki viljað bara öskra, kvarta og kveina heldur einnig framkvæma. „Ég gerði það í 20 ár, var ekkert að kvarta. Það var ekkert auðvelt og ekkert erfitt, það var mikill meðbyr á þessum tíma,“ segir hún og heldur áfram: „Það var réttur jarðvegur sem móðir mín og hennar kynslóð börðust fyrir á undan. Maður fann alveg allt í kring að þetta var í fyrsta sinn sem kona gerði hitt og þetta. En svo byrjaði ég í fyrsta skipti að finna fyrir þessu fyrir 5-6 árum og þá var það frá kynslóðinni sem er á þrítugsaldri núna, fædd í kringum 1990. Þá voru þær að segja við mig: „Af hverju ert þú að láta eins og þetta sé ekkert mál?“ Eins og ég hefði svikið málstaðinn. „Þetta er mál og hættu að láta eins og þetta sé ekkert mál.“ Þá fór ég að hugsa, ég er búin að vera 20 ár að vinna eftir því að trikkið sé að láta eins og þetta sé ekkert mál og svo allt í einu breytist loftslagið og þá verður maður að breytast með.“ Hún bendir á að skömmu eftir að Vulnicura kom út hafi hún farið í viðtal við Pitchfork, sem margir hafa vitnað í síðan. Þá hafi hún skynjað að femínisminn hafði breyst. „Þetta fann ég að gæti breytt einhverju, gæti í alvörunni náð árangri. Og síðan þá hef ég, síðustu 3-4 ár, staðið upp og sagt hluti, ég sé ekkert eftir því.“
Birtist í Fréttablaðinu Björk MeToo Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fleiri fréttir Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Sjá meira