Umdeildur umbi segir Gunnar æfa með aumingjum: „UFC vildi ekki fá hann en ég kom honum inn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2018 09:00 Ali Abdel-Aziz lét SBG-menn heyra það. vísir/getty Ali Abdel-Aziz er einn allra umdeildasti umboðsmaðurinn í MMA-heiminum í dag en hann sér um hagsmuni stórstjarna á borð við Khabib Nurmagomedov, Frankie Edgar og Fabricio Werdum. Khabib Nurmagomedov mætir Tony Ferguson í bardaga um léttvigtarbelti UFC í apríl og því var hann til viðtals í The MMA Hour, vinsælasta útvarps- og spjallþætti heims þegar kemur að blönduðum bardagalistum. Umsjónarmaður þáttarins er blaðamaðruinn Ariel Helwani, sá vinsælasti og virtasti þegar kemur að MMA. Þar drullaði Abdel-Aziz yfir Conor McGregor sem er handhafi léttvigtarbeltisins en UFC er ekki enn þá búið að svipta honum titlinum. Abdel-Aziz fór ófögrum orðum um Conor og sneri sér svo að þeim sem standa honum næst. Abdel-Aziz tók gott kast á SBG Dublin-liðið sem John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, rekur en umbinn gjörsamlega þolir ekki Kavanagh. Hann fór svo að tala um Gunnar Nelson og hafði þetta að segja um íslenska bardagakappann:„Lof mér að segja þér sögu af Gunnari Nelson. Ég kom honum inn í UFC. Hann er með svart belti frá Renzo Gracie. Ég kom honum í UFC, ekki Audi [Attar, umboðsmaður Gunnars] og ekki pabbi hans. Það var var ég,“ sagði Abdel-Aziz. „Ég gerði það sem greiða fyrir Renzo Gracie því UFC vildi ekki fá hann. Gunnar var að rústa gaurum þegar að hann var að æfa á Írlandi og hjá Renzo Gracie [í New York, innsk. blm.]“ „Gunnar Nelson er einn hættulegasti maðurinn í veltivigtinni en hann er að tapa núna. Viltu vita hvers vegna? Það er vegna þess að hann æfir með aumingjum. Hann er orðinn vanur því að tapa eins og þeir. Þetta er bara staðreynd,“ sagði Ali Abdel-Aziz. Allt viðtalið við egypska vélbyssukjaftinn má sjá hér að ofanen umræðan um Gunnar hefst á 19:52. MMA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira
Ali Abdel-Aziz er einn allra umdeildasti umboðsmaðurinn í MMA-heiminum í dag en hann sér um hagsmuni stórstjarna á borð við Khabib Nurmagomedov, Frankie Edgar og Fabricio Werdum. Khabib Nurmagomedov mætir Tony Ferguson í bardaga um léttvigtarbelti UFC í apríl og því var hann til viðtals í The MMA Hour, vinsælasta útvarps- og spjallþætti heims þegar kemur að blönduðum bardagalistum. Umsjónarmaður þáttarins er blaðamaðruinn Ariel Helwani, sá vinsælasti og virtasti þegar kemur að MMA. Þar drullaði Abdel-Aziz yfir Conor McGregor sem er handhafi léttvigtarbeltisins en UFC er ekki enn þá búið að svipta honum titlinum. Abdel-Aziz fór ófögrum orðum um Conor og sneri sér svo að þeim sem standa honum næst. Abdel-Aziz tók gott kast á SBG Dublin-liðið sem John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, rekur en umbinn gjörsamlega þolir ekki Kavanagh. Hann fór svo að tala um Gunnar Nelson og hafði þetta að segja um íslenska bardagakappann:„Lof mér að segja þér sögu af Gunnari Nelson. Ég kom honum inn í UFC. Hann er með svart belti frá Renzo Gracie. Ég kom honum í UFC, ekki Audi [Attar, umboðsmaður Gunnars] og ekki pabbi hans. Það var var ég,“ sagði Abdel-Aziz. „Ég gerði það sem greiða fyrir Renzo Gracie því UFC vildi ekki fá hann. Gunnar var að rústa gaurum þegar að hann var að æfa á Írlandi og hjá Renzo Gracie [í New York, innsk. blm.]“ „Gunnar Nelson er einn hættulegasti maðurinn í veltivigtinni en hann er að tapa núna. Viltu vita hvers vegna? Það er vegna þess að hann æfir með aumingjum. Hann er orðinn vanur því að tapa eins og þeir. Þetta er bara staðreynd,“ sagði Ali Abdel-Aziz. Allt viðtalið við egypska vélbyssukjaftinn má sjá hér að ofanen umræðan um Gunnar hefst á 19:52.
MMA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira