Mother! talin of erfið fyrir hinn almenna áhorfanda sem gaf henni lægstu einkunn á CinemaScore Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2017 09:38 Jennifer Lawrence og Javier Bardem í hlutverkum sínum í mother! IMDB Nýjasta kvikmynd Íslandsvinarins Darren Aronofsky, mother!, hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu af mörgum. Þessi leikstjóri á að baki frábærar myndir á borð við Black Swan, sem hann hlaut Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir, The Wrestler og Requiem for a Dream. Því hafa kvikmyndaunnendur verið spenntir að sjá þessa nýjustu afurð leikstjórans. Þá sérstaklega vegna þess að Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence leikur aðalhlutverkið í myndinni, en frá árinu 2011 hefur hún verið tilnefnd fjórum sinnum til þeirra verðlauna og aðeins 27 ára gömul í dag. Fyrstu viðbrögð áhorfenda eru þó blendin ef marka má vefinn CinemaScore. Á þeim vef er tekin saman meðaleinkunn sem áhorfendur gefa myndum og er mother! með falleinkunn sem stendur, eða F.Á vef Vulture er tekið fram að þessi einkunn endurspegli þó einungis þá áhorfendur sem sáu myndina á fyrsta kvöldinu sem hún var í almennum sýningum, og því gæti myndin mögulega náð sér upp í D eða C í einkunn á næstu dögum.Talið var að Jennifer Lawrence myndi hreppa tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í mother!IMDBTil samanburðar má nefna að nýjar myndir sem eru frumsýndar á svipuðum tíma og mother!, hafa fengið ögn hærri einkunn. Má þar nefna American Assasin, með B+, og hrollvekjan IT, með B+. Vulture tekur saman nokkrar myndir sem hafa fengið einkunnina F en þar á meðal eru Solaris eftir Steven Soderbergh, Bug eftir William Friedkin, The Box eftir Richard Kelly og I Know Who Killed Me sem skartaði Lindsey Lohan í aðalhlutverki.Mother er sem stendur með einkunnina 6,8 á IMDB.Á vef Rotten Tomatoes er hún metin 68 prósent fersk, en þar er tekin saman umsögn sem á að endurspegla það sem flestir hafa um myndina að segja. Er myndin sögð ögrandi afurð leikstjóra með einstaklega metnaðarfulla sýn, en myndin gæti þó verið full erfið fyrir hinn almenna áhorfanda. Leikaravalið í myndinni er nokkuð tilkomumikið en þar eru á ferðinni Óskarsverðlaunahafinn Javier Bardem, Ed Harris sem hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og Michelle Pfieffer sem á að baki þrjár Óskarstilnefningar.Myndin þótti of framsækin fyrir „hefðbundna“ kvikmyndatónlist Jóhanns Jóhannssonar.Vísir/EPAMyndin þykir afar framsækin og er í raun svo framsækin að Darren Aronofsky og íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson ákváðu að hreinlega að henda í burtu þeirri tónlist sem Jóhann hafði samið fyrir myndina. „mother! er mynd sem býður ekki upp á neitt hálfkák. Eftir að ég og Darren höfðum skoðað margar mismunandi aðferðir, þá sagði innsæið mér að henda hreinlega tónlistinni í heild sinni. Svona útþurrkun er stór hluti af skapandi ferli,“ sagði Jóhann við Indiewire um ákvörðunina. Jóhann varð því að tónlistarráðgjafa fyrir myndina í stað þess að vera tónskáld og er notast við hljóðheim í stað tónlistar en lesa má nánar um þetta ferli á vef Indiewire hér. Bíó og sjónvarp Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Nýjasta kvikmynd Íslandsvinarins Darren Aronofsky, mother!, hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu af mörgum. Þessi leikstjóri á að baki frábærar myndir á borð við Black Swan, sem hann hlaut Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir, The Wrestler og Requiem for a Dream. Því hafa kvikmyndaunnendur verið spenntir að sjá þessa nýjustu afurð leikstjórans. Þá sérstaklega vegna þess að Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence leikur aðalhlutverkið í myndinni, en frá árinu 2011 hefur hún verið tilnefnd fjórum sinnum til þeirra verðlauna og aðeins 27 ára gömul í dag. Fyrstu viðbrögð áhorfenda eru þó blendin ef marka má vefinn CinemaScore. Á þeim vef er tekin saman meðaleinkunn sem áhorfendur gefa myndum og er mother! með falleinkunn sem stendur, eða F.Á vef Vulture er tekið fram að þessi einkunn endurspegli þó einungis þá áhorfendur sem sáu myndina á fyrsta kvöldinu sem hún var í almennum sýningum, og því gæti myndin mögulega náð sér upp í D eða C í einkunn á næstu dögum.Talið var að Jennifer Lawrence myndi hreppa tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í mother!IMDBTil samanburðar má nefna að nýjar myndir sem eru frumsýndar á svipuðum tíma og mother!, hafa fengið ögn hærri einkunn. Má þar nefna American Assasin, með B+, og hrollvekjan IT, með B+. Vulture tekur saman nokkrar myndir sem hafa fengið einkunnina F en þar á meðal eru Solaris eftir Steven Soderbergh, Bug eftir William Friedkin, The Box eftir Richard Kelly og I Know Who Killed Me sem skartaði Lindsey Lohan í aðalhlutverki.Mother er sem stendur með einkunnina 6,8 á IMDB.Á vef Rotten Tomatoes er hún metin 68 prósent fersk, en þar er tekin saman umsögn sem á að endurspegla það sem flestir hafa um myndina að segja. Er myndin sögð ögrandi afurð leikstjóra með einstaklega metnaðarfulla sýn, en myndin gæti þó verið full erfið fyrir hinn almenna áhorfanda. Leikaravalið í myndinni er nokkuð tilkomumikið en þar eru á ferðinni Óskarsverðlaunahafinn Javier Bardem, Ed Harris sem hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og Michelle Pfieffer sem á að baki þrjár Óskarstilnefningar.Myndin þótti of framsækin fyrir „hefðbundna“ kvikmyndatónlist Jóhanns Jóhannssonar.Vísir/EPAMyndin þykir afar framsækin og er í raun svo framsækin að Darren Aronofsky og íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson ákváðu að hreinlega að henda í burtu þeirri tónlist sem Jóhann hafði samið fyrir myndina. „mother! er mynd sem býður ekki upp á neitt hálfkák. Eftir að ég og Darren höfðum skoðað margar mismunandi aðferðir, þá sagði innsæið mér að henda hreinlega tónlistinni í heild sinni. Svona útþurrkun er stór hluti af skapandi ferli,“ sagði Jóhann við Indiewire um ákvörðunina. Jóhann varð því að tónlistarráðgjafa fyrir myndina í stað þess að vera tónskáld og er notast við hljóðheim í stað tónlistar en lesa má nánar um þetta ferli á vef Indiewire hér.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira