Íslensk lögregluyfirvöld leita eftir samstarfi við spænsk vegna máls Sunnu Elvíru Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2018 18:01 Sunna Elvíra á sjúkrahúsi á Malaga. Vísir/Egill Íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstarfi við spænsk lögregluyfirvöld vegna máls Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem hefur undanfarnar vikur haft til meðferðar mál Sunnu Elvíru sem slasaðist þegar hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga á Spáni 17. janúar síðastliðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, sem send var út um sexleytið, kemur fram að Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elvíru, hafi spurst fyrir um hvort íslensk stjórnvöld gætu ábyrgst að Sunna Elvíra yrði til taks hér á landi meðan málið er til rannsóknar. Gerði lögmaðurinn það í tengslum við kröfugerð sem hann hefur uppi fyrir spænskum dómstólum um að vegabréfi Sunnu verði skilað. Segir í tilkynningunni að utanríkisráðuneytið hafi vísað þeirri málaleitan til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu.Segja Sunnu hafa verið í forgangi Í tilkynningunni segir jafnframt að mál Sunnu hafi verið í forgangi hjá borgaraþjónustu ráðuneytisins sem hefur verið í daglegum samskiptum við aðila máls, sjúkrastofnanir hér á Íslandi og ytra sem og Sjúkratryggingar Íslands og lögfræðinga hennar. Þá hafi ræðismaður Íslands í Malaga sinnt málinu frá því það kom upp. Hlutverk borgaraþjónustunnar í málum af þessu tagi sé að veita aðstoð og gæta hagsmuna og öryggis íslenskra ríkisborgara, t.d. útvega lögmannsaðstoð sé hennar þörf, túlkaþjónustu og hafa milligöngu um aðra aðstoð eftir þörfum.Sendiherra Íslands hitti Sunnu í dag Sendiherra Íslands gagnvart Spáni er nú staddur í Malaga þar sem hann hitti konuna í dag sem og lækna hennar á háskólasjúkrahúsinu í Malaga og fundaði með skrifstofu spítalans. Meginmarkmiðið með ferðinni var að kynna sér aðstæður frá fyrstu hendi svo íslensk stjórnvöld geti öðlast betri skilning á aðstæðum hennar á sjúkrahúsinu. „Frá upphafi hefur höfuðáhersla verið lögð á að koma meðhöndlun hennar í réttan farveg og hafa ákveðin skref verið stigin hvað það varðar; m.a. var henni útvegaður sjúkraþjálfari.“ Í tilkynningunni er tekið fram að utanríkisþjónustan getur engin áhrif haft á framgang lögreglurannsóknar á Spáni, en kunnugt er um að íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstarfi við spænsk lögregluyfirvöld um hana. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Aragrúi tilfinninga helltist yfir Sunnu þegar hún frétti af handtöku eiginmannsins Sunna Elvira Þorkelsdóttir segir að aragrúi tilfinninga hafi hellst yfir hana þegar hún frétti af handtöku eiginmanns síns, Sigurðar Kristinssonar, við komu hans til Íslands. 14. febrúar 2018 16:26 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira
Íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstarfi við spænsk lögregluyfirvöld vegna máls Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem hefur undanfarnar vikur haft til meðferðar mál Sunnu Elvíru sem slasaðist þegar hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga á Spáni 17. janúar síðastliðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, sem send var út um sexleytið, kemur fram að Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elvíru, hafi spurst fyrir um hvort íslensk stjórnvöld gætu ábyrgst að Sunna Elvíra yrði til taks hér á landi meðan málið er til rannsóknar. Gerði lögmaðurinn það í tengslum við kröfugerð sem hann hefur uppi fyrir spænskum dómstólum um að vegabréfi Sunnu verði skilað. Segir í tilkynningunni að utanríkisráðuneytið hafi vísað þeirri málaleitan til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu.Segja Sunnu hafa verið í forgangi Í tilkynningunni segir jafnframt að mál Sunnu hafi verið í forgangi hjá borgaraþjónustu ráðuneytisins sem hefur verið í daglegum samskiptum við aðila máls, sjúkrastofnanir hér á Íslandi og ytra sem og Sjúkratryggingar Íslands og lögfræðinga hennar. Þá hafi ræðismaður Íslands í Malaga sinnt málinu frá því það kom upp. Hlutverk borgaraþjónustunnar í málum af þessu tagi sé að veita aðstoð og gæta hagsmuna og öryggis íslenskra ríkisborgara, t.d. útvega lögmannsaðstoð sé hennar þörf, túlkaþjónustu og hafa milligöngu um aðra aðstoð eftir þörfum.Sendiherra Íslands hitti Sunnu í dag Sendiherra Íslands gagnvart Spáni er nú staddur í Malaga þar sem hann hitti konuna í dag sem og lækna hennar á háskólasjúkrahúsinu í Malaga og fundaði með skrifstofu spítalans. Meginmarkmiðið með ferðinni var að kynna sér aðstæður frá fyrstu hendi svo íslensk stjórnvöld geti öðlast betri skilning á aðstæðum hennar á sjúkrahúsinu. „Frá upphafi hefur höfuðáhersla verið lögð á að koma meðhöndlun hennar í réttan farveg og hafa ákveðin skref verið stigin hvað það varðar; m.a. var henni útvegaður sjúkraþjálfari.“ Í tilkynningunni er tekið fram að utanríkisþjónustan getur engin áhrif haft á framgang lögreglurannsóknar á Spáni, en kunnugt er um að íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstarfi við spænsk lögregluyfirvöld um hana.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Aragrúi tilfinninga helltist yfir Sunnu þegar hún frétti af handtöku eiginmannsins Sunna Elvira Þorkelsdóttir segir að aragrúi tilfinninga hafi hellst yfir hana þegar hún frétti af handtöku eiginmanns síns, Sigurðar Kristinssonar, við komu hans til Íslands. 14. febrúar 2018 16:26 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira
Aragrúi tilfinninga helltist yfir Sunnu þegar hún frétti af handtöku eiginmannsins Sunna Elvira Þorkelsdóttir segir að aragrúi tilfinninga hafi hellst yfir hana þegar hún frétti af handtöku eiginmanns síns, Sigurðar Kristinssonar, við komu hans til Íslands. 14. febrúar 2018 16:26