Ósátt við að þurfa að lesa tíðindi af sveitarstjóra í fjölmiðlum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2018 10:00 Arnar Þór Sævarsson hefur verið sveitarstjóri á Blönduósi frá árinu 2007. Minnihlutinn í sveitarstjórn Blönduósbæjar telur ekki heppilegt að sveitarstjórn þurfi að lesa um það fyrst í fjölmiðlum að sveitarstjóri hafi tekið að sér önnur störf samhliða vinnu sinni. Arnar Þór Sævarsson var þann 18. janúar tilkynntur sem nýr aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, en Arnar Þór hefur verið sveitarstjóri í rúman áratug. Hörður Ríkharðsson er fyrrverandi varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.Hvorki eðlilegt né heppilegt Hörður Ríkharðsson, einn þriggja í minnihluta sveitarstjórnar, lagði fram bókun á fundi byggðarráðs undir liðnum önnur mál þann 24. janúar. Í bókuninni sagði: „Sveitarstjóri er ráðinn af sveitarstjórn, allar breytingar á starfi sveitarstjóra ættu því að ræðast í sveitarstjórn. Það getur ekki talist eðlilegt né heppilegt að sveitarstjórnarmenn fræðist um það í fjölmiðlum þegar breytingar verða á starfi sveitarstjóra eða hann tekur að sér opinber launuð aukastörf.“Á fundi sveitarstjórnar í gær var fjallað um starfslok Arnars Þórs sem sveitarstjóra. Var lagður fram starfsflokasamningur sem fjögurra manna meirihlutinn samþykkti en þriggja manna minnihlutinn sat hjá. Arnar Þór mun sinna starfinu samhliða því að aðstoða ráðherra út mars. Meirihlutinn lagði til að Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar, yrði ráðinn sveitarstjóri til loka kjörtímabilsins. Formanni byggðarráðs var falið að ganga frá ráðningarsamningi við Valgarð sem lagður verður fyrir sveitarstjórn á fundi í mars.Frá Blönduósi.vísir/pjeturÁ tvöföldum launum Fráfarandi sveitarstjóri verður á tvöföldum launum ef svo má segja næstu misserin. Í samningi hans er skilyrði um sex mánaða biðlaun frá starfslokum, þ.e. til loka september miðað við að hann láti af störfum í lok mars. Þá þiggur hann um 1,2 milljónir króna á mánuði sem annar tveggja aðstoðarmanna Ásmundar Einars. „Við brotthvarf Arnars Þórs úr starfi sveitarstjóra á Blönduósi birtast okkur þau biðlaunaforréttindi sem ýmsir sveitarstjórar virðast njóta en þau felast í því að fá biðlaun enda þótt þeir fari í annað launað sambærilegt starf,“ segir Hörður. Almennt gildir um biðlaun að starfsmenn ríkisins fá sex mánaða biðlaun í þeim tilfellum sem starf þeirra er lagt niður. Þá eiga þingmenn rétt á biðlaunum, t.d. nítján í kjölfar síðustu kosninga til Alþingis. „Mig minnir að það hafi verið tekist á um þetta 2010 og þáverandi meirihluti komið þessum réttindum inn í samning hans.“ Blönduós Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Minnihlutinn í sveitarstjórn Blönduósbæjar telur ekki heppilegt að sveitarstjórn þurfi að lesa um það fyrst í fjölmiðlum að sveitarstjóri hafi tekið að sér önnur störf samhliða vinnu sinni. Arnar Þór Sævarsson var þann 18. janúar tilkynntur sem nýr aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, en Arnar Þór hefur verið sveitarstjóri í rúman áratug. Hörður Ríkharðsson er fyrrverandi varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.Hvorki eðlilegt né heppilegt Hörður Ríkharðsson, einn þriggja í minnihluta sveitarstjórnar, lagði fram bókun á fundi byggðarráðs undir liðnum önnur mál þann 24. janúar. Í bókuninni sagði: „Sveitarstjóri er ráðinn af sveitarstjórn, allar breytingar á starfi sveitarstjóra ættu því að ræðast í sveitarstjórn. Það getur ekki talist eðlilegt né heppilegt að sveitarstjórnarmenn fræðist um það í fjölmiðlum þegar breytingar verða á starfi sveitarstjóra eða hann tekur að sér opinber launuð aukastörf.“Á fundi sveitarstjórnar í gær var fjallað um starfslok Arnars Þórs sem sveitarstjóra. Var lagður fram starfsflokasamningur sem fjögurra manna meirihlutinn samþykkti en þriggja manna minnihlutinn sat hjá. Arnar Þór mun sinna starfinu samhliða því að aðstoða ráðherra út mars. Meirihlutinn lagði til að Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar, yrði ráðinn sveitarstjóri til loka kjörtímabilsins. Formanni byggðarráðs var falið að ganga frá ráðningarsamningi við Valgarð sem lagður verður fyrir sveitarstjórn á fundi í mars.Frá Blönduósi.vísir/pjeturÁ tvöföldum launum Fráfarandi sveitarstjóri verður á tvöföldum launum ef svo má segja næstu misserin. Í samningi hans er skilyrði um sex mánaða biðlaun frá starfslokum, þ.e. til loka september miðað við að hann láti af störfum í lok mars. Þá þiggur hann um 1,2 milljónir króna á mánuði sem annar tveggja aðstoðarmanna Ásmundar Einars. „Við brotthvarf Arnars Þórs úr starfi sveitarstjóra á Blönduósi birtast okkur þau biðlaunaforréttindi sem ýmsir sveitarstjórar virðast njóta en þau felast í því að fá biðlaun enda þótt þeir fari í annað launað sambærilegt starf,“ segir Hörður. Almennt gildir um biðlaun að starfsmenn ríkisins fá sex mánaða biðlaun í þeim tilfellum sem starf þeirra er lagt niður. Þá eiga þingmenn rétt á biðlaunum, t.d. nítján í kjölfar síðustu kosninga til Alþingis. „Mig minnir að það hafi verið tekist á um þetta 2010 og þáverandi meirihluti komið þessum réttindum inn í samning hans.“
Blönduós Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira