Náttúrulega bara stórkostlegt Telma Tómasson skrifar 16. febrúar 2018 17:45 Teitur Árnason. Vísir Teitur Árnason hafnaði í þriðja sæti í keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í Samskipahöllinni í gærkvöldi. Sat hann Brúneyju frá Grafarkoti, sem er mikið rútíneruð í þessari keppnisgrein. Athygli vekur að þrír efstu knaparnar tefldu allir fram hryssum í T2, sem er snúnari grein að vera góður í en margur ætlar. Slaktaumatölt reynir meðal annars mjög á jafnvægi hestsins og reiðmennskuhæfni knapans. „Hún var góð á slaka taumnum og þetta gekk bara fínt,“ sagði Teitur að lokinni forkeppni. Hann sagðist nokkuð sáttur með sýninguna en að hans sögn hefði Brúney þó getað verið betri á fyrstu tveimur atriðunum, tölti á frjálsri ferð og hægu. Frumburður Teits og Eyrúnar Ýrar Pálsdóttur, pattaralegur drengur, kom í heiminn degi fyrir keppnisdag og var honum óskað til hamingju með það. „Það er náttúrlega bara stórkostlegt,“ sagði Teitur spurður um föðurhlutverkið. Sýningu Teits og Brúneyjar frá Grafarkoti í forkeppninni í T2 má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 Sport.Top Reiter stigahæstEftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar, fjórgang og slaktaumatölt T2, er Teitur með 8 stig í einstaklingskeppninni. Hann er liðsstjóri Top Reiter sem hlaut liðsskjöldinn í gærkvöldi fyrir bestan samanlagðan árangur í T2, en liðsfélagar Teits, þeir Árni Björn Pálsson og Matthías Leó Matthíasson hlutu báðir 7.03 í einkunn í forkeppninni og stóðu rétt fyrir utan úrslitin í 7-8 sæti. Top reiter stendur nú efst í liðakeppninni með 101,5 stig. Niðurstöður A-úrslita í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson, Júlía frá Hamarsey - 8.66 2. Viðar Ingólfsson, Pixi frá Mið-Fossum - 8.33 3. Teitur Árnason, Brúney frá Grafarkoti - 7.87 4. Elin Holst, Frami frá Ketilsstöðum - 7.41 5. Bergur Jónsson, Herdís frá Lönguhlíð - 7.20 6. Gústaf Ásgeir Hinriksson, Skorri frá Skriðulandi - 7.20 Hestar Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Sjá meira
Teitur Árnason hafnaði í þriðja sæti í keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í Samskipahöllinni í gærkvöldi. Sat hann Brúneyju frá Grafarkoti, sem er mikið rútíneruð í þessari keppnisgrein. Athygli vekur að þrír efstu knaparnar tefldu allir fram hryssum í T2, sem er snúnari grein að vera góður í en margur ætlar. Slaktaumatölt reynir meðal annars mjög á jafnvægi hestsins og reiðmennskuhæfni knapans. „Hún var góð á slaka taumnum og þetta gekk bara fínt,“ sagði Teitur að lokinni forkeppni. Hann sagðist nokkuð sáttur með sýninguna en að hans sögn hefði Brúney þó getað verið betri á fyrstu tveimur atriðunum, tölti á frjálsri ferð og hægu. Frumburður Teits og Eyrúnar Ýrar Pálsdóttur, pattaralegur drengur, kom í heiminn degi fyrir keppnisdag og var honum óskað til hamingju með það. „Það er náttúrlega bara stórkostlegt,“ sagði Teitur spurður um föðurhlutverkið. Sýningu Teits og Brúneyjar frá Grafarkoti í forkeppninni í T2 má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 Sport.Top Reiter stigahæstEftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar, fjórgang og slaktaumatölt T2, er Teitur með 8 stig í einstaklingskeppninni. Hann er liðsstjóri Top Reiter sem hlaut liðsskjöldinn í gærkvöldi fyrir bestan samanlagðan árangur í T2, en liðsfélagar Teits, þeir Árni Björn Pálsson og Matthías Leó Matthíasson hlutu báðir 7.03 í einkunn í forkeppninni og stóðu rétt fyrir utan úrslitin í 7-8 sæti. Top reiter stendur nú efst í liðakeppninni með 101,5 stig. Niðurstöður A-úrslita í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson, Júlía frá Hamarsey - 8.66 2. Viðar Ingólfsson, Pixi frá Mið-Fossum - 8.33 3. Teitur Árnason, Brúney frá Grafarkoti - 7.87 4. Elin Holst, Frami frá Ketilsstöðum - 7.41 5. Bergur Jónsson, Herdís frá Lönguhlíð - 7.20 6. Gústaf Ásgeir Hinriksson, Skorri frá Skriðulandi - 7.20
Hestar Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Sjá meira