Öskudagurinn er genginn í garð og bendir allt til þess að syngjandi furðuverur, ofurhetjur, prinsessur og skrímsli verði á vegi flestra Íslendinga í dag.
Vísir hefur mikinn áhuga á að fylgjast með furðuverum landsins. Við biðjum lesendur, hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, að setja inn myndir af flottum öskudagsbúningum á Instagram og styðjast þá við kassamerkið #öskudagur.
Þá birtast myndirnar hér að neðan.
