Grafið eftir Bitcoin í íslenskum gagnaverum Höskuldur Kári Schram skrifar 13. febrúar 2018 21:30 Erlendir aðilar horfa til íslenskra gagnavera í auknum mæli meðal annars til að grafa eftir Bitcoin rafmyntum. Raforkusala til gagnavera hefur margfaldast á undanförnum árum og orkufyrirtækin finna fyrir aukinni eftirspurn. Gagnaveraiðnaðurinn á Íslandi hefur vaxið nokkuð hratt á undanförnum árum en aðstæður hér á landi þykja henta vel undir slíkan rekstur. Rafmagnverð er lægra en gengur og gerist í útlöndum og kalt veðurfar hjálpar til að kæla öflugar tölvur. Bæði Landsvirkjun og Orka náttúrunnar hafa fundið fyrir auknum áhuga gagnavera á orkukaupum og í síðustu viku gerði Landsvirkjun samning við tæknifyrirtækið Advania Data Centers um afhendingu á 30 MW til gagnaversins á Fitjum í Reykjanesbæ þar sem unnið er að stækkun versins. Jóhann Þór Jónsson formaður Samtaka gagnavera á Íslandi segir að eftirspurn hafi aukist. „Já við finnum sannarlega fyrir áhuga hjá ýmsum aðilum til að koma til Íslands til að nýta sér þær aðstæður sem eru á Íslandi til að hýsa ofurtölvur,“ segir Jóhann. Erlend fyrirtæki sem sérhæfa sig í ýmis konar rafmyntum, þá sérstaklega Bitcoin, hafa verið að horfa til Íslands en rafmyntir þurfa afar öflugar tölvur. „Bitcoin er hluti af þeirri auknu eftirspurn sem við sjáum en aðrar myntir og önnur ofurtölvuþjónusta hefur líka verið að kalla eftir aukinni orku,“ segir Jóhann. Bitcoin fyrirtækin stunda svokallaða námuvinnslu eða námugröft sem kallar á mikla orku. „Það að láta ofurtölvurnar vinna og reikna flóknar stærfræðiformúlur sem á endanum skapa Bitcoin er þessi svokallaði námugröftur. Þessi námugröftur er rekinn á gríðarlega öflugum tölvum sem leiða af sér mikinn hita og þess vegna er ísland gríðarlega áhugaverður valkostur fyrir þá aðila sem standa í þessari vinnslu,“ segir Jóhann Rafmyntir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Erlendir aðilar horfa til íslenskra gagnavera í auknum mæli meðal annars til að grafa eftir Bitcoin rafmyntum. Raforkusala til gagnavera hefur margfaldast á undanförnum árum og orkufyrirtækin finna fyrir aukinni eftirspurn. Gagnaveraiðnaðurinn á Íslandi hefur vaxið nokkuð hratt á undanförnum árum en aðstæður hér á landi þykja henta vel undir slíkan rekstur. Rafmagnverð er lægra en gengur og gerist í útlöndum og kalt veðurfar hjálpar til að kæla öflugar tölvur. Bæði Landsvirkjun og Orka náttúrunnar hafa fundið fyrir auknum áhuga gagnavera á orkukaupum og í síðustu viku gerði Landsvirkjun samning við tæknifyrirtækið Advania Data Centers um afhendingu á 30 MW til gagnaversins á Fitjum í Reykjanesbæ þar sem unnið er að stækkun versins. Jóhann Þór Jónsson formaður Samtaka gagnavera á Íslandi segir að eftirspurn hafi aukist. „Já við finnum sannarlega fyrir áhuga hjá ýmsum aðilum til að koma til Íslands til að nýta sér þær aðstæður sem eru á Íslandi til að hýsa ofurtölvur,“ segir Jóhann. Erlend fyrirtæki sem sérhæfa sig í ýmis konar rafmyntum, þá sérstaklega Bitcoin, hafa verið að horfa til Íslands en rafmyntir þurfa afar öflugar tölvur. „Bitcoin er hluti af þeirri auknu eftirspurn sem við sjáum en aðrar myntir og önnur ofurtölvuþjónusta hefur líka verið að kalla eftir aukinni orku,“ segir Jóhann. Bitcoin fyrirtækin stunda svokallaða námuvinnslu eða námugröft sem kallar á mikla orku. „Það að láta ofurtölvurnar vinna og reikna flóknar stærfræðiformúlur sem á endanum skapa Bitcoin er þessi svokallaði námugröftur. Þessi námugröftur er rekinn á gríðarlega öflugum tölvum sem leiða af sér mikinn hita og þess vegna er ísland gríðarlega áhugaverður valkostur fyrir þá aðila sem standa í þessari vinnslu,“ segir Jóhann
Rafmyntir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira