SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2018 19:00 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. Markmiðið hljóti að vera að nýr samningur taki við án átaka á vinnumarkaði í haust. Innan Samtaka atvinnulífsins var mönnum augljóslega létt að Alþýðusambandið sagði ekki upp samningum í dag. Enda telja atvinnurekendur ólíkt ASÍ að forsendur samninga séu ekki brostnar. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir nauðsynlegt að deiluaðilar tali saman sem fyrst. Það er augljóst þrátt fyrir þessa niðurstöðu að það er mikil gremja innan Alþýðusambandsins með stöðu mála og það er boðuð harka í viðræðum í haust. Heldur þú að þetta verði erfiðir samningar fram undan? „Ég held að dagurinn í dag sé ekki endapunktur neins. Heldur upphafið að því að við þurfum að ná saman og hlusta á þær gagnrýnisraddir sem fram hafa komið. En verkefnið fram undan í mínum huga er alveg skýrt. Það er að standa vörð um þessa miklu kaupmáttaraukningu sem við höfum náð fram í sameiningu á undanförnum árum,“ segir Halldór Benjamín. Nú er ljóst að kjarasamningar á almenna markaðnum gilda til áramóta. Almennt hefjast viðræður um nýja samninga formlega um tíu vikum áður en eldri samningar renna út. Forseti Alþýðusambandsins segir brýnt að hefja mótun kröfugerðar nú þegar og þeim verði fylgt eftir af hörku í haust.Óttist þið hérna megin að það kunni jafnvel að verða verkföll um áramótin? „Að sjálfsögðu vonum við ekki. Ég held að aðalatriðið sé að við tökum upp samtal núna, aðilar vinnumarkaðarins, með það fyrir augum að vinna jafnt og þétt núna eftir páska, inn í sumarið og haustið með það að markmiði að samningur taki við af samningi fyrir árslok. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. Markmiðið hljóti að vera að nýr samningur taki við án átaka á vinnumarkaði í haust. Innan Samtaka atvinnulífsins var mönnum augljóslega létt að Alþýðusambandið sagði ekki upp samningum í dag. Enda telja atvinnurekendur ólíkt ASÍ að forsendur samninga séu ekki brostnar. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir nauðsynlegt að deiluaðilar tali saman sem fyrst. Það er augljóst þrátt fyrir þessa niðurstöðu að það er mikil gremja innan Alþýðusambandsins með stöðu mála og það er boðuð harka í viðræðum í haust. Heldur þú að þetta verði erfiðir samningar fram undan? „Ég held að dagurinn í dag sé ekki endapunktur neins. Heldur upphafið að því að við þurfum að ná saman og hlusta á þær gagnrýnisraddir sem fram hafa komið. En verkefnið fram undan í mínum huga er alveg skýrt. Það er að standa vörð um þessa miklu kaupmáttaraukningu sem við höfum náð fram í sameiningu á undanförnum árum,“ segir Halldór Benjamín. Nú er ljóst að kjarasamningar á almenna markaðnum gilda til áramóta. Almennt hefjast viðræður um nýja samninga formlega um tíu vikum áður en eldri samningar renna út. Forseti Alþýðusambandsins segir brýnt að hefja mótun kröfugerðar nú þegar og þeim verði fylgt eftir af hörku í haust.Óttist þið hérna megin að það kunni jafnvel að verða verkföll um áramótin? „Að sjálfsögðu vonum við ekki. Ég held að aðalatriðið sé að við tökum upp samtal núna, aðilar vinnumarkaðarins, með það fyrir augum að vinna jafnt og þétt núna eftir páska, inn í sumarið og haustið með það að markmiði að samningur taki við af samningi fyrir árslok. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira