Taldi tilkynningarskyldu á lögreglustöð ganga of langt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 14:34 Rannsókn lögreglu á málinu hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Vísir/Ernir Héraðdsdómur Reykjavíkur hefur framlengt farbann yfir öðrum eiganda pólsku verslunarkeðjunnar Euro Market. Mun maðurinn sæta farbanni til 9. mars næstkomandi. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir í samtali við Vísi að maðurinn sætti sig við úrskurð héraðsdóms og að hann verði ekki kærður til Landsréttar. Fimm Pólverjar voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu hér á landi þann 12. desember síðastliðinn grunaðir um aðild að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Þremur þeirra var fljótlega sleppt og voru þá tveir eftir í varðhaldi, annars vegar verslunarstjóri Euro Market og hins vegar annar eiganda keðjunnar. Var verslunarstjóranum sleppt úr haldi í janúar en eigandinn úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi og var maðurinn úrskurðaður í farbann.Í verkahring dómara að taka afstöðu til hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar Þann 19. janúar krafðist lögregla þess að manninum yrði gert að tilkynna sig tvisvar á dag í eigin persónu á lögreglustöðina við Hlemm. Héraðsdómur felldi þá ákvörðun úr gildi. Var þá lagt til að manninum yrði gert að tilkynna sig einu sinni á dag í eigin persónu á lögreglustöðina Í Kópavogi. Féllst héraðsdómur ekki á þá tillögu. Manninum var þó gert að ganga með staðsetningarbúnað svo unnt sé að fylgjast með ferðum hans.Sagði í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að með ákvörðuninni hefði lögreglan gengið of langt gagnvart hinum grunaða og að ekki verði séð að nauðsyn sé til að leggja jafn íþyngjandi skyldur á hann og þær sem felast í ákvörðun lögreglu. Í rökstuðningi sínum sagði lögreglan að tilkynningarskyldan væri nauðsynleg vegna þess að maðurinn hafi mikil tengsl erlendis og að ákvörðun um farbann sem slík nægði ekki til að varna því að hann reyndi að komast úr landi. „Af þessu tilefni áréttar dómurinn að það leiðir af ákvæði 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008, sbr. b-lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga, að ef talin er nauðsyn á að skerða frelsi sakbornings með ákvörðun um farbann vegna þess að ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, þá er það í verkahring dómara að taka afstöðu til þess í úrskurði hvaða ráðstafanir eru taldar nauðsynlegar að því leyti,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Í aðgerðum lögreglunnar í desember var lagt hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni auk þess sem talið er að hægt sé að framleiða 26 þúsund e-töflur úr MDMA-töflunum. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi. Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Héraðdsdómur Reykjavíkur hefur framlengt farbann yfir öðrum eiganda pólsku verslunarkeðjunnar Euro Market. Mun maðurinn sæta farbanni til 9. mars næstkomandi. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir í samtali við Vísi að maðurinn sætti sig við úrskurð héraðsdóms og að hann verði ekki kærður til Landsréttar. Fimm Pólverjar voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu hér á landi þann 12. desember síðastliðinn grunaðir um aðild að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Þremur þeirra var fljótlega sleppt og voru þá tveir eftir í varðhaldi, annars vegar verslunarstjóri Euro Market og hins vegar annar eiganda keðjunnar. Var verslunarstjóranum sleppt úr haldi í janúar en eigandinn úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi og var maðurinn úrskurðaður í farbann.Í verkahring dómara að taka afstöðu til hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar Þann 19. janúar krafðist lögregla þess að manninum yrði gert að tilkynna sig tvisvar á dag í eigin persónu á lögreglustöðina við Hlemm. Héraðsdómur felldi þá ákvörðun úr gildi. Var þá lagt til að manninum yrði gert að tilkynna sig einu sinni á dag í eigin persónu á lögreglustöðina Í Kópavogi. Féllst héraðsdómur ekki á þá tillögu. Manninum var þó gert að ganga með staðsetningarbúnað svo unnt sé að fylgjast með ferðum hans.Sagði í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að með ákvörðuninni hefði lögreglan gengið of langt gagnvart hinum grunaða og að ekki verði séð að nauðsyn sé til að leggja jafn íþyngjandi skyldur á hann og þær sem felast í ákvörðun lögreglu. Í rökstuðningi sínum sagði lögreglan að tilkynningarskyldan væri nauðsynleg vegna þess að maðurinn hafi mikil tengsl erlendis og að ákvörðun um farbann sem slík nægði ekki til að varna því að hann reyndi að komast úr landi. „Af þessu tilefni áréttar dómurinn að það leiðir af ákvæði 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008, sbr. b-lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga, að ef talin er nauðsyn á að skerða frelsi sakbornings með ákvörðun um farbann vegna þess að ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, þá er það í verkahring dómara að taka afstöðu til þess í úrskurði hvaða ráðstafanir eru taldar nauðsynlegar að því leyti,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Í aðgerðum lögreglunnar í desember var lagt hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni auk þess sem talið er að hægt sé að framleiða 26 þúsund e-töflur úr MDMA-töflunum. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi.
Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent