Lífið

Vonar að allir geti í alvörunni dansað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hugrún hefur lengi starfað í kringum fjölmiðla, en aldrei dansað í mynd.
Hugrún hefur lengi starfað í kringum fjölmiðla, en aldrei dansað í mynd. vísir/andri marínó
Fjölmiðlakonan Hugrún Halldórsdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars. Um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars.

„Það eru bara íþróttir framundan hjá mér. Ég er að fara æfa dans í fyrsta skipti í lífinu,“ sagði Hugrún þegar hún fór yfir fréttir vikunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Ég reyndar æfði dans þegar ég var sex ára, bara í einhverjar vikur, en ég er að fara taka þátt í dansþætti, Allir geta dansað. Ég vona að það sé rétt, að allir geti í alvörunni dansað.“

Hugrún segist aldrei hafa séð sjálfa sig dansa.

„Mér finnst ég geta dansað, allavega þegar ég er niðri í bæ. Ég er búin að fá „partner“ og við erum að fara hittast í dag og dansa saman í fyrsta skipti. Dansfélagi minn heitir Daði Freyr, “ segir Hugrún en ég að neðan má hlusta á hljóðbrotið úr Bítinu í morgun en umræðan um dansþáttinn hefst þegar rúmlega sautján mínútur eru liðnar.


Tengdar fréttir

Sunddrottning gæti orðið dansdrottning

Hrafnhildur Lúthersdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×