„Algjörlega ófyrirgefanlegt og óeðlilegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2018 13:00 Fötluð kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í gærmorgun. Bílstjórinn fór í kaffi á meðan hún sat ein og yfirgefin í bílnum. Vísir/stefán „Þetta er á allan hátt algjörlega ófyrirgefanlegt og óeðlilegt,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um mikið fatlaða konu sem gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í gærmorgun þegar átti að aka henni til vinnu. Greint var fyrst frá málinu í Fréttablaðinu en þar kom fram að bílstjórinn fór heim í kaffipásu þegar uppgötvaðist að konan væri yfirgefin úti í bíl hjá honum. Jóhannes segir að farið hafi verið yfir málið hjá Strætó og segir hann í samtali við Vísi að það sé með öllu óskiljanlegt hvernig svona getur gerst. „Við erum með tæki og tól þar sem farþegar eru stimplaðir inn og svo stimplaðir út. Þetta er fyrir augum bílstjóra meðan þeir eru í akstri, auk þess að þetta er ekki stór bíll,“ segir Jóhannes. Hann segir Strætó hafa útbúið verklagsreglur og viðbragðsferla en í þessu máli var ekki farið eftir verklagsreglum. „En viðbragðið í sjálfu sér sem fór af stað í framhaldinu, það virkar. Það er svona það eina jákvæða, ef hægt er að tala um jákvæða hluti í þessu samhengi, sem við sjáum í þessu.“ Strætó bs. sér um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík en verktakar sinna akstursþjónustunni. Í Fréttablaðinu kom fram að konan notast við hjólastól, er mjög flogaveik og sögð geta fengið stór flog hvenær sem er. Hún sé af þeim sökum til dæmis aldrei skilin eftir ein og eftirlitslaus í vinnunni. Blessunarlega varð konunni ekki meint af þessari miklu yfirsjón bílstjórans og var henni á endanum komið til vinnu í Lækjarási. Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Bílstjórinn gleymdi fatlaðri konu úti í bíl Bílstjóri ferðaþjónustu fatlaðra gleymdi að skutla fatlaðri konu til vinnu og fór heim til sín í kaffi. Á meðan var konan ein og yfirgefin í bílnum. Konan er mikið flogaveik og því aldrei skilin ein eftir. Málið er litið mjög alvarlegum augum. 28. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
„Þetta er á allan hátt algjörlega ófyrirgefanlegt og óeðlilegt,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um mikið fatlaða konu sem gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í gærmorgun þegar átti að aka henni til vinnu. Greint var fyrst frá málinu í Fréttablaðinu en þar kom fram að bílstjórinn fór heim í kaffipásu þegar uppgötvaðist að konan væri yfirgefin úti í bíl hjá honum. Jóhannes segir að farið hafi verið yfir málið hjá Strætó og segir hann í samtali við Vísi að það sé með öllu óskiljanlegt hvernig svona getur gerst. „Við erum með tæki og tól þar sem farþegar eru stimplaðir inn og svo stimplaðir út. Þetta er fyrir augum bílstjóra meðan þeir eru í akstri, auk þess að þetta er ekki stór bíll,“ segir Jóhannes. Hann segir Strætó hafa útbúið verklagsreglur og viðbragðsferla en í þessu máli var ekki farið eftir verklagsreglum. „En viðbragðið í sjálfu sér sem fór af stað í framhaldinu, það virkar. Það er svona það eina jákvæða, ef hægt er að tala um jákvæða hluti í þessu samhengi, sem við sjáum í þessu.“ Strætó bs. sér um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík en verktakar sinna akstursþjónustunni. Í Fréttablaðinu kom fram að konan notast við hjólastól, er mjög flogaveik og sögð geta fengið stór flog hvenær sem er. Hún sé af þeim sökum til dæmis aldrei skilin eftir ein og eftirlitslaus í vinnunni. Blessunarlega varð konunni ekki meint af þessari miklu yfirsjón bílstjórans og var henni á endanum komið til vinnu í Lækjarási.
Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Bílstjórinn gleymdi fatlaðri konu úti í bíl Bílstjóri ferðaþjónustu fatlaðra gleymdi að skutla fatlaðri konu til vinnu og fór heim til sín í kaffi. Á meðan var konan ein og yfirgefin í bílnum. Konan er mikið flogaveik og því aldrei skilin ein eftir. Málið er litið mjög alvarlegum augum. 28. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Bílstjórinn gleymdi fatlaðri konu úti í bíl Bílstjóri ferðaþjónustu fatlaðra gleymdi að skutla fatlaðri konu til vinnu og fór heim til sín í kaffi. Á meðan var konan ein og yfirgefin í bílnum. Konan er mikið flogaveik og því aldrei skilin ein eftir. Málið er litið mjög alvarlegum augum. 28. febrúar 2018 06:00