Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. febrúar 2018 10:00 Wa Lone, einn blaðamanna Reuters, þegar hann var dreginn fyrir dóm. Hann situr enn í fangelsi. Fréttablaðið/EPA Mjanmar Stjórnmálamenn og óháð félagasamtök hafa kallað eftir því að aðgerðir mjanmarska hersins í Rakhine-héraði verði ítarlega rannsakaðar eftir að Reuters birti umfjöllun í fyrrinótt um morð á tíu Róhingjum í bænum Inn Din. Greinina skrifuðu fjórir blaðamenn. Tveir þeirra, hinir mjanmörsku Wa Lone og Kyaw Soe Oo, hafa verið í fangelsi síðan í desember vegna meints lögbrots þegar þeir öfluðu upplýsinga fyrir umfjöllunina. „Ein gröf fyrir tíu fórnarlömb,“ höfðu blaðamennirnir meðal annars eftir uppgjafahermanninum Soe Chay sem aðstoðaði við að grafa fjöldagröf tíu Róhingja sem bæði búddískur almenningur og hermenn höfðu myrt án dóms og laga. „Þegar við grófum þá voru gáfu sumir þeirra enn þá frá sér hljóð. Hinir voru dánir,“ sagði Chay einnig. Viðtöl við vitni leiddu í ljós að mennirnir höfðu verið teknir úr hópi hundraða sem reyndu að koma sér í öruggt skjól í útjaðri bæjarins á meðan hermenn kljáðust við skæruliða úr röðum þjóðflokksins. Þá var blaðamönnunum einnig tjáð að lögregla og hermenn hefðu stolið eignum Róhingja og að hermenn hefðu fengið almenna borgara, aðra en Róhingja, til að bera eld að heimilum Róhingja. Róhingjastelpa í flóttamannabúðum í Bangladess. Fréttablaðið/EPA Þegar blaðamennirnir báru upplýsingarnar undir Michael G. Karnavas, bandarískan lögfræðing í Haag sem hefur flutt mál fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum, sagði Karnavas að ef upplýsingarnar væru réttar sýndu þær fram á sérstakan ásetning yfirvalda um að fremja þjóðarmorð. „Árásirnar virðast gerðar sérstaklega til þess að útrýma Róhingjum eða að minnsta kosti stórum hluta þeirra.“ Blaðamennirnir náðu einnig tali af Zaw Htay, talsmanni mjanmörsku ríkisstjórnarinnar, og óskuðu viðbragða. Sagði hann að nauðsynlegt væri að ganga úr skugga um hvort frásagnirnar um voðaverkin í Inn Din væru sannar. „Ef sönnunargögnin eru áreiðanleg mun ríkisstjórnin rannsaka málið. Og ef lög hafa verið brotin munum við grípa til aðgerða.“ Blaðamennirnir sögðu hins vegar að hann hefði orðið hissa þegar honum var sagt frá því að almennir borgarar hefðu játað að hafa kveikt í húsum Róhingja. „Alþjóðasamfélagið verður að skilja það að Róhingjar frömdu hryðjuverk,“ sagði Htay og vísaði til árásar ágústmánaðar síðastliðins þegar skæruliðar réðust á lögreglustöð. Sú árás varð kveikjan að ofbeldinu. Viðbrögðin við umfjöllun Reuters hafa verið mikil. Heather Nauert, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að hún sýndi að nauðsynlegt væri að yfirvöld í Mjanmar ynnu með óháðum og viðurkenndum rannsakendum að því að ljóstra upp um voðaverkin í Rakhine-héraði. „Slík rannsókn myndi gefa okkur skýrari mynd af því sem hefur gerst. Hægt væri að komast að því hverjir létu lífið og hverjir báru ábyrgð,“ sagði Nauert. Rosena Allin-Khan, þingmaður breska Verkamannaflokksins, sagði við BBC að umfjöllun Reuters rímaði við þær frásagnir sem hún hefði heyrt á meðan hún starfaði sem læknir í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess í fyrra. „Við erum að horfa upp á þjóðarmorð. Þessar upplýsingar marka tímamót af því að þetta er í fyrsta skipti sem við heyrum raddir gerendanna sjálfra,“ sagði Allin-Khan og kallaði eftir alþjóðlegri rannsókn. Samtökin Human Rights Watch sögðu að leiðtogar hersins ættu að fara fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Mjanmar Stjórnmálamenn og óháð félagasamtök hafa kallað eftir því að aðgerðir mjanmarska hersins í Rakhine-héraði verði ítarlega rannsakaðar eftir að Reuters birti umfjöllun í fyrrinótt um morð á tíu Róhingjum í bænum Inn Din. Greinina skrifuðu fjórir blaðamenn. Tveir þeirra, hinir mjanmörsku Wa Lone og Kyaw Soe Oo, hafa verið í fangelsi síðan í desember vegna meints lögbrots þegar þeir öfluðu upplýsinga fyrir umfjöllunina. „Ein gröf fyrir tíu fórnarlömb,“ höfðu blaðamennirnir meðal annars eftir uppgjafahermanninum Soe Chay sem aðstoðaði við að grafa fjöldagröf tíu Róhingja sem bæði búddískur almenningur og hermenn höfðu myrt án dóms og laga. „Þegar við grófum þá voru gáfu sumir þeirra enn þá frá sér hljóð. Hinir voru dánir,“ sagði Chay einnig. Viðtöl við vitni leiddu í ljós að mennirnir höfðu verið teknir úr hópi hundraða sem reyndu að koma sér í öruggt skjól í útjaðri bæjarins á meðan hermenn kljáðust við skæruliða úr röðum þjóðflokksins. Þá var blaðamönnunum einnig tjáð að lögregla og hermenn hefðu stolið eignum Róhingja og að hermenn hefðu fengið almenna borgara, aðra en Róhingja, til að bera eld að heimilum Róhingja. Róhingjastelpa í flóttamannabúðum í Bangladess. Fréttablaðið/EPA Þegar blaðamennirnir báru upplýsingarnar undir Michael G. Karnavas, bandarískan lögfræðing í Haag sem hefur flutt mál fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum, sagði Karnavas að ef upplýsingarnar væru réttar sýndu þær fram á sérstakan ásetning yfirvalda um að fremja þjóðarmorð. „Árásirnar virðast gerðar sérstaklega til þess að útrýma Róhingjum eða að minnsta kosti stórum hluta þeirra.“ Blaðamennirnir náðu einnig tali af Zaw Htay, talsmanni mjanmörsku ríkisstjórnarinnar, og óskuðu viðbragða. Sagði hann að nauðsynlegt væri að ganga úr skugga um hvort frásagnirnar um voðaverkin í Inn Din væru sannar. „Ef sönnunargögnin eru áreiðanleg mun ríkisstjórnin rannsaka málið. Og ef lög hafa verið brotin munum við grípa til aðgerða.“ Blaðamennirnir sögðu hins vegar að hann hefði orðið hissa þegar honum var sagt frá því að almennir borgarar hefðu játað að hafa kveikt í húsum Róhingja. „Alþjóðasamfélagið verður að skilja það að Róhingjar frömdu hryðjuverk,“ sagði Htay og vísaði til árásar ágústmánaðar síðastliðins þegar skæruliðar réðust á lögreglustöð. Sú árás varð kveikjan að ofbeldinu. Viðbrögðin við umfjöllun Reuters hafa verið mikil. Heather Nauert, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að hún sýndi að nauðsynlegt væri að yfirvöld í Mjanmar ynnu með óháðum og viðurkenndum rannsakendum að því að ljóstra upp um voðaverkin í Rakhine-héraði. „Slík rannsókn myndi gefa okkur skýrari mynd af því sem hefur gerst. Hægt væri að komast að því hverjir létu lífið og hverjir báru ábyrgð,“ sagði Nauert. Rosena Allin-Khan, þingmaður breska Verkamannaflokksins, sagði við BBC að umfjöllun Reuters rímaði við þær frásagnir sem hún hefði heyrt á meðan hún starfaði sem læknir í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess í fyrra. „Við erum að horfa upp á þjóðarmorð. Þessar upplýsingar marka tímamót af því að þetta er í fyrsta skipti sem við heyrum raddir gerendanna sjálfra,“ sagði Allin-Khan og kallaði eftir alþjóðlegri rannsókn. Samtökin Human Rights Watch sögðu að leiðtogar hersins ættu að fara fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent