Samfestingar eru ekkert á leiðinni út af tískuradarnum á næstunni og þessi frá Bottega Veneta fer efst á óskalistann. Þá var líka að finna einn fallegan úr ljósu velúrefni og svo tvískipt buxnadragt úr silki. Allt í fallegum brenndum litatónum.
Þessar flíkur mega gjarna bætast inn í fataskáp okkar ekki seinna en í gær!



