Fimm karlar og fimm konur, sem fólk þekkir vel til en af öðru en danshæfileikum, mun para sig saman við fagfólk úr dansheiminum. Í hverjum þætti dettur einn keppandi út þangað til einn keppandi stendur uppi sem sigurvegari í voru.
Kynnar í þáttunum verða þær Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, báðar af Akranesi, og þær hlakka mikið til eins og fram kom í Íslandi í dag í kvöld. Dómnefndin samanstendur af þeim Selmu Björnsdóttur, Karen Björk Reeve og Jóhann Gunnar Arnarsson, danskennari sem starfaði lengi vel sem bryti á Bessastöðum.
Að neðan má sjá umfjöllun um þættina í Íslandi í dag.