Segja enga niðurstöðu komna í mál Sunnu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 10:45 Sunna Elvira Þorkelsdóttir á sjúkrahúsinu í Málaga í vikunni. vísir/egill Engin ákvörðun hefur verið tekin um að lögregluyfirvöld á Íslandi taki við rannsókn máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Þetta segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. „Við erum í samtali við þessi lögregluyfirvöld en það er ekki komin nein ákvörðun,“ segir Margeir. Hann segist ekki geta gefið neina dagsetningu á heimkomu Sunnu en líklega muni hlutirnir gerast hratt þegar niðurstaða næst. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að lögreglan á Íslandi muni taka yfir rannsókn máls Sunnu Elviru og að í kjölfari muni farbanni yfir henni vera aflétt og að ráðgert sé að hún verði flutt heim til Íslands snemma í næstu viku.Ekki fengist staðfest Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elviru á Íslandi, segist ekki hafa fengið þær upplýsingar að niðurstaða sé komin í málið, hvorki frá lögregluyfirvöldum hér heima né úti á Spáni. „Ég hef ekki fengið þær upplýsingar. Ég talaði síðast við hana í gærkvöldi. Það væri voða gott ef svo væri,“ segir Páll í samtali við Vísi. Jón Kristinn Snæhólm, sem talað hefur máli Sunnu Elviru í fjölmiðlum, segir að Sunna Elvira hafi ekki fengið formlega tilkynningu um að niðurstaða hafi náðst en að léttara sé yfir hópnum í Malaga. „Við vonum að þetta sé satt og rétt. Það er mikil gleði í Malaga núna. Þetta eru bestu fréttir sem við höfum fengið síðan þetta dundi á,“ segir Jón Kristinn í samtali við Vísi. „Nei það er ekki komið formleg staðfesting. En auðvitað eru þetta mjög ánægjulegar fréttir og við teljum að þær séu algjörlega á rökum reistar.“ Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Íslensk lögregluyfirvöld leita eftir samstarfi við spænsk vegna máls Sunnu Elvíru Utanríkisráðuneytið hefur vísað beiðni um að íslensk stjórnvöld geti ábyrgst Sunnu hér á landi til dómsmálaráðuneytisins. 14. febrúar 2018 18:01 Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30 Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Brotnaði niður við tíðindin af umsókninni sem aldrei hafði verið send Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir að spítalinn hafi átt eftir að fullvinna umsóknina til Sevilla og því hafi ekki verið tekið við henni. 15. febrúar 2018 16:51 Stjórnarmaður ÖBÍ um mál Sunnu Elviru: „Þetta er bara torture“ Fulltrúar ÖBÍ gagnrýna að Sunna Elvira dvelji við óviðunandi aðstæður á sjúkrahúsi þar sem hún fær ekki viðeigandi meðhöndlun. 16. febrúar 2018 20:00 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Engin ákvörðun hefur verið tekin um að lögregluyfirvöld á Íslandi taki við rannsókn máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Þetta segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. „Við erum í samtali við þessi lögregluyfirvöld en það er ekki komin nein ákvörðun,“ segir Margeir. Hann segist ekki geta gefið neina dagsetningu á heimkomu Sunnu en líklega muni hlutirnir gerast hratt þegar niðurstaða næst. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að lögreglan á Íslandi muni taka yfir rannsókn máls Sunnu Elviru og að í kjölfari muni farbanni yfir henni vera aflétt og að ráðgert sé að hún verði flutt heim til Íslands snemma í næstu viku.Ekki fengist staðfest Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elviru á Íslandi, segist ekki hafa fengið þær upplýsingar að niðurstaða sé komin í málið, hvorki frá lögregluyfirvöldum hér heima né úti á Spáni. „Ég hef ekki fengið þær upplýsingar. Ég talaði síðast við hana í gærkvöldi. Það væri voða gott ef svo væri,“ segir Páll í samtali við Vísi. Jón Kristinn Snæhólm, sem talað hefur máli Sunnu Elviru í fjölmiðlum, segir að Sunna Elvira hafi ekki fengið formlega tilkynningu um að niðurstaða hafi náðst en að léttara sé yfir hópnum í Malaga. „Við vonum að þetta sé satt og rétt. Það er mikil gleði í Malaga núna. Þetta eru bestu fréttir sem við höfum fengið síðan þetta dundi á,“ segir Jón Kristinn í samtali við Vísi. „Nei það er ekki komið formleg staðfesting. En auðvitað eru þetta mjög ánægjulegar fréttir og við teljum að þær séu algjörlega á rökum reistar.“
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Íslensk lögregluyfirvöld leita eftir samstarfi við spænsk vegna máls Sunnu Elvíru Utanríkisráðuneytið hefur vísað beiðni um að íslensk stjórnvöld geti ábyrgst Sunnu hér á landi til dómsmálaráðuneytisins. 14. febrúar 2018 18:01 Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30 Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Brotnaði niður við tíðindin af umsókninni sem aldrei hafði verið send Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir að spítalinn hafi átt eftir að fullvinna umsóknina til Sevilla og því hafi ekki verið tekið við henni. 15. febrúar 2018 16:51 Stjórnarmaður ÖBÍ um mál Sunnu Elviru: „Þetta er bara torture“ Fulltrúar ÖBÍ gagnrýna að Sunna Elvira dvelji við óviðunandi aðstæður á sjúkrahúsi þar sem hún fær ekki viðeigandi meðhöndlun. 16. febrúar 2018 20:00 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Íslensk lögregluyfirvöld leita eftir samstarfi við spænsk vegna máls Sunnu Elvíru Utanríkisráðuneytið hefur vísað beiðni um að íslensk stjórnvöld geti ábyrgst Sunnu hér á landi til dómsmálaráðuneytisins. 14. febrúar 2018 18:01
Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30
Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15
Brotnaði niður við tíðindin af umsókninni sem aldrei hafði verið send Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir að spítalinn hafi átt eftir að fullvinna umsóknina til Sevilla og því hafi ekki verið tekið við henni. 15. febrúar 2018 16:51
Stjórnarmaður ÖBÍ um mál Sunnu Elviru: „Þetta er bara torture“ Fulltrúar ÖBÍ gagnrýna að Sunna Elvira dvelji við óviðunandi aðstæður á sjúkrahúsi þar sem hún fær ekki viðeigandi meðhöndlun. 16. febrúar 2018 20:00