Forsetarnir minnast Hinriks prins af hlýhug Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. febrúar 2018 09:00 Margrét Þórhildur Danadrottning og Hinrik prins heimsóttu Austfirði í júlí 1986 og þar smellti drottning mynd af eiginmanni sínum. Kristján A. Einarsson „Við urðum ágætir vinir. Hann var bæði ákaflega heillandi maður, hlýr, skemmtilegur og viðræðugóður í besta lagi,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, um Hinrik prins, eiginmann Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Prinsinn lést í Fredensborgarhöllinni á Norður-Sjálandi laust eftir klukkan ellefu að dönskum tíma í fyrrakvöld. Drottningin og prinsarnir tveir, Friðrik og Jóakim, voru hjá honum þegar hann lést. Hinrik prins var fæddur í Frakklandi hinn 11. júní 1934. Hann kvæntist Margréti Þórhildi 10. júní 1967, um fimm árum áður en hún varð Danadrottning. Vigdís segist eiga margar minningar af Hinriki. „Við vorum saman í Japan þegar við drottningin vorum þar að kynna norræna list. Þá var hann auðvitað með og þá nutum við þess að borða saman og vorum mikið saman. Svo kom hann með Margréti Þórhildi drottningu hingað og við fórum austur á firði. Það var mjög vont veður. Þá hló hann og lét þessi orð falla: „Þetta er nú ekki gott veður. Svona höfum við ekki í Frakklandi.“ Sjá einnig: Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Vigdís segir að þau Hinrik hafi gjarnan talað saman á frönsku. Síðast þegar þau hittust, fyrir um þremur eða fjórum árum, var verið að halda upp á dag franskrar tungu í Amalíuborg. „Ég var þá boðin í höllina þar sem ég var stödd í Kaupmannahöfn og Hinrik prins vildi þá endilega sýna mér listaverk í hliðarsal. Ég naut þess þá að ég talaði frönsku því að hann var feginn að hafa einhvern sem talaði frönsku í þessu samkvæmi.“ Fréttablaðið bað Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, líka að rifja upp minningar sínar af Hinriki. Ólafur segir Hinrik hafa verið mikinn Íslandsvin. „Honum þótti vænt um Íslendinga og sýndi fulltrúum Íslands ávallt mikla gestrisni,“ segir hann. Ólafur segir Hinrik hafa verið ljóðskáld, merkilegan þýðanda ljóða frá Víetnam. Hann hafi haft mikla þekkingu á sögu og menningu Afríku. Þjóðhöfðingjar um alla Evrópu minntust Hinriks í gær og vottuðu dönsku konungsfjölskyldunni samúð sína. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var einn þeirra. Í samúðarkveðju sinni minntist forseti góðra kynna þeirra forsetahjóna af Hinriki í opinberri heimsókn til Danmerkur í byrjun síðasta árs. Danska ríkisútvarpið greinir frá því að Vladimir Pútin Rússlandsforseti, Emanuelle Macron Frakklandsforseti, Karl Gústav Svíakonungur og Haraldur Noregskonungur hafi sent kveðjur. Sá síðastnefndi hefur ákveðið að flaggað verði í hálfa stöng á norsku konungshöllinni fram að útförinni. Andlát Birtist í Fréttablaðinu Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira
„Við urðum ágætir vinir. Hann var bæði ákaflega heillandi maður, hlýr, skemmtilegur og viðræðugóður í besta lagi,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, um Hinrik prins, eiginmann Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Prinsinn lést í Fredensborgarhöllinni á Norður-Sjálandi laust eftir klukkan ellefu að dönskum tíma í fyrrakvöld. Drottningin og prinsarnir tveir, Friðrik og Jóakim, voru hjá honum þegar hann lést. Hinrik prins var fæddur í Frakklandi hinn 11. júní 1934. Hann kvæntist Margréti Þórhildi 10. júní 1967, um fimm árum áður en hún varð Danadrottning. Vigdís segist eiga margar minningar af Hinriki. „Við vorum saman í Japan þegar við drottningin vorum þar að kynna norræna list. Þá var hann auðvitað með og þá nutum við þess að borða saman og vorum mikið saman. Svo kom hann með Margréti Þórhildi drottningu hingað og við fórum austur á firði. Það var mjög vont veður. Þá hló hann og lét þessi orð falla: „Þetta er nú ekki gott veður. Svona höfum við ekki í Frakklandi.“ Sjá einnig: Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Vigdís segir að þau Hinrik hafi gjarnan talað saman á frönsku. Síðast þegar þau hittust, fyrir um þremur eða fjórum árum, var verið að halda upp á dag franskrar tungu í Amalíuborg. „Ég var þá boðin í höllina þar sem ég var stödd í Kaupmannahöfn og Hinrik prins vildi þá endilega sýna mér listaverk í hliðarsal. Ég naut þess þá að ég talaði frönsku því að hann var feginn að hafa einhvern sem talaði frönsku í þessu samkvæmi.“ Fréttablaðið bað Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, líka að rifja upp minningar sínar af Hinriki. Ólafur segir Hinrik hafa verið mikinn Íslandsvin. „Honum þótti vænt um Íslendinga og sýndi fulltrúum Íslands ávallt mikla gestrisni,“ segir hann. Ólafur segir Hinrik hafa verið ljóðskáld, merkilegan þýðanda ljóða frá Víetnam. Hann hafi haft mikla þekkingu á sögu og menningu Afríku. Þjóðhöfðingjar um alla Evrópu minntust Hinriks í gær og vottuðu dönsku konungsfjölskyldunni samúð sína. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var einn þeirra. Í samúðarkveðju sinni minntist forseti góðra kynna þeirra forsetahjóna af Hinriki í opinberri heimsókn til Danmerkur í byrjun síðasta árs. Danska ríkisútvarpið greinir frá því að Vladimir Pútin Rússlandsforseti, Emanuelle Macron Frakklandsforseti, Karl Gústav Svíakonungur og Haraldur Noregskonungur hafi sent kveðjur. Sá síðastnefndi hefur ákveðið að flaggað verði í hálfa stöng á norsku konungshöllinni fram að útförinni.
Andlát Birtist í Fréttablaðinu Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira