Innlent

Aragrúi tilfinninga helltist yfir Sunnu þegar hún frétti af handtöku eiginmannsins

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ítarlega verður fjallað um mál Sunnu Elviru í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Íslandi í dag í kvöld.
Ítarlega verður fjallað um mál Sunnu Elviru í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Íslandi í dag í kvöld. Vísir/Egill
Sunna Elvira Þorkelsdóttir segir að aragrúi tilfinninga hafi hellst yfir hana þegar hún frétti af handtöku eiginmanns síns, Sigurðar Kristinssonar, við komu hans til Íslands.

Ítarlega verður fjallað um mál Sunnu Elviru í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Íslandi í dag í kvöld. Þar verður rætt við Sunnu Elviru og móður hennar ásamt því að rætt verður við sendiherra Íslands í Frakklandi sem er fulltrúi utanríkisráðuneytisins á Spáni.

„Það bara þyrmdi yfir mig vanlíðan og ég var sár og hissa. Maður fer að efast um sjálfa sig í rauninni. Maður fer að hugsa til baka. Af hverju sá ég þetta ekki fyrir, eða hefði ég átt að sjá þetta fyrir? Er eitthvað sem benti til þess að hann væri í einhverjum vandræðum?“ segir Sunna Elvira meðal annars í samtali við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, sem er stödd á Malaga.

„Það eru alls konar hugsanir sem leita á mann og aragrúi tilfinninga sem hellast yfir mig á þessari stundu og svo allt í einu er ég orðin flækt í þetta. Lögreglan komin hérna að spyrja mig einhverra spurninga sem ég gat engan veginn svarað, hafði enga vitneskju um. Þetta er bara ömurlegt ástand í rauninni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×