Forseti ASÍ segir tvísýnt um uppsögn samninga í atkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2018 12:05 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, við upphaf formannafundarins í morgun. vísir/heimir már Forseti Alþýðusambandsins segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. Þá hafi hins vegar verið frestað að taka á honum Hann segir ómögulegt að segja hvernig atkvæðagreiðsla formanna aðildarfélaga sambandsins um framtíð gildandi kjarasamninga fari. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins sagði tilfinningar hans fyrir niðurstöðu formannafundarsins blendnar rétt áður en hann hélt inn á fundinn. En áður en hann hófst fundaði átta manna samninganefnd ASÍ þar sem tillaga Gylfa um að ákvörðunin um framtíð samninganna muni hvíla á ákvörðun formannafundarins. „Það eru bara átta í samninganefndinni sem er með umboð okkar félagsmanna. Í ljósi þess að það eru skiptar skoðanir um framhaldið fannst mér mikilvægt að formenn okkar aðildarfélaga, þar sem frumumboð til kjarasamninga liggur, hafi mjög beina aðkomu að bæði umræðu um þetta en líka ákvörðun. Það er einróma niðurstaða samninganefndarinnar að leggja þetta þá til inn á formannafundinn,“ sagði Gylfi. Samninganefndin muni því koma saman að loknum formannafundinum þar sem niðurstaða hans verði niðurstaða samninganefndarinnar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Í atkvæðagreiðslunni á eftir er horft bæði til meirihluta atkvæða formannanna og meirihluta þeirra félagsmanna sem eru að baki þeim. En VR og Efling mynda sameiginlega meirihluta félagsmanna innan ASÍ. „Það er rík krafa hér um samstöðu. Að minnsta kosti þannig að það séu margir sem standi að baki ákvörðuninni og við erum að beita því ákvæði hér í kannski fyrsta sinn. Það er vegna þess að við teljum að það þurfi að vera skulum við segja ríkur vilji í okkar hreyfingu fyrir þeirri niðurstöðu sem verður,“ segir Gylfi.Forsendubrestur frá í fyrra enn til staðar Eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga í gær, sagði hún augljóst að erfiðara yrði að ræða framhaldið um breytingar á skatta- og bótakerfi ef samningum yrði slitið. En hækkun atvinnuleysisbóta og greiðslna úr tryggingasjóði launa stæðu þó hver sem niðurstaða formannanna yrði. „Það kann vel að vera og þá bæði við stjórnvöld og atvinnurekendur að það að slíta kjarasamningi og fara í nýja samningalotu kunni að leiða til þess. Það breytir því ekki að ábyrgð okkar sameignlega er síðan að ná saman. Þannig að ég í sjálfu sér geri ekkert mikið úr því. Ég taldi og fagnaði því við forsætisráðherra í gær að þessi ákvörðun varðandi atvinnuleysisbætur og ábyrgðasjóð launa er bara einfaldlega réttlætismál,“ segir forseti ASÍ. Í janúar í fyrra voru ASÍ og Samtök atvinnulífsins sammála um að forsendur samninga væru brostnar. Nú telja Samtök atvinnulífsins forsendur hins vegar ekki brostnar. Gylfi segir forsendubrestinn frá í fyrra ekki hafa farið neitt og hann sé enn til staðar. „Það sem við gerðum í fyrra var að fresta viðbragði við þeim forsendubresti. Við teljum einfaldlega að skilyrði þess að heimild okkar til uppsagnar falli niður hafi ekki verið mætt. Þannig að það er í sjálfu sér þá ekki deila um hvort það er nýr forsendubrestur heldur hvort að heimild okkar hafi fallið niður. Um þetta er bara ágreiningur,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Fundi formannanna gæti jafnvel lokið fyrr en áætlað var, það er að segja fyrir klukkan þrjú. Kjaramál Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. Þá hafi hins vegar verið frestað að taka á honum Hann segir ómögulegt að segja hvernig atkvæðagreiðsla formanna aðildarfélaga sambandsins um framtíð gildandi kjarasamninga fari. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins sagði tilfinningar hans fyrir niðurstöðu formannafundarsins blendnar rétt áður en hann hélt inn á fundinn. En áður en hann hófst fundaði átta manna samninganefnd ASÍ þar sem tillaga Gylfa um að ákvörðunin um framtíð samninganna muni hvíla á ákvörðun formannafundarins. „Það eru bara átta í samninganefndinni sem er með umboð okkar félagsmanna. Í ljósi þess að það eru skiptar skoðanir um framhaldið fannst mér mikilvægt að formenn okkar aðildarfélaga, þar sem frumumboð til kjarasamninga liggur, hafi mjög beina aðkomu að bæði umræðu um þetta en líka ákvörðun. Það er einróma niðurstaða samninganefndarinnar að leggja þetta þá til inn á formannafundinn,“ sagði Gylfi. Samninganefndin muni því koma saman að loknum formannafundinum þar sem niðurstaða hans verði niðurstaða samninganefndarinnar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Í atkvæðagreiðslunni á eftir er horft bæði til meirihluta atkvæða formannanna og meirihluta þeirra félagsmanna sem eru að baki þeim. En VR og Efling mynda sameiginlega meirihluta félagsmanna innan ASÍ. „Það er rík krafa hér um samstöðu. Að minnsta kosti þannig að það séu margir sem standi að baki ákvörðuninni og við erum að beita því ákvæði hér í kannski fyrsta sinn. Það er vegna þess að við teljum að það þurfi að vera skulum við segja ríkur vilji í okkar hreyfingu fyrir þeirri niðurstöðu sem verður,“ segir Gylfi.Forsendubrestur frá í fyrra enn til staðar Eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga í gær, sagði hún augljóst að erfiðara yrði að ræða framhaldið um breytingar á skatta- og bótakerfi ef samningum yrði slitið. En hækkun atvinnuleysisbóta og greiðslna úr tryggingasjóði launa stæðu þó hver sem niðurstaða formannanna yrði. „Það kann vel að vera og þá bæði við stjórnvöld og atvinnurekendur að það að slíta kjarasamningi og fara í nýja samningalotu kunni að leiða til þess. Það breytir því ekki að ábyrgð okkar sameignlega er síðan að ná saman. Þannig að ég í sjálfu sér geri ekkert mikið úr því. Ég taldi og fagnaði því við forsætisráðherra í gær að þessi ákvörðun varðandi atvinnuleysisbætur og ábyrgðasjóð launa er bara einfaldlega réttlætismál,“ segir forseti ASÍ. Í janúar í fyrra voru ASÍ og Samtök atvinnulífsins sammála um að forsendur samninga væru brostnar. Nú telja Samtök atvinnulífsins forsendur hins vegar ekki brostnar. Gylfi segir forsendubrestinn frá í fyrra ekki hafa farið neitt og hann sé enn til staðar. „Það sem við gerðum í fyrra var að fresta viðbragði við þeim forsendubresti. Við teljum einfaldlega að skilyrði þess að heimild okkar til uppsagnar falli niður hafi ekki verið mætt. Þannig að það er í sjálfu sér þá ekki deila um hvort það er nýr forsendubrestur heldur hvort að heimild okkar hafi fallið niður. Um þetta er bara ágreiningur,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Fundi formannanna gæti jafnvel lokið fyrr en áætlað var, það er að segja fyrir klukkan þrjú.
Kjaramál Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00
Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30