Fótbolti

Matthías tefldi við heimsmeistarann Magnus Carlsen og stóð sig vel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson. visir/getty
Íslenski knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson er líka öflugur skákmaður en það sýndi hann í fjöldatefli í dag á móti besta skákmanni heims.

Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur haldið heimsmeistaratitlinum frá árinu 2013 en þetta undrabarn í skákíþróttinni var aðeins 22 ára þegar hann vann hann fyrst eftir sigur á Indverjanum Viswanathan Anand.  

Matthías var einn af tíu sem tók þátt í fjöltefli á móti Magnúsi Carlsen í Þrándheimi í dag og Ísfirðingurinn sagði frá því á Twitter og Instagram. Matthías var annar af tveimur síðustu skákmönnunum sem héldu velli á móti Carlsen.







Matthías Vilhjálmsson er þessi misserin að vinna sig til baka eftir hnémeiðsli en hann vonast til þess að geta farið að spila aftur með Rosenborg um mitt sumar.

Matthías var markahæsti leikmaður liðsins samanlagt í deild og bikar þegar hann meiddist síðasta haust en danski landsliðsframherjinn Nicklas Bendtner raðaði inn mörkum eftir að Rosenborg missti Matthías í meiðsli.

Matthías sagði líka frá skákinni við Magnus Carlsen inn á Instagram eins og sjá má hér fyrir neðan.





 
Playing vs Magnus Carlsen  Nice memory

A post shared by Matthias Vilhjalmsson (@mattivilla) on Feb 15, 2018 at 3:29am PST






Fleiri fréttir

Sjá meira


×