Erlent

Segir skilið við Oxfam eftir vændishneykslið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Minnie Driver var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Good Will Hunting árið 1997
Minnie Driver var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Good Will Hunting árið 1997 Vísir/afp
Leikkonan Minnie Driver hefur ákveðið að hætta sem sendiherra hjálparsamtakanna Oxfam. Uppsögn hennar má rekja til ásakana sem beinast gegn hjálparstarfsmönnum samtakanna. Afhjúpanir að undanförnu hafa leitt í ljós að útsendarar Oxfam á Haítí greiddu fólki, ekki síst fátækum konum og börnum, fyrir að stunda með þeim kynlíf.

Talið er að starfsmenn samtakanna hafi viðhaft þessa iðju í fjölda þeirra landa þar sem Oxfam starfar með bágstöddum. Vísir fjallaði ítarlega um málið og má nálgast þá umfjöllun með því að smella hér.

Sjá einnig: Næstráðandi Oxfam hættir vegna vændisskandals

Samtökin eru sökuð um að hafa leynt þessum upplýsingum og stungið skýrslu undir stól sem varpaði ljósi á athæfi starfsmanna á Haítí árið 2011.

Nú hefur Minnie Driver sem fyrr segið ákveðið að hætta sem sendiherra og einn af andlitum samtakanna. Leikkonan, sem þekktust er fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Good Will Hunting, Grosse Point Blank og Hope Springs, hefur starfað með Oxfam í 20 ár og segist ætla að halda áfram að berjast gegn óréttlæti þrátt fyrir að hún segi skilið við samtökin.

Twitter-færslu hennar um málið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×