Hættir við að aftengja ofurhækkun kjararáðs Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. febrúar 2018 07:30 Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps í Eyjafirði ákvað á síðasta fundi sínum að láta umdeilda ákvörðun kjararáðs frá í október 2016 hafa að fullu áhrif á laun kjörinna fulltrúa í sveitarfélaginu. Launin hækka því nú um 25 prósent. Með umdeildri ákvörðun á kjördag til alþingiskosninga hækkaði kjararáð þingfararkaup alþingismanna í einu skrefi um tæp 45 prósent. Sveitarfélög hafa gjarnan miðað laun og þóknanir kjörinna fulltrúa við þingfararkaup og reiknað sem ákveðið hlutfall af því. Sum sveitarfélög létu hækkun kjararáðs standa en önnur létu hana ekki taka gildi í þetta skipti. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagði í svari til Fréttablaðsins eftir fyrrnefnda ákvörðun kjararáðs að hún kæmi mönnum í opna skjöldu og væri úr takti við væntingar um launaþróun. „Menn hafa verið að tengja laun sveitarstjórna og nefnda við þingfararkaup til að færa þann kaleik frá sveitarstjórnum að ákvarða sjálfar laun sín á hverjum tíma. Ljóst að þessi ákvörðun hendir þeim kaleik beint í fangið á mönnum aftur,“ sagði Þröstur í nóvember 2016. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps ákvað síðan á þessum tíma að fara milliveginn, að sögn Þrastar; að hækkunin yrði 15,47 prósent frá 1. janúar 2017. Nú hefur svo verið ákveðið að hækkun kjararáðs frá 2016 komi að fullu til framkvæmda og hækka launin því um 25 prósent. Samtals er því hækkunin ríflega 44 prósent á rúmu ári. Að sögn Þrastar hefur óbreyttur sveitarstjórnarfulltrúi eftir þessa hækkun um 55 þúsund krónur í föst laun á mánuði og síðan um 44 þúsund krónur fyrir hvern fund. „Ef menn sinna sínum störfum af ekki nema lágmarks samviskusemi, tel ég að þetta geti alls ekki talist nein ofurlaun,“ segir sveitarstjórinn. Nánar útskýrir Þröstur að oddviti sveitarstjórnarinnar fá nú 10 prósent af þingfararkaupi í föst laun og tvö prósent fyrir hvern setinn fund. Aðrir aðalfulltrúar fá fimm prósent í föst laun og tvö prósent fyrir hvern setinn fund. Varafulltrúar fá þrjú prósent fyrir hvern setinn fund. Síðan er álag fyrir formenn og ritara nefnda. Aðspurður segir Þröstur kostnaðarauka Grýtubakkahrepps vegna þessa vera áætlaðan tæpar tvær milljónir. Sveitarstjórnarmenn hreppsins séu eftir sem áður með þeim allra lægst launuðu á landinu. „Núverandi sveitarstjórn taldi heppilegra að taka þessa leiðréttingu sem svo má kalla, nú fyrir kosningar. Ella myndi það lenda beint á dagskrá nýrrar sveitarstjórnar að fara að skoða eigin kjör,“ segir sveitarstjórinn. Ekki sé heppilegt til lengdar í lýðræðislegu tilliti að sveitarstjórnarmenn séu afar lágt launaðir. „Svona í leiðinni get ég upplýst að laun sveitarstjóra, sem miðast við embættismannatöflu kjararáðs, hafa ekki hækkað frá 1. júní 2016,“ bætir Þröstur við. Birtist í Fréttablaðinu Grýtubakkahreppur Kjaramál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps í Eyjafirði ákvað á síðasta fundi sínum að láta umdeilda ákvörðun kjararáðs frá í október 2016 hafa að fullu áhrif á laun kjörinna fulltrúa í sveitarfélaginu. Launin hækka því nú um 25 prósent. Með umdeildri ákvörðun á kjördag til alþingiskosninga hækkaði kjararáð þingfararkaup alþingismanna í einu skrefi um tæp 45 prósent. Sveitarfélög hafa gjarnan miðað laun og þóknanir kjörinna fulltrúa við þingfararkaup og reiknað sem ákveðið hlutfall af því. Sum sveitarfélög létu hækkun kjararáðs standa en önnur létu hana ekki taka gildi í þetta skipti. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagði í svari til Fréttablaðsins eftir fyrrnefnda ákvörðun kjararáðs að hún kæmi mönnum í opna skjöldu og væri úr takti við væntingar um launaþróun. „Menn hafa verið að tengja laun sveitarstjórna og nefnda við þingfararkaup til að færa þann kaleik frá sveitarstjórnum að ákvarða sjálfar laun sín á hverjum tíma. Ljóst að þessi ákvörðun hendir þeim kaleik beint í fangið á mönnum aftur,“ sagði Þröstur í nóvember 2016. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps ákvað síðan á þessum tíma að fara milliveginn, að sögn Þrastar; að hækkunin yrði 15,47 prósent frá 1. janúar 2017. Nú hefur svo verið ákveðið að hækkun kjararáðs frá 2016 komi að fullu til framkvæmda og hækka launin því um 25 prósent. Samtals er því hækkunin ríflega 44 prósent á rúmu ári. Að sögn Þrastar hefur óbreyttur sveitarstjórnarfulltrúi eftir þessa hækkun um 55 þúsund krónur í föst laun á mánuði og síðan um 44 þúsund krónur fyrir hvern fund. „Ef menn sinna sínum störfum af ekki nema lágmarks samviskusemi, tel ég að þetta geti alls ekki talist nein ofurlaun,“ segir sveitarstjórinn. Nánar útskýrir Þröstur að oddviti sveitarstjórnarinnar fá nú 10 prósent af þingfararkaupi í föst laun og tvö prósent fyrir hvern setinn fund. Aðrir aðalfulltrúar fá fimm prósent í föst laun og tvö prósent fyrir hvern setinn fund. Varafulltrúar fá þrjú prósent fyrir hvern setinn fund. Síðan er álag fyrir formenn og ritara nefnda. Aðspurður segir Þröstur kostnaðarauka Grýtubakkahrepps vegna þessa vera áætlaðan tæpar tvær milljónir. Sveitarstjórnarmenn hreppsins séu eftir sem áður með þeim allra lægst launuðu á landinu. „Núverandi sveitarstjórn taldi heppilegra að taka þessa leiðréttingu sem svo má kalla, nú fyrir kosningar. Ella myndi það lenda beint á dagskrá nýrrar sveitarstjórnar að fara að skoða eigin kjör,“ segir sveitarstjórinn. Ekki sé heppilegt til lengdar í lýðræðislegu tilliti að sveitarstjórnarmenn séu afar lágt launaðir. „Svona í leiðinni get ég upplýst að laun sveitarstjóra, sem miðast við embættismannatöflu kjararáðs, hafa ekki hækkað frá 1. júní 2016,“ bætir Þröstur við.
Birtist í Fréttablaðinu Grýtubakkahreppur Kjaramál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira