Strandaglópar í Leifsstöð fengu súkkulaði og vatn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 11:30 Það er iðulega mikil mannmergð á Keflavíkurflugvelli hverju sinni. Vísir/GVA Fjölmargir ferðalangar urðu strandaglópar í Leifsstöð í gær þegar lokað var fyrir umferð á Reykjanesbraut milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Mikil truflun var á flugi í gær vegna veðurs en gert er ráð fyrir að flug veðri samkvæmt áætlun í dag. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að á tímabili hafi verið alveg ófært frá flugstöðinni og inn í Keflavík og reykjanesbæ. Hann segir ómögulegt að giska á hversu mikill fjöldi fólks varð strand í stöðinni. „Starfsfólk Isavia í flugstöðinni reyndi eftir fremsta megni að gera þessa dvöl ferðafólksins eins þægilega og hægt var. Við vorum að dreifa súkkulaði og vatni einhvern hluta tímans,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Hann segir að fólk hafi einnig fengið aðstoð við að útvega gistingu og bílaleigubíla svo fólk kæmist leiðar sinnar um leið og opnað væri fyrir umferð. „Svo aðstoðuðum við líka fólk við að setja upp upplýsingaapp evagerðarinnar og komast inn á síður svo fólk gæti sjálft fylgst með upplýsingum um stöðuna.“ #wheninkef A post shared by Sveinbjörn Thorarensen (@hermigervill) on Feb 11, 2018 at 6:48pm PST Þúsundir urðu fyrir röskun Tugir fluga féllu niður í gær vegna veðurs og urðu um það bil fimm þúsund manns fyrir röskun vegna fluga Icelandair. „Við erum enn að glíma við það verkefni að koma öllum sem strönduðu vegna veðursins í gær til síns áfangastaðar. Það gengur ágætlega að koma fólki í flug og við setjum upp aukaflug í dag til þess,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. Hann segir að flug hafi verið samkvæmt áætlun í morgun og að allt líti út fyrir að áætlun haldist í dag. Hann segir ekki hægt að alhæfa um hvernig tekið var á málum farþega í gær vegna þess að tekið sé á hverju og einu máli „Sumir vilja hætta við, aðrir vilja komast með öðrum leiðum eða gera breytingar á sínum ferðalögum. Þetta er svona klassískt ástand eftir fárviðri.“ Hann segir þó að fólk hafi almennt verið skilningsríkt. „Það má nú alveg segja þegar um er að ræða veður þá skilja það náttúrulega allir að þá bregður út af en það líka gerist oft þegar svona á sér stað að þetta veldur röskun hjá mjög mörgum í einu þá þyrstir alla í upplýsingar sem er erfitt að bregðast við. Það má vel vera að einhverjir hafi þurft að bíða eftir upplýsingum.“ Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, tekur í sama streng og Guðjón og segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma leiðakerfinu í lag. „Langflestar vélar fóru á tíma til Evrópu í morgun og það er áætlað að allt fari á tíma í eftirmiðdaginn til Norður-Ameríku. Við þurfum því miður að aflýsa flugi til Chicago seinni partinn í dag en við lentum í því óhappi að keyrt var á eina af vélum okkar á Chicago flugvelli í gær en um smávægilegt tjón er að ræða,“ segir Svana í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Varðandi farþega sem lentu í óveðrinu í gær þá er verið að vinna að því að koma öllum á leiðarenda eins fljótt og hægt er. Öll flug okkar í dag og á morgun eru full.“ Fréttir af flugi Veður Tengdar fréttir Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33 Töluverð röskun á millilandaflugi: Lentu á Egilsstöðum Ýmist hefur þurft að aflýsa eða seinka flugi í dag. 11. febrúar 2018 14:32 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Fjölmargir ferðalangar urðu strandaglópar í Leifsstöð í gær þegar lokað var fyrir umferð á Reykjanesbraut milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Mikil truflun var á flugi í gær vegna veðurs en gert er ráð fyrir að flug veðri samkvæmt áætlun í dag. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að á tímabili hafi verið alveg ófært frá flugstöðinni og inn í Keflavík og reykjanesbæ. Hann segir ómögulegt að giska á hversu mikill fjöldi fólks varð strand í stöðinni. „Starfsfólk Isavia í flugstöðinni reyndi eftir fremsta megni að gera þessa dvöl ferðafólksins eins þægilega og hægt var. Við vorum að dreifa súkkulaði og vatni einhvern hluta tímans,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Hann segir að fólk hafi einnig fengið aðstoð við að útvega gistingu og bílaleigubíla svo fólk kæmist leiðar sinnar um leið og opnað væri fyrir umferð. „Svo aðstoðuðum við líka fólk við að setja upp upplýsingaapp evagerðarinnar og komast inn á síður svo fólk gæti sjálft fylgst með upplýsingum um stöðuna.“ #wheninkef A post shared by Sveinbjörn Thorarensen (@hermigervill) on Feb 11, 2018 at 6:48pm PST Þúsundir urðu fyrir röskun Tugir fluga féllu niður í gær vegna veðurs og urðu um það bil fimm þúsund manns fyrir röskun vegna fluga Icelandair. „Við erum enn að glíma við það verkefni að koma öllum sem strönduðu vegna veðursins í gær til síns áfangastaðar. Það gengur ágætlega að koma fólki í flug og við setjum upp aukaflug í dag til þess,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. Hann segir að flug hafi verið samkvæmt áætlun í morgun og að allt líti út fyrir að áætlun haldist í dag. Hann segir ekki hægt að alhæfa um hvernig tekið var á málum farþega í gær vegna þess að tekið sé á hverju og einu máli „Sumir vilja hætta við, aðrir vilja komast með öðrum leiðum eða gera breytingar á sínum ferðalögum. Þetta er svona klassískt ástand eftir fárviðri.“ Hann segir þó að fólk hafi almennt verið skilningsríkt. „Það má nú alveg segja þegar um er að ræða veður þá skilja það náttúrulega allir að þá bregður út af en það líka gerist oft þegar svona á sér stað að þetta veldur röskun hjá mjög mörgum í einu þá þyrstir alla í upplýsingar sem er erfitt að bregðast við. Það má vel vera að einhverjir hafi þurft að bíða eftir upplýsingum.“ Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, tekur í sama streng og Guðjón og segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma leiðakerfinu í lag. „Langflestar vélar fóru á tíma til Evrópu í morgun og það er áætlað að allt fari á tíma í eftirmiðdaginn til Norður-Ameríku. Við þurfum því miður að aflýsa flugi til Chicago seinni partinn í dag en við lentum í því óhappi að keyrt var á eina af vélum okkar á Chicago flugvelli í gær en um smávægilegt tjón er að ræða,“ segir Svana í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Varðandi farþega sem lentu í óveðrinu í gær þá er verið að vinna að því að koma öllum á leiðarenda eins fljótt og hægt er. Öll flug okkar í dag og á morgun eru full.“
Fréttir af flugi Veður Tengdar fréttir Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33 Töluverð röskun á millilandaflugi: Lentu á Egilsstöðum Ýmist hefur þurft að aflýsa eða seinka flugi í dag. 11. febrúar 2018 14:32 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33
Töluverð röskun á millilandaflugi: Lentu á Egilsstöðum Ýmist hefur þurft að aflýsa eða seinka flugi í dag. 11. febrúar 2018 14:32