Brexit: Viðræður hafnar um að tryggja stöðu Íslendinga í Bretlandi Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2018 11:09 Alls búa 18 þúsund norskir ríkisborgarar í Bretlandi, um tvö þúsund Íslendingar og fjörutíu Liechtensteinar. Vísir/Getty Viðræður eru hafnar milli breskra stjórnvalda og stjórnvalda á Íslandi, Noregi og Liechtenstein sem hafa það að markmiði að tryggja íslenskum, norskum og liechtensteinskum ríkisborgurum sambærilega stöðu og ríkisborgurum ESB-ríkja í Bretlandi, eftir að Bretland gengur úr sambandinu á næsta ári. Viðræðurnar taka einnig til þess að staða Breta sem búsettir eru í umræddum EFTA-ríkjunum verði tryggð.Frá þessu er greint á heimasíðu breskra stjórnvalda. Bretar náðu í desember samkomulagi við ESB-ríkin um stöðu og réttindi Breta í aðildarríkjum ESB, og ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi, eftir útgöngu Bretlands. Alls búa nú þrjár milljónir ríkisborgara aðildarríkja ESB í Bretlandi og ein milljón Breta í aðildarríkjum ESB. Í fréttinni segir að fulltrúar breskra stjórnvalda hafi nú fundað með fulltrúum EES-EFTA ríkjanna í þeim tilgangi að tryggja að samkomulagið taki einnig til Íslands, Noregs og Liechtenstein. Samkomulagið sem Bretar náðu við ESB-ríkin nær til búsetu, rétt til heilsugæslu, lífeyrisréttinda, gagnkvæmri viðurkenningu á starfsréttindum og fleira.Tvö þúsund Íslendingar í BretlandiAlls búa 18 þúsund norskir ríkisborgarar í Bretlandi, um tvö þúsund Íslendingar og fjörutíu Liechtensteinar. Um 15 þúsund Bretar búa í Noregi, um átta hundruð á Íslandi og um sextíu í Liechtenstein. Fyrsti fundur breskra íslenskra, norskra og liechtensteinskra embættismanna fór fram síðastliðinn mánudag þar sem allir málsaðilar lýstu yfir vilja til að ná samkomulagi. Þá voru næstu skref viðræðnanna útlistuð. Brexit Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Viðræður eru hafnar milli breskra stjórnvalda og stjórnvalda á Íslandi, Noregi og Liechtenstein sem hafa það að markmiði að tryggja íslenskum, norskum og liechtensteinskum ríkisborgurum sambærilega stöðu og ríkisborgurum ESB-ríkja í Bretlandi, eftir að Bretland gengur úr sambandinu á næsta ári. Viðræðurnar taka einnig til þess að staða Breta sem búsettir eru í umræddum EFTA-ríkjunum verði tryggð.Frá þessu er greint á heimasíðu breskra stjórnvalda. Bretar náðu í desember samkomulagi við ESB-ríkin um stöðu og réttindi Breta í aðildarríkjum ESB, og ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi, eftir útgöngu Bretlands. Alls búa nú þrjár milljónir ríkisborgara aðildarríkja ESB í Bretlandi og ein milljón Breta í aðildarríkjum ESB. Í fréttinni segir að fulltrúar breskra stjórnvalda hafi nú fundað með fulltrúum EES-EFTA ríkjanna í þeim tilgangi að tryggja að samkomulagið taki einnig til Íslands, Noregs og Liechtenstein. Samkomulagið sem Bretar náðu við ESB-ríkin nær til búsetu, rétt til heilsugæslu, lífeyrisréttinda, gagnkvæmri viðurkenningu á starfsréttindum og fleira.Tvö þúsund Íslendingar í BretlandiAlls búa 18 þúsund norskir ríkisborgarar í Bretlandi, um tvö þúsund Íslendingar og fjörutíu Liechtensteinar. Um 15 þúsund Bretar búa í Noregi, um átta hundruð á Íslandi og um sextíu í Liechtenstein. Fyrsti fundur breskra íslenskra, norskra og liechtensteinskra embættismanna fór fram síðastliðinn mánudag þar sem allir málsaðilar lýstu yfir vilja til að ná samkomulagi. Þá voru næstu skref viðræðnanna útlistuð.
Brexit Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira