Forsetarnir minnast Hinriks prins af hlýhug Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. febrúar 2018 09:00 Margrét Þórhildur Danadrottning og Hinrik prins heimsóttu Austfirði í júlí 1986 og þar smellti drottning mynd af eiginmanni sínum. Kristján A. Einarsson „Við urðum ágætir vinir. Hann var bæði ákaflega heillandi maður, hlýr, skemmtilegur og viðræðugóður í besta lagi,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, um Hinrik prins, eiginmann Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Prinsinn lést í Fredensborgarhöllinni á Norður-Sjálandi laust eftir klukkan ellefu að dönskum tíma í fyrrakvöld. Drottningin og prinsarnir tveir, Friðrik og Jóakim, voru hjá honum þegar hann lést. Hinrik prins var fæddur í Frakklandi hinn 11. júní 1934. Hann kvæntist Margréti Þórhildi 10. júní 1967, um fimm árum áður en hún varð Danadrottning. Vigdís segist eiga margar minningar af Hinriki. „Við vorum saman í Japan þegar við drottningin vorum þar að kynna norræna list. Þá var hann auðvitað með og þá nutum við þess að borða saman og vorum mikið saman. Svo kom hann með Margréti Þórhildi drottningu hingað og við fórum austur á firði. Það var mjög vont veður. Þá hló hann og lét þessi orð falla: „Þetta er nú ekki gott veður. Svona höfum við ekki í Frakklandi.“ Sjá einnig: Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Vigdís segir að þau Hinrik hafi gjarnan talað saman á frönsku. Síðast þegar þau hittust, fyrir um þremur eða fjórum árum, var verið að halda upp á dag franskrar tungu í Amalíuborg. „Ég var þá boðin í höllina þar sem ég var stödd í Kaupmannahöfn og Hinrik prins vildi þá endilega sýna mér listaverk í hliðarsal. Ég naut þess þá að ég talaði frönsku því að hann var feginn að hafa einhvern sem talaði frönsku í þessu samkvæmi.“ Fréttablaðið bað Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, líka að rifja upp minningar sínar af Hinriki. Ólafur segir Hinrik hafa verið mikinn Íslandsvin. „Honum þótti vænt um Íslendinga og sýndi fulltrúum Íslands ávallt mikla gestrisni,“ segir hann. Ólafur segir Hinrik hafa verið ljóðskáld, merkilegan þýðanda ljóða frá Víetnam. Hann hafi haft mikla þekkingu á sögu og menningu Afríku. Þjóðhöfðingjar um alla Evrópu minntust Hinriks í gær og vottuðu dönsku konungsfjölskyldunni samúð sína. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var einn þeirra. Í samúðarkveðju sinni minntist forseti góðra kynna þeirra forsetahjóna af Hinriki í opinberri heimsókn til Danmerkur í byrjun síðasta árs. Danska ríkisútvarpið greinir frá því að Vladimir Pútin Rússlandsforseti, Emanuelle Macron Frakklandsforseti, Karl Gústav Svíakonungur og Haraldur Noregskonungur hafi sent kveðjur. Sá síðastnefndi hefur ákveðið að flaggað verði í hálfa stöng á norsku konungshöllinni fram að útförinni. Andlát Birtist í Fréttablaðinu Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
„Við urðum ágætir vinir. Hann var bæði ákaflega heillandi maður, hlýr, skemmtilegur og viðræðugóður í besta lagi,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, um Hinrik prins, eiginmann Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Prinsinn lést í Fredensborgarhöllinni á Norður-Sjálandi laust eftir klukkan ellefu að dönskum tíma í fyrrakvöld. Drottningin og prinsarnir tveir, Friðrik og Jóakim, voru hjá honum þegar hann lést. Hinrik prins var fæddur í Frakklandi hinn 11. júní 1934. Hann kvæntist Margréti Þórhildi 10. júní 1967, um fimm árum áður en hún varð Danadrottning. Vigdís segist eiga margar minningar af Hinriki. „Við vorum saman í Japan þegar við drottningin vorum þar að kynna norræna list. Þá var hann auðvitað með og þá nutum við þess að borða saman og vorum mikið saman. Svo kom hann með Margréti Þórhildi drottningu hingað og við fórum austur á firði. Það var mjög vont veður. Þá hló hann og lét þessi orð falla: „Þetta er nú ekki gott veður. Svona höfum við ekki í Frakklandi.“ Sjá einnig: Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Vigdís segir að þau Hinrik hafi gjarnan talað saman á frönsku. Síðast þegar þau hittust, fyrir um þremur eða fjórum árum, var verið að halda upp á dag franskrar tungu í Amalíuborg. „Ég var þá boðin í höllina þar sem ég var stödd í Kaupmannahöfn og Hinrik prins vildi þá endilega sýna mér listaverk í hliðarsal. Ég naut þess þá að ég talaði frönsku því að hann var feginn að hafa einhvern sem talaði frönsku í þessu samkvæmi.“ Fréttablaðið bað Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, líka að rifja upp minningar sínar af Hinriki. Ólafur segir Hinrik hafa verið mikinn Íslandsvin. „Honum þótti vænt um Íslendinga og sýndi fulltrúum Íslands ávallt mikla gestrisni,“ segir hann. Ólafur segir Hinrik hafa verið ljóðskáld, merkilegan þýðanda ljóða frá Víetnam. Hann hafi haft mikla þekkingu á sögu og menningu Afríku. Þjóðhöfðingjar um alla Evrópu minntust Hinriks í gær og vottuðu dönsku konungsfjölskyldunni samúð sína. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var einn þeirra. Í samúðarkveðju sinni minntist forseti góðra kynna þeirra forsetahjóna af Hinriki í opinberri heimsókn til Danmerkur í byrjun síðasta árs. Danska ríkisútvarpið greinir frá því að Vladimir Pútin Rússlandsforseti, Emanuelle Macron Frakklandsforseti, Karl Gústav Svíakonungur og Haraldur Noregskonungur hafi sent kveðjur. Sá síðastnefndi hefur ákveðið að flaggað verði í hálfa stöng á norsku konungshöllinni fram að útförinni.
Andlát Birtist í Fréttablaðinu Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira