Darren Aronofsky „eyðilagður“ yfir andláti Jóhanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 22:44 Darren Aronofsky er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri í heimi. Vísir/Getty Leikstjórinn og Íslandsvinurinn Darren Aronofsky segist „eyðilagður“ yfir andláti tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar. Aronofsky og Jóhann störfuðu saman við kvikmyndina mother! í fyrra. Í færslu á Twitter-reikningi sínum deilir Aronofsky, sem er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri síðari ára, tísti rit- og teiknimyndasöguhöfundarins Warren Ellis, sem tjáði sig einnig um andlát Jóhanns. Með tístinu skrifar Aronofsky einfaldlega „devastated“, eða „eyðilagður“ upp á íslensku.devastated https://t.co/OtpnbwiuqO— darren aronofsky (@DarrenAronofsky) February 10, 2018 Sjá einnig: Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Aronofsky og Jóhann störfuðu saman við nýjustu kvikmynd þess fyrrnefnda, mother!. Samstarf þeirra var afar farsælt, samkvæmt ítarlegri úttekt Indiwire, þó að þeir hafi að endingu ákveðið að nota ekki tónlistina sem Jóhann var búinn að semja fyrir myndina. „Við kvikmyndina mother! dugar ekkert hálfkák og eftir að við Darren höfðum skoðað ýmsa möguleika sagði innsæið mér að sleppa algjörlega takinu af tónlistinni,“ sagði Jóhann um ferlið á sínum tíma. „Stór hluti af sköpunarferlinu er að sleppa taki af hugmyndum og í þessu tilfelli vissum við að við þyrftum að nálgast þetta með þessum hætti.“Jóhann Jóhannsson tónskáld.Vísir/GettyJóhann Jóhannson fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gærkvöldi, 48 ára að aldri. Hann hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything og var hann auk þess tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í myndinni Sicario. Árið 2016 var hann tilnefndur til Bafta og Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í myndinni The Arrival. Fjölmargir hafa minnst Jóhanns á samfélagsmiðlum í dag en ljóst er að hann hefur snert strengi í hjörtum fólks með tónlist sinni. Darren Aronofsky er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri í heimi en hann á baki myndir á borð við Requiem for a Dream, Black Swan og Noah sem var einmitt tekin að hluta til hér á landi. Þá hlaut hann heiðursverðlaun RIFF árið 2016. Andlát Tengdar fréttir Mother! talin of erfið fyrir hinn almenna áhorfanda sem gaf henni lægstu einkunn á CinemaScore Þessi framsækna mynd Íslandsvinar hefur vakið mikið umtal. 17. september 2017 09:38 Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Greint var frá andláti Jóhanns Jóhannssonar tónskálds í dag en hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær. 10. febrúar 2018 19:45 Darren Aronofsky mætir á RIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst í næstu viku en þetta er í 13. sinn sem hún er haldin. Von er á fjölmörgum erlendum gestum hingað til lands í tengslum við hátíðina þar á meðal kvikmyndaleikstjóranum Darren Aronofsky. 20. september 2016 18:45 Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir næstu mynd Aronofsky Jóhann Jóhannsson tónskáld mun semja tónlistina fyrir næstu kvikmynd bandaríska leikstjórans Darren Aronofsky en á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru þau Jennifer Lawrence, Javier Bardem og Ed Harris. 5. október 2016 20:23 Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Leikstjórinn og Íslandsvinurinn Darren Aronofsky segist „eyðilagður“ yfir andláti tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar. Aronofsky og Jóhann störfuðu saman við kvikmyndina mother! í fyrra. Í færslu á Twitter-reikningi sínum deilir Aronofsky, sem er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri síðari ára, tísti rit- og teiknimyndasöguhöfundarins Warren Ellis, sem tjáði sig einnig um andlát Jóhanns. Með tístinu skrifar Aronofsky einfaldlega „devastated“, eða „eyðilagður“ upp á íslensku.devastated https://t.co/OtpnbwiuqO— darren aronofsky (@DarrenAronofsky) February 10, 2018 Sjá einnig: Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Aronofsky og Jóhann störfuðu saman við nýjustu kvikmynd þess fyrrnefnda, mother!. Samstarf þeirra var afar farsælt, samkvæmt ítarlegri úttekt Indiwire, þó að þeir hafi að endingu ákveðið að nota ekki tónlistina sem Jóhann var búinn að semja fyrir myndina. „Við kvikmyndina mother! dugar ekkert hálfkák og eftir að við Darren höfðum skoðað ýmsa möguleika sagði innsæið mér að sleppa algjörlega takinu af tónlistinni,“ sagði Jóhann um ferlið á sínum tíma. „Stór hluti af sköpunarferlinu er að sleppa taki af hugmyndum og í þessu tilfelli vissum við að við þyrftum að nálgast þetta með þessum hætti.“Jóhann Jóhannsson tónskáld.Vísir/GettyJóhann Jóhannson fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gærkvöldi, 48 ára að aldri. Hann hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything og var hann auk þess tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í myndinni Sicario. Árið 2016 var hann tilnefndur til Bafta og Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í myndinni The Arrival. Fjölmargir hafa minnst Jóhanns á samfélagsmiðlum í dag en ljóst er að hann hefur snert strengi í hjörtum fólks með tónlist sinni. Darren Aronofsky er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri í heimi en hann á baki myndir á borð við Requiem for a Dream, Black Swan og Noah sem var einmitt tekin að hluta til hér á landi. Þá hlaut hann heiðursverðlaun RIFF árið 2016.
Andlát Tengdar fréttir Mother! talin of erfið fyrir hinn almenna áhorfanda sem gaf henni lægstu einkunn á CinemaScore Þessi framsækna mynd Íslandsvinar hefur vakið mikið umtal. 17. september 2017 09:38 Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Greint var frá andláti Jóhanns Jóhannssonar tónskálds í dag en hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær. 10. febrúar 2018 19:45 Darren Aronofsky mætir á RIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst í næstu viku en þetta er í 13. sinn sem hún er haldin. Von er á fjölmörgum erlendum gestum hingað til lands í tengslum við hátíðina þar á meðal kvikmyndaleikstjóranum Darren Aronofsky. 20. september 2016 18:45 Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir næstu mynd Aronofsky Jóhann Jóhannsson tónskáld mun semja tónlistina fyrir næstu kvikmynd bandaríska leikstjórans Darren Aronofsky en á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru þau Jennifer Lawrence, Javier Bardem og Ed Harris. 5. október 2016 20:23 Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Mother! talin of erfið fyrir hinn almenna áhorfanda sem gaf henni lægstu einkunn á CinemaScore Þessi framsækna mynd Íslandsvinar hefur vakið mikið umtal. 17. september 2017 09:38
Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Greint var frá andláti Jóhanns Jóhannssonar tónskálds í dag en hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær. 10. febrúar 2018 19:45
Darren Aronofsky mætir á RIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst í næstu viku en þetta er í 13. sinn sem hún er haldin. Von er á fjölmörgum erlendum gestum hingað til lands í tengslum við hátíðina þar á meðal kvikmyndaleikstjóranum Darren Aronofsky. 20. september 2016 18:45
Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir næstu mynd Aronofsky Jóhann Jóhannsson tónskáld mun semja tónlistina fyrir næstu kvikmynd bandaríska leikstjórans Darren Aronofsky en á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru þau Jennifer Lawrence, Javier Bardem og Ed Harris. 5. október 2016 20:23
Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23