Cathey var umkringdur ástvinum á heimili sínu í New York þegar hann lést, en hann hafði glímt við lungnakrabbamein um nokkurt skeið.
Leikarinn fæddist í Alabamaríki í Bandaríkjunum árið 1958 og hann hóf leiklistarferil sinn árið 1984. Hann var þekktur fyrir mörg aukahlutverk í sjónvarpsþáttum, þar á meðal fyrir að leika pólitíkusinn Norman Wilson í þáttaröðinni The Wire sem sýnd var á árunum 2002 til 2008.
Cathey hlaut Emmy verðlaun árið 2015 fyrir túlkun sína á Freddy Hayes, eiganda Freddy's BBQ, sem var vinur Frank Underwood í House of Cards.
„Við erum harmi lostin vegna fráfalls vinar okkar og House of Cards samstarfsfélaga Reg E. Cathey,“ sagði í yfirlýsingu frá Netflix. „Reg var góður maður, gefandi leikari, sannur herramaður. Við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu hans.“
Samleikari Cathey, David Simon, úr þáttaröðinni The Wire greindi frá andláti hans á Twitter síðu sinni.
Reg Cathey, 1958-2018. Not only a fine, masterful actor -- but simply one of the most delightful human beings with whom I ever shared some long days on set. On wit alone, he could double any man over and leave him thinking. Reg, your memory is a great blessing. pic.twitter.com/OHEUbAhTg0
— David Simon (@AoDespair) February 9, 2018