Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 81-100 | Risa sigur hjá Grindvíkingum Kristinn Páll Teitsson í Ásgarði skrifar 15. febrúar 2018 22:00 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar. vísir/ernir Grindavík vann í kvöld nítján stiga sigur gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla 100-81 í Ásgarði en með sigrinum komust Grindvíkingar upp fyrir Stjörnuna í 6. sætið og hafa nú innbyrðis viðureignina á Garðbæinga. Heimamenn byrjuðu leikinn á hælunum og lentu sextán stigum undir um tíma í fyrsta leikhluta en á sama tíma voru Grindvíkingar að spila vel á öllum sviðum. Eina raunverulega áhlaup Stjörnunnar kom í öðrum leikhluta þega þeir náðu forskotinu niður í tvö stig en þá settu gestinrnir aftur fótinn á bensíngjöfina og skyldu Garðbæinga eftir í reyknum. Í lokaleikhlutanum var aðeins spurning hvort Stjörnumönnum tækist að minnka muninn í undir tíu stig til að hafa betur í innbyrðisviðureigninni en eins og allan leikinn áttu Grindvíkingar svör.Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og voru betri á báðum endum vallarins allan leikinn og fengu þeir flott framlag frá öllum leikmönnum liðsins. Í þau fáu skipti sem Stjarnan gerði áhlaup sem sem hélst yfirleitt í hendur við spilatíma Collin Anthony Pryor þá svaraði Grindavík með stórum þristum með Ólaf Ólafsson í banastuði. Í raun var ekkert alltaf um góða ákvörðun að ræða hjá Ólafi sem tók að eigin sögn í viðtölum eftir leik oft á tíðum ótímabær skot en það kom ekki að sök, þau hittu nánast öll. Á sama tíma kom lítið út úr lykilleikmönnum Stjörnunnar en Darrel Combs hitti aðeins úr einu af ellefu skotum sínum í leiknum og var heilt yfir dapur.Hverjir stóðu upp úr? Ólafur átti frábæran leik sóknarlega þar sem hann hitti úr 12 af 17 skotum sínum, þar af 7/11 í þristum. Það verður einnig að hrósa Sigurði Þorsteinssyni sem var með tvöfalda tvennu, 17 stig og 12 fráköst, ásamt því að spila flotta vörn á Hlyn Bæringsson. Eins og áður var sagt var allt lið Grindvíkinga að spila vel en byrjunarliðið skilaði fleiri stigum (85) en allt lið Stjörnunnar í dag (81).Hvað gekk illa? Hrafn Kristjánsson var sýnilega ósáttur með sýna menn á meðan leiknum stóð og í viðtölum eftir leik minntist hann á að það hefði virst vera að aðeins fyrrnefndur Pryor hefði haft áhuga á að vinna leikinn.Hvað er framundan? Framundan er tveggja vikna pása en bæði lið fá krefjandi verkefni í næstu umferð þar sem Stjarnan mætir Haukum á útivelli á meðan Grindvíkingar taka á móti ÍR í baráttunni um 5-8. sætið.Stjarnan-Grindavík 81-100 (12-25, 27-26, 17-23, 25-26) Stjarnan: Tómas Þórður Hilmarsson 21/12 fráköst, Collin Anthony Pryor 18/8 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 15/12 fráköst/5 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 14/4 fráköst, Darrell Devonte Combs 6, Róbert Sigurðsson 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 3.Grindavík: Ólafur Ólafsson 31/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 20/7 fráköst/7 stoðsendingar, J'Nathan Bullock 17/9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/12 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 11/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 2, Ómar Örn Sævarsson 2. Óli Ólafs: Var að taka ótímabær skot en það fór allt niður„Við vorum flottir, þeir áttu þarna stuttan kafla í öðrum kafla en körfubolti er sveiflukenndur leikur og þar fyrir utan vorum við bara ótrúlegar flottir og kláruðum þetta með stæl,“ sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, í leikslok. Ólafur átti stóran þátt í sigrinum en hann var að hitta ótrúlega vel í leiknum, innan sem utan þriggja stiga línunnar. „Ég var að finna mig og hitta vel í dag og skaut í raun bara þegar ég sá körfuna. Það vill svo skemmtilega til að meirihlutinn fór ofan í, þegar manni líður svona verður maður að láta vaða,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Ég tók alveg nokkur ótímabær skot þarna á tíma en það fór allt ofan í, sem betur fer því annars hefði þjálfarinn orðið brjálaður,“ sagði Ólafur brosandi. Þetta var allt annnað en liðið sýndi gegn KR á dögunum. „Við erum mjög góðir þegar við nennum því, leikurinn gegn KR er sennilega sá versti sem ég hef spilað með Grindavík. Svo spilum við vel gegn Njarðvík og það féll með þeim en við byggðum á því í kvöld,“ sagði Ólafur sem sagði að Grindvíkingar þyrftu að spila á þessu tempói: „Eins og einhver sagði, fulla ferð, áfram gakk og engar bremsur.“ Hrafn: Vorum bara drullulélegirHrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekkert að tala í kring um hlutina er hann var spurður út í frammistöðu leikmanna sinna í kvöld í nítján stiga tapi gegn Grindavík. „Við vorum bara drullu lélegir, ég veit ekki alveg hvort það þurfti eitthvað að greina þetta nánar því við vorum bara skammarlega slakir í kvöld.“ Hrafn sá lítið jákvætt. „Við getum spilað mun betri vörn en þetta, við komum ekki tilbúnir inn í þennan leik og það þurfa allir að taka ábyrgð á því, ekki síst ég. Ég ber jafn mikla ábyrgð og strákarnir á þessu en við þurfum allir að líta í eigin barm eftir það.“ Hann sagði aðeins einn leikmann hafa staðið sig í dag. „Colin kemur inn og er sá eini sem virðist hafa áhuga á að opna munninn, tala og sýna smá baráttu til að reyna að kveikja í okkur. Það þarf fleiri í þetta hlutverk til að eiga tækifæri en það var hvergi sjáanlegt í dag.“ Skotval Grindvíkinga var skrautlegt á köflum að mati hans en það virtist allt rata ofan í. „Það var gjörsamlega afleitt á tíðum og skot sem ég hefði þegið að flest lið tækju, öll önnur lið en Grindavík í dag. Það er erfitt að eiga við það þegar þetta gerist, þeir eru greinilega búnir að koma sér vel fyrir hérna í Ásgarði.“ Jóhann: Það besta sem við höfum sýnt í langan tíma„Heilt yfir erum við mjög flottir í kvöld, fyrir utan stuttan kafla í öðrum leikhluta vorum við að spila mjög vel á báðum endum vallarins,“ sagði Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, sáttur að leikslokum. Grindvíkingar settu tóninn snemma þegar þeir náðu sextán stiga forskoti í fyrsta leikhluta. „Við byrjuðum sterkt og settum tóninn þar, fyrir utan þessar þrjár mínútur í öðrum leikhluta þá var þetta frammistaða í hæsta gæðaflokki í sókn og vörn,“ sagði Jóhann og bætti við: „Hvort þetta hafi verið besti leikhluti okkar á tímabilinu veit ég ekki en þetta var það besta í langan tíma, mikill kraftur og gleði.“ Eftir skellinn gegn KR hefur Grindavík spilað mun betur í síðustu tveimur leikjum. „Við vorum flottir gegn Njarðvík en leikurinn datt ekki með okkur þann daginn, við byggðum á því hér í kvöld og það skipti máli. Nú tekur við pása og svo enn eitt hraðmótið í boði mótanefndarinnar og við þurfum að vera klárir í seinustu þrjá leikina.“ Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekkert að tala í kring um hlutina er hann var spurður út í frammistöðu leikmanna sinna í kvöld í nítján stiga tapi gegn Grindavík. „Við vorum bara drullu lélegir, ég veit ekki alveg hvort það þurfti eitthvað að greina þetta nánar því við vorum bara skammarlega slakir í kvöld.“ Hrafn sá lítið jákvætt. „Við getum spilað mun betri vörn en þetta, við komum ekki tilbúnir inn í þennan leik og það þurfa allir að taka ábyrgð á því, ekki síst ég. Ég ber jafn mikla ábyrgð og strákarnir á þessu en við þurfum allir að líta í eigin barm eftir það.“ Hann sagði aðeins einn leikmann hafa staðið sig í dag. „Colin kemur inn og er sá eini sem virðist hafa áhuga á að opna munninn, tala og sýna smá baráttu til að reyna að kveikja í okkur. Það þarf fleiri í þetta hlutverk til að eiga tækifæri en það var hvergi sjáanlegt í dag.“ Skotval Grindvíkinga var skrautlegt á köflum að mati hans en það virtist allt rata ofan í. „Það var gjörsamlega afleitt á tíðum og skot sem ég hefði þegið að flest lið tækju, öll önnur lið en Grindavík í dag. Það er erfitt að eiga við það þegar þetta gerist, þeir eru greinilega búnir að koma sér vel fyrir hérna í Ásgarði.“ Dominos-deild karla
Grindavík vann í kvöld nítján stiga sigur gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla 100-81 í Ásgarði en með sigrinum komust Grindvíkingar upp fyrir Stjörnuna í 6. sætið og hafa nú innbyrðis viðureignina á Garðbæinga. Heimamenn byrjuðu leikinn á hælunum og lentu sextán stigum undir um tíma í fyrsta leikhluta en á sama tíma voru Grindvíkingar að spila vel á öllum sviðum. Eina raunverulega áhlaup Stjörnunnar kom í öðrum leikhluta þega þeir náðu forskotinu niður í tvö stig en þá settu gestinrnir aftur fótinn á bensíngjöfina og skyldu Garðbæinga eftir í reyknum. Í lokaleikhlutanum var aðeins spurning hvort Stjörnumönnum tækist að minnka muninn í undir tíu stig til að hafa betur í innbyrðisviðureigninni en eins og allan leikinn áttu Grindvíkingar svör.Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og voru betri á báðum endum vallarins allan leikinn og fengu þeir flott framlag frá öllum leikmönnum liðsins. Í þau fáu skipti sem Stjarnan gerði áhlaup sem sem hélst yfirleitt í hendur við spilatíma Collin Anthony Pryor þá svaraði Grindavík með stórum þristum með Ólaf Ólafsson í banastuði. Í raun var ekkert alltaf um góða ákvörðun að ræða hjá Ólafi sem tók að eigin sögn í viðtölum eftir leik oft á tíðum ótímabær skot en það kom ekki að sök, þau hittu nánast öll. Á sama tíma kom lítið út úr lykilleikmönnum Stjörnunnar en Darrel Combs hitti aðeins úr einu af ellefu skotum sínum í leiknum og var heilt yfir dapur.Hverjir stóðu upp úr? Ólafur átti frábæran leik sóknarlega þar sem hann hitti úr 12 af 17 skotum sínum, þar af 7/11 í þristum. Það verður einnig að hrósa Sigurði Þorsteinssyni sem var með tvöfalda tvennu, 17 stig og 12 fráköst, ásamt því að spila flotta vörn á Hlyn Bæringsson. Eins og áður var sagt var allt lið Grindvíkinga að spila vel en byrjunarliðið skilaði fleiri stigum (85) en allt lið Stjörnunnar í dag (81).Hvað gekk illa? Hrafn Kristjánsson var sýnilega ósáttur með sýna menn á meðan leiknum stóð og í viðtölum eftir leik minntist hann á að það hefði virst vera að aðeins fyrrnefndur Pryor hefði haft áhuga á að vinna leikinn.Hvað er framundan? Framundan er tveggja vikna pása en bæði lið fá krefjandi verkefni í næstu umferð þar sem Stjarnan mætir Haukum á útivelli á meðan Grindvíkingar taka á móti ÍR í baráttunni um 5-8. sætið.Stjarnan-Grindavík 81-100 (12-25, 27-26, 17-23, 25-26) Stjarnan: Tómas Þórður Hilmarsson 21/12 fráköst, Collin Anthony Pryor 18/8 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 15/12 fráköst/5 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 14/4 fráköst, Darrell Devonte Combs 6, Róbert Sigurðsson 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 3.Grindavík: Ólafur Ólafsson 31/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 20/7 fráköst/7 stoðsendingar, J'Nathan Bullock 17/9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/12 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 11/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 2, Ómar Örn Sævarsson 2. Óli Ólafs: Var að taka ótímabær skot en það fór allt niður„Við vorum flottir, þeir áttu þarna stuttan kafla í öðrum kafla en körfubolti er sveiflukenndur leikur og þar fyrir utan vorum við bara ótrúlegar flottir og kláruðum þetta með stæl,“ sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, í leikslok. Ólafur átti stóran þátt í sigrinum en hann var að hitta ótrúlega vel í leiknum, innan sem utan þriggja stiga línunnar. „Ég var að finna mig og hitta vel í dag og skaut í raun bara þegar ég sá körfuna. Það vill svo skemmtilega til að meirihlutinn fór ofan í, þegar manni líður svona verður maður að láta vaða,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Ég tók alveg nokkur ótímabær skot þarna á tíma en það fór allt ofan í, sem betur fer því annars hefði þjálfarinn orðið brjálaður,“ sagði Ólafur brosandi. Þetta var allt annnað en liðið sýndi gegn KR á dögunum. „Við erum mjög góðir þegar við nennum því, leikurinn gegn KR er sennilega sá versti sem ég hef spilað með Grindavík. Svo spilum við vel gegn Njarðvík og það féll með þeim en við byggðum á því í kvöld,“ sagði Ólafur sem sagði að Grindvíkingar þyrftu að spila á þessu tempói: „Eins og einhver sagði, fulla ferð, áfram gakk og engar bremsur.“ Hrafn: Vorum bara drullulélegirHrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekkert að tala í kring um hlutina er hann var spurður út í frammistöðu leikmanna sinna í kvöld í nítján stiga tapi gegn Grindavík. „Við vorum bara drullu lélegir, ég veit ekki alveg hvort það þurfti eitthvað að greina þetta nánar því við vorum bara skammarlega slakir í kvöld.“ Hrafn sá lítið jákvætt. „Við getum spilað mun betri vörn en þetta, við komum ekki tilbúnir inn í þennan leik og það þurfa allir að taka ábyrgð á því, ekki síst ég. Ég ber jafn mikla ábyrgð og strákarnir á þessu en við þurfum allir að líta í eigin barm eftir það.“ Hann sagði aðeins einn leikmann hafa staðið sig í dag. „Colin kemur inn og er sá eini sem virðist hafa áhuga á að opna munninn, tala og sýna smá baráttu til að reyna að kveikja í okkur. Það þarf fleiri í þetta hlutverk til að eiga tækifæri en það var hvergi sjáanlegt í dag.“ Skotval Grindvíkinga var skrautlegt á köflum að mati hans en það virtist allt rata ofan í. „Það var gjörsamlega afleitt á tíðum og skot sem ég hefði þegið að flest lið tækju, öll önnur lið en Grindavík í dag. Það er erfitt að eiga við það þegar þetta gerist, þeir eru greinilega búnir að koma sér vel fyrir hérna í Ásgarði.“ Jóhann: Það besta sem við höfum sýnt í langan tíma„Heilt yfir erum við mjög flottir í kvöld, fyrir utan stuttan kafla í öðrum leikhluta vorum við að spila mjög vel á báðum endum vallarins,“ sagði Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, sáttur að leikslokum. Grindvíkingar settu tóninn snemma þegar þeir náðu sextán stiga forskoti í fyrsta leikhluta. „Við byrjuðum sterkt og settum tóninn þar, fyrir utan þessar þrjár mínútur í öðrum leikhluta þá var þetta frammistaða í hæsta gæðaflokki í sókn og vörn,“ sagði Jóhann og bætti við: „Hvort þetta hafi verið besti leikhluti okkar á tímabilinu veit ég ekki en þetta var það besta í langan tíma, mikill kraftur og gleði.“ Eftir skellinn gegn KR hefur Grindavík spilað mun betur í síðustu tveimur leikjum. „Við vorum flottir gegn Njarðvík en leikurinn datt ekki með okkur þann daginn, við byggðum á því hér í kvöld og það skipti máli. Nú tekur við pása og svo enn eitt hraðmótið í boði mótanefndarinnar og við þurfum að vera klárir í seinustu þrjá leikina.“ Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekkert að tala í kring um hlutina er hann var spurður út í frammistöðu leikmanna sinna í kvöld í nítján stiga tapi gegn Grindavík. „Við vorum bara drullu lélegir, ég veit ekki alveg hvort það þurfti eitthvað að greina þetta nánar því við vorum bara skammarlega slakir í kvöld.“ Hrafn sá lítið jákvætt. „Við getum spilað mun betri vörn en þetta, við komum ekki tilbúnir inn í þennan leik og það þurfa allir að taka ábyrgð á því, ekki síst ég. Ég ber jafn mikla ábyrgð og strákarnir á þessu en við þurfum allir að líta í eigin barm eftir það.“ Hann sagði aðeins einn leikmann hafa staðið sig í dag. „Colin kemur inn og er sá eini sem virðist hafa áhuga á að opna munninn, tala og sýna smá baráttu til að reyna að kveikja í okkur. Það þarf fleiri í þetta hlutverk til að eiga tækifæri en það var hvergi sjáanlegt í dag.“ Skotval Grindvíkinga var skrautlegt á köflum að mati hans en það virtist allt rata ofan í. „Það var gjörsamlega afleitt á tíðum og skot sem ég hefði þegið að flest lið tækju, öll önnur lið en Grindavík í dag. Það er erfitt að eiga við það þegar þetta gerist, þeir eru greinilega búnir að koma sér vel fyrir hérna í Ásgarði.“
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti