Innlent

Brotnaði niður við tíðindin af umsókninni sem aldrei hafði verið send

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sunna Elvía Þorkelsdóttir hefur legið á sjúkrahúsinu í Malaga í tæpar fjórar vikur.
Sunna Elvía Þorkelsdóttir hefur legið á sjúkrahúsinu í Malaga í tæpar fjórar vikur. vísir/egill
Sunna Elvíra Þorkelsdóttir, sem legið hefur lömuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni frá því 17. janúar, komst að því í dag að ástæða þess að hún hefur ekki fengið flutning á hátæknissjúkrahús í Seville er sú að umsókn um flutning hafði aldrei verið fullunnin.

Þetta kom fram í samtali fréttastofu við Sunnu Elvíu í dag. Sunna sagðist hafa komist að því að umsóknin um flutning hefði aldrei farið frá spítalanum í Malaga. Sendiherra Íslands í Frakklandi, sem staddur er á Spáni vegna máls Sunnu, fundaði með yfirstjórn spítalans í Malaga í dag. Þar var einnig íslenski konsúllinn.

„Ég hreinlega bara brotnaði niður og grét fyrir framan sendiherrann og konsúlinn. Vonbrigðin voru það mikil,“ segir Sunna Elvíra.

Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir að spítalinn hafi átt eftir að fullvinna umsóknina til Sevilla og því hafi ekki verið tekið við henni.

Hann fór frá Spáni í dag eftir að hafa unnið í máli Sunnu í þrjá daga. Hann segist áfram ætla að fylgjast með málinu og telur að mögulega verði hægt að greiða fyrir umsókninni. 

Egill Aðalsteinsson og Sunna Sæmundsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Spáni og ræddu við Sunnu Elvíru í dag. Hún var að vonum ekki sátt við þau tíðindi að umsóknin hefði ekki borist. 

Þá eru frekari tíðindi af stöðu Sunnu sem fjallað verður um í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×