Staðreyndum troðið ofan í umbann sem fór frjálslega með sannleikann um Gunnar Nelson Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. febrúar 2018 10:00 Ali Abdel-Aziz var ekki að segja alveg satt um Gunnar Nelson. vísir/getty Ali Abdel-Aziz, einn stærsti og umsvifamesti umboðsmaður MMA-heimsins, hafði ýmislegt að segja um Gunnar Nelson og þá sem honum tengjast í vélbyssuviðtali við blaðamanninn Ariel Helwani í þættinum The MMA Hour fyrr í vikunni. Egyptinn drullaði meðal annars yfir Conor McGregor og John Kavanagh, þjálfara Gunnars og Conors, en hann þolir ekki SBG Dublin-liðið sem Kavanagh fer fyrir. Hann sagði Írana í raun vera aumingja og það væri ekki furða að Gunnar Nelson væri „alltaf að tapa“ núna í UFC. Abdel-Aziz gekk enn lengra og sagði að það væri honum að þakka að Gunnar væri yfir höfuð í UFC en hann hafi komið íslenska bardagakappanum að sem greiða fyrir Renzo Gracie. Enn fremur sagði Egyptinn að UFC vildi aldrei frá Gunnar í UFC.Meira um eldræðu Abdel-Aziz má lesa hér en umræðan um Gunnar hefst á 19:52 í myndbandinu hér að neðan.Fékk bardaga í september Eins og búast mátti við hafði Nelson-fjölskyldan takmarkaðan húmor fyrir þessari ræðu Abdel-Aziz sem Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, sé meira og minna bull frá upphafi til enda. Haraldur segir Abdel-Aziz vera að bulla „enn eina ferðina“ og segir bæði ósatt að hann hafi komið Gunnari að í UFC og enn meira rugl sé að UFC hafi ekki viljað fá Gunnar til að berjast á bardagakvöldum sambandins. „Hið rétta er að við vissum að UFC var búið að fylgjast með Gunna og hafði gert um nokkurn tíma. Gunnar vildi hins vegar bíða með að hafa samband við UFC en þegar hann taldi sig tilbúinn þá sendi ég Joe Silva póst 25. apríl 2012 og hann svaraði daginn eftir,“ segir Haraldur, en Joe Silva sá um að setja upp bardaga fyrir UFC allt þar til hann hætti hjá sambandinu á síðasta ári. Orðin eru ekki innantóm hjá Haraldi sem sendi Vísi afrit af póstinum sem var sendur vestur um haf sex mínútur í níu að morgni miðvikudagsins 25. apríl 2012. Þar kynnir Haraldur son sinn til leiks; bendir á að hann sé taplaus í tíu bardögum og sé eitt mesta efni í MMA í Evrópu. Rétt áður en klukkan sló miðnætti daginn eftir svaraði Silva tölvupóstinum stuttlega: „Ég gæti notað hann í september.“ Silva stóð við þau orð og bókaði Gunnar í bardaga á UFC-kvöldi í Nottingham 29. september þar sem Gunnar hengdi Bandaríkjamanninn DaMarques Johnson í fyrstu lotu og byrjaði UFC-ferilinn með stæl.Joe Silva bókaði Gunnar í bardaga á móti DaMarques Johnson sem hann vann auðveldlega.vísir/gettyBúið áður en það byrjaði Haraldur viðurkennir að Abdel-Aziz hafi komið að samningagerð fyrir fyrsta bardagann en það hafi verið meiri greiði við Renzo Gracie, manninn sem gerði Gunnar að svartbeltingi í brasilísku jiu jitsu. Hann og Abdel-Aziz eru miklir vinir. „Renzo bað Ali að aðstoða við samningsgerðina og reyna að fá styrktaraðila, en það varð lítið úr því. Þegar að hann kom að málinu var nokkuð ljóst að Gunni myndi keppa í september enda hafði UFC nefnt það í fyrsta pósti til okkar þó ekkert væri ákveðið. Síðar um sumarið sáum við að samstarfið var ekki að fara að ganga og bundum enda á það í lok júlí þannig að það varð aldrei neitt framhald af því en vissulega kom Ali að fyrsta samningnum. Fullyrðingar um að hann hafi "komið Gunna í UFC" eru hins vegar auðvitað ekki réttar, en hann hjálpaði okkur með samninginn“ segir Haraldur Nelson. Haraldur vildi koma Ariel Helwani, virtasta MMA-blaðamanni heims og umsjónarmanni The MMA Hour, í skilning um að Abdel-Aziz var að bulla í beinni í þættinum hans og sendi honum því póst. „Bara til að hafa hlutina á hreinu þá kom Ali Abdel-Aziz Gunnari ekki inn í UFC og það er ekki satt að UFC vildi ekki fá Gunnar eins og Ali hélt fram í The MMA Hour,“ skrifaði Haraldur til Helwani en póstinn birti hann opinberlega á Facebook-síðu sinni. „Það er satt að Ali kom að samningsgerðinni fyrir fyrsta bardaga Gunnars en það er ekki satt að Ali kom Gunnari inn því UFC var búið að ganga frá þeim málum á milli Gunnars, Joe Silva og mín. Það er svo einnig ósatt að UFC vildi ekki fá Gunnar,“ skrifaði Haraldur Dean Nelson í tölvupóstinum. Vísir fékk afrit af póstinum með svari frá Helwani sjálfum sem barst rétt fyrir þrjú í gær, nokkrum klukkustundum eftir að Haraldur sendi póstinn. Helwani fékk einnig afrit af póstinum sem hann sendi á Joe Silva og svar hans fyrir sex árum. „Ég trúi þér 100 prósent. Ég veit ekki af hverju hann er að segja þetta,“ sagði Ariel Helwani um ruglið í Ali Abdel-Aziz. MMA Tengdar fréttir Umdeildur umbi segir Gunnar æfa með aumingjum: „UFC vildi ekki fá hann en ég kom honum inn“ John Kavanagh fékk heldur betur að heyra það frá hinum umdeilda Ali Abdel-Aziz. 15. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Ali Abdel-Aziz, einn stærsti og umsvifamesti umboðsmaður MMA-heimsins, hafði ýmislegt að segja um Gunnar Nelson og þá sem honum tengjast í vélbyssuviðtali við blaðamanninn Ariel Helwani í þættinum The MMA Hour fyrr í vikunni. Egyptinn drullaði meðal annars yfir Conor McGregor og John Kavanagh, þjálfara Gunnars og Conors, en hann þolir ekki SBG Dublin-liðið sem Kavanagh fer fyrir. Hann sagði Írana í raun vera aumingja og það væri ekki furða að Gunnar Nelson væri „alltaf að tapa“ núna í UFC. Abdel-Aziz gekk enn lengra og sagði að það væri honum að þakka að Gunnar væri yfir höfuð í UFC en hann hafi komið íslenska bardagakappanum að sem greiða fyrir Renzo Gracie. Enn fremur sagði Egyptinn að UFC vildi aldrei frá Gunnar í UFC.Meira um eldræðu Abdel-Aziz má lesa hér en umræðan um Gunnar hefst á 19:52 í myndbandinu hér að neðan.Fékk bardaga í september Eins og búast mátti við hafði Nelson-fjölskyldan takmarkaðan húmor fyrir þessari ræðu Abdel-Aziz sem Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, sé meira og minna bull frá upphafi til enda. Haraldur segir Abdel-Aziz vera að bulla „enn eina ferðina“ og segir bæði ósatt að hann hafi komið Gunnari að í UFC og enn meira rugl sé að UFC hafi ekki viljað fá Gunnar til að berjast á bardagakvöldum sambandins. „Hið rétta er að við vissum að UFC var búið að fylgjast með Gunna og hafði gert um nokkurn tíma. Gunnar vildi hins vegar bíða með að hafa samband við UFC en þegar hann taldi sig tilbúinn þá sendi ég Joe Silva póst 25. apríl 2012 og hann svaraði daginn eftir,“ segir Haraldur, en Joe Silva sá um að setja upp bardaga fyrir UFC allt þar til hann hætti hjá sambandinu á síðasta ári. Orðin eru ekki innantóm hjá Haraldi sem sendi Vísi afrit af póstinum sem var sendur vestur um haf sex mínútur í níu að morgni miðvikudagsins 25. apríl 2012. Þar kynnir Haraldur son sinn til leiks; bendir á að hann sé taplaus í tíu bardögum og sé eitt mesta efni í MMA í Evrópu. Rétt áður en klukkan sló miðnætti daginn eftir svaraði Silva tölvupóstinum stuttlega: „Ég gæti notað hann í september.“ Silva stóð við þau orð og bókaði Gunnar í bardaga á UFC-kvöldi í Nottingham 29. september þar sem Gunnar hengdi Bandaríkjamanninn DaMarques Johnson í fyrstu lotu og byrjaði UFC-ferilinn með stæl.Joe Silva bókaði Gunnar í bardaga á móti DaMarques Johnson sem hann vann auðveldlega.vísir/gettyBúið áður en það byrjaði Haraldur viðurkennir að Abdel-Aziz hafi komið að samningagerð fyrir fyrsta bardagann en það hafi verið meiri greiði við Renzo Gracie, manninn sem gerði Gunnar að svartbeltingi í brasilísku jiu jitsu. Hann og Abdel-Aziz eru miklir vinir. „Renzo bað Ali að aðstoða við samningsgerðina og reyna að fá styrktaraðila, en það varð lítið úr því. Þegar að hann kom að málinu var nokkuð ljóst að Gunni myndi keppa í september enda hafði UFC nefnt það í fyrsta pósti til okkar þó ekkert væri ákveðið. Síðar um sumarið sáum við að samstarfið var ekki að fara að ganga og bundum enda á það í lok júlí þannig að það varð aldrei neitt framhald af því en vissulega kom Ali að fyrsta samningnum. Fullyrðingar um að hann hafi "komið Gunna í UFC" eru hins vegar auðvitað ekki réttar, en hann hjálpaði okkur með samninginn“ segir Haraldur Nelson. Haraldur vildi koma Ariel Helwani, virtasta MMA-blaðamanni heims og umsjónarmanni The MMA Hour, í skilning um að Abdel-Aziz var að bulla í beinni í þættinum hans og sendi honum því póst. „Bara til að hafa hlutina á hreinu þá kom Ali Abdel-Aziz Gunnari ekki inn í UFC og það er ekki satt að UFC vildi ekki fá Gunnar eins og Ali hélt fram í The MMA Hour,“ skrifaði Haraldur til Helwani en póstinn birti hann opinberlega á Facebook-síðu sinni. „Það er satt að Ali kom að samningsgerðinni fyrir fyrsta bardaga Gunnars en það er ekki satt að Ali kom Gunnari inn því UFC var búið að ganga frá þeim málum á milli Gunnars, Joe Silva og mín. Það er svo einnig ósatt að UFC vildi ekki fá Gunnar,“ skrifaði Haraldur Dean Nelson í tölvupóstinum. Vísir fékk afrit af póstinum með svari frá Helwani sjálfum sem barst rétt fyrir þrjú í gær, nokkrum klukkustundum eftir að Haraldur sendi póstinn. Helwani fékk einnig afrit af póstinum sem hann sendi á Joe Silva og svar hans fyrir sex árum. „Ég trúi þér 100 prósent. Ég veit ekki af hverju hann er að segja þetta,“ sagði Ariel Helwani um ruglið í Ali Abdel-Aziz.
MMA Tengdar fréttir Umdeildur umbi segir Gunnar æfa með aumingjum: „UFC vildi ekki fá hann en ég kom honum inn“ John Kavanagh fékk heldur betur að heyra það frá hinum umdeilda Ali Abdel-Aziz. 15. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Umdeildur umbi segir Gunnar æfa með aumingjum: „UFC vildi ekki fá hann en ég kom honum inn“ John Kavanagh fékk heldur betur að heyra það frá hinum umdeilda Ali Abdel-Aziz. 15. febrúar 2018 09:00