Rennilásar og Matrix frá Alexander Wang Ritstjórn skrifar 11. febrúar 2018 14:00 Gestir sátu í básum á skrifstofunni. Glamour/Getty Fatahönnuðurinn Alexander Wang hélt sýningu sína á tískuvikunni í New York á gömlu skrifstofu Vogue á Times Square þar sem hann hóf sinn feril sem nemi á sínum tíma. Gestir sátu í básum og fyrirsæturnar gengu eftir teppalögðum salnum. Sýningin var í anda Matrix með mikið af leðri, lakki og litlum sólgleraugum. Við höfum áður skrifað um að þessi stíll er að koma tilbaka í stórum stíl og stjörnurnar eru hrifnar eins og má lesa hér og hér. Það er greinilegt að Wang er á sama máli. Rennilásar voru áberandi smáatriði í flíkunum sem og mittistöskur og hinar gömlu góðu hárklemmur sem sjá nú aftur dagsins ljós - hentugt? Þá kynnti hann til sögunnar þröngar húfur sem minntu einna helst á sundhettur, kæmi sér vel í snjóstorminum sem gengur yfir höfuðborgarsvæðið í dag. Það má segja að Alexander Wang hafi verið trúr sínum stíl í þessari fatalínu sinni fyrir næsta haust - leðurpils, prjónapeysur og síðir leðurfrakkar er alveg eitthvað sem við getum hugsað okkur að klæðast næsta haust. Mittistaskan góða.Sólgleraugun eru punkturinn yfir i-ið.Munið eftir þessum hárklemmum?Gaddar á fylgihlutum.Dúnúlpan og húfan/sundhettan.Rennilásar og aftur rennilásar.Þessi leðurjakki!Síður leðurfrakki Done for the day. Bye Times Square! #WANGINC A post shared by ALEXANDER WANG (@alexanderwangny) on Feb 10, 2018 at 6:21pm PST This just in - the claw clip is back. Redken Global Creative Director @guidopalau placed sleek ponytails in silver clips at Alexander Wang as a nod to the 80s. Guido used Satinwear 04 to blowdry the hair, smoothed hair back with Mess Around 10, and set styles with Forceful 23. #RedkenReady A post shared by Redken (@redken) on Feb 10, 2018 at 7:06pm PST Mest lesið Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Kendall Jenner komin með nýja klippingu Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Sundbolamerkið Swimslow frumsýnt Glamour
Fatahönnuðurinn Alexander Wang hélt sýningu sína á tískuvikunni í New York á gömlu skrifstofu Vogue á Times Square þar sem hann hóf sinn feril sem nemi á sínum tíma. Gestir sátu í básum og fyrirsæturnar gengu eftir teppalögðum salnum. Sýningin var í anda Matrix með mikið af leðri, lakki og litlum sólgleraugum. Við höfum áður skrifað um að þessi stíll er að koma tilbaka í stórum stíl og stjörnurnar eru hrifnar eins og má lesa hér og hér. Það er greinilegt að Wang er á sama máli. Rennilásar voru áberandi smáatriði í flíkunum sem og mittistöskur og hinar gömlu góðu hárklemmur sem sjá nú aftur dagsins ljós - hentugt? Þá kynnti hann til sögunnar þröngar húfur sem minntu einna helst á sundhettur, kæmi sér vel í snjóstorminum sem gengur yfir höfuðborgarsvæðið í dag. Það má segja að Alexander Wang hafi verið trúr sínum stíl í þessari fatalínu sinni fyrir næsta haust - leðurpils, prjónapeysur og síðir leðurfrakkar er alveg eitthvað sem við getum hugsað okkur að klæðast næsta haust. Mittistaskan góða.Sólgleraugun eru punkturinn yfir i-ið.Munið eftir þessum hárklemmum?Gaddar á fylgihlutum.Dúnúlpan og húfan/sundhettan.Rennilásar og aftur rennilásar.Þessi leðurjakki!Síður leðurfrakki Done for the day. Bye Times Square! #WANGINC A post shared by ALEXANDER WANG (@alexanderwangny) on Feb 10, 2018 at 6:21pm PST This just in - the claw clip is back. Redken Global Creative Director @guidopalau placed sleek ponytails in silver clips at Alexander Wang as a nod to the 80s. Guido used Satinwear 04 to blowdry the hair, smoothed hair back with Mess Around 10, and set styles with Forceful 23. #RedkenReady A post shared by Redken (@redken) on Feb 10, 2018 at 7:06pm PST
Mest lesið Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Kendall Jenner komin með nýja klippingu Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Sundbolamerkið Swimslow frumsýnt Glamour