Soros fjárfestir í andstæðingum Brexit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2018 23:31 Auðjöfurinn George Soros. Vísir/EPA Auðjöfurinn George Soros hefur boðið gagnrýnendum sínum birginn með því að fjárfesta enn frekar í baráttuhópnum Best for Britain sem berst gegn fyrirhugaðri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Soros gaf hópnum 400 þúsund pund í liðinni viku en fékk á sig mikla gagnrýni, þar á meðal frá breska dagblaðinu Daily Telegraph sem sakaði Soros um að skipta sér af málefnum Bretlands. Segir Soros að vegna þessarar gagnrýni hafi hann ákveðið að gefa hópnum 100 þúsund pund til viðbótar. „Mér er bæði ljúft og skylt að berjast gegn þeim sem beita ófrægingarherferðum í stað röksemda, til þess að verja sinn vonda málstað,“ sagði Soros í viðtali við breska blaðið The Guardian. Soros, sem fæddist í Ungverjalandi og er með bandarískan ríkisborgararétt, er alræmdur í Bretlandi eftir að hann auðgaðist mjög á því að veðja gegn breska pundinu árið 1992. Talið er að hann hafi hagnast um 1,8 milljarða dollara eftir að veðmál hans um að breska pundið myndi veikjast verulega gegn þýska markinu gekk eftir. Hefur hann gefið samtökum sínum, Open Society Foundation, megnið af auðæfum sínum en fjárframlögin til Best for Britain voru í nafni samtakanna. Brexit Tengdar fréttir Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Auðjöfurinn George Soros hefur boðið gagnrýnendum sínum birginn með því að fjárfesta enn frekar í baráttuhópnum Best for Britain sem berst gegn fyrirhugaðri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Soros gaf hópnum 400 þúsund pund í liðinni viku en fékk á sig mikla gagnrýni, þar á meðal frá breska dagblaðinu Daily Telegraph sem sakaði Soros um að skipta sér af málefnum Bretlands. Segir Soros að vegna þessarar gagnrýni hafi hann ákveðið að gefa hópnum 100 þúsund pund til viðbótar. „Mér er bæði ljúft og skylt að berjast gegn þeim sem beita ófrægingarherferðum í stað röksemda, til þess að verja sinn vonda málstað,“ sagði Soros í viðtali við breska blaðið The Guardian. Soros, sem fæddist í Ungverjalandi og er með bandarískan ríkisborgararétt, er alræmdur í Bretlandi eftir að hann auðgaðist mjög á því að veðja gegn breska pundinu árið 1992. Talið er að hann hafi hagnast um 1,8 milljarða dollara eftir að veðmál hans um að breska pundið myndi veikjast verulega gegn þýska markinu gekk eftir. Hefur hann gefið samtökum sínum, Open Society Foundation, megnið af auðæfum sínum en fjárframlögin til Best for Britain voru í nafni samtakanna.
Brexit Tengdar fréttir Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00